Herdís Sigurjónsdóttir

Herdís Sigurjónsdóttir er fædd á Siglufirði 1965. Býr í Rituhöfða í Mosfellsbæ með eiginmanni sínum Erlendi Erni Fjeldsted byggingatæknifræðingi sem starfar hjá Eflu og þremur börnum þeirra Ásdísi Magneu (1992), Sturlu Sæ (1995) og Sædísi Erlu (2003).


Fædd og uppalin á Siglufirði. Dóttir hjónanna Sigurjóns Jóhannssonar skipstjóra og Ásdísar Magneu Gunnlaugsdóttur húsmóður.  Á tvö systkini þau Kristínu (1958) sem býr á Siglufirði og Jóhann (1960) sem býr í Seattle í Bandaríkjunum.


Menntun:


Umhverfis- og auðlindafræðingur MSc frá Háskóla Íslands, 2009. Meistaraverkefnið fjallaði um hlutverk sveitarfélaga í almannavörnum og endurreisn sveitarfélaga eftir náttúruhamfarir og samfélagsleg áföll, með áherslu á samskipti ríkis og sveitarfélaga.


Lífeindafræðingur BSc, 1989.


Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík, 1985.


Störf:


Viðbragð - Ráðgjöf og greining frá 1. febrúar 2016. Sjálfstætt starfandi ráðgjafi.


Veitir ráðgjöf til fyrirtækja, félagasamtaka og opinberra aðila á sviði neyðarstjórnunar, öryggis-, umhverfis- og gæðamála. Viðbragð - Ráðgjöf og greining veitir einnig stjórnsýsluráðgjöf sem felst m.a. í rýni á atvikum, ferlum, samstarfi, samhæfingu og viðbrögðum.


2009-2016 - VSÓ Ráðgjöf. Sviðsstjóri - öryggismál og greining. Sérfræðiráðgjöf á sviði neyðarstjórnunar, umhverfis-, gæða- og öryggismála. Ýmis rannsóknar- og greiningarverkefni tengd stjórnsýslu og almannavörnum.


2006-2008 - Stofnun Sæmundar fróða við HÍ: Verkefnaráðinn sérfræðingur og starfaði við verkefnið „Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum“ (LVN) sem lauk formlega með ráðstefnu og útgáfu bókar haustið 2008. Starfaði með meistaranámi.


1998-2007 - Rauði kross Íslands: Starfaði fyrst sem svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæði, en frá 2001 sem verkefnisstjóri í neyðarvörnum og neyðaraðstoð. Sá m.a. um fræðslu, æfingarmál og ráðgjöf félagsins á því sviði. Varamaður í almannavarnaráði 2005-2007. Fulltrúi Rauða krossins í samræmingarnefnd vegna hjálparliðs almannavarna 2003-2007. Samráðsnefnd vegna samhæfingarstöðvar almannavarna, 2006-2007. Ráðgjafahópur Isavia ohf (áður Flugmálastjórn og Flugstoðir ohf) og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna hópslysaæfinga. Í áhöfn Rauða krossins í Samhæfingarstöð almannavarna, 2001-2007 og hafði umsjón með starfi Rauða krossins í stöðinni sem og landsskrifstofu og samræmingu á viðbrögð félagsins á neyðartímum.


1989-1998 - Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum: Starfaði við fisksjúkdómarannsóknir og tók þátt í fjölmörgum rannsóknarverkefnum.


Hef unnið við flest þau störf er tengjast fiski og fiskvinnslu. Starfaði sem barþjónn á farþegaferjunni Norrönu hluta úr sumri. Starfaði á sjúkrahúsi Siglufjarðar við umönnunarstörf á sjúkradeild og einnig á öldrunardeild og rannsóknastofu á sumrin meðan á lífeindafræðináminu stóð.


Félagsstörf og stjórnmál á vegum Mosfellsbæjar:


Bæjarfulltrúi frá 1998 til 1. janúar 2013. Var bæði skipuð forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs.


Heilbrigðisnef Kjósarsvæðis 2010-2013 (formaður)


Fræðslunefnd 2006-2009 (formaður)


Fjölskyldunefnd  2002-2006 (formaður), 1998-2002 (varamaður).


Umhverfisnefnd 1998-2002, 2009-2010.


Fulltrúi í stýrihópi um mótun Lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar 2011.


Fulltrúi í stýrihópi Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ 1999-2001, 2008-2010.


Stjórn SORPU bs 2004-2013, (varaformaður frá 2006, formaður 2008-2010). Fulltrúi Sorpu í verkefnisstjórn svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs og samstarfsnefnd sorpsamlaga á SV landi.


Stjórn og fulltrúaráð hjúkrunarheimilisins Eirar frá 2003 til mars 2011.


Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins frá 2005-2013, áhættugreiningarnefnd á vegum nefndarinnar frá 2004.


Varamaður í Stjórn Sambands sveitarfélags á höfuðborgarsvæði (SSH) 2002-2007, 2008-2013.


Dómnefnd Krikaskóla 2007 (formaður).


Samstarfshóps Mosfellsbæjar sem stofnaður var í október 2008 vegna efnahagshruns (formaður).


Félagsstörf og stjórnmál utan Mosfellsbæjar:


Rannsóknarnefnd almannavarna 2014-, (formaður). Kosin af Alþingi.


Fagráð Brunamálaskólans 2011-2015. Skipuð af umhverfis- og auðlindaráðráðherra. Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Brunamálaráð 2009-2011. Skipuð af umhverfisráðherra. Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Skólaráð Brunamálaskólans frá 2009-2011. Skipuð af umhverfisráðherra. Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Stýrihópur staðardagskrár 21 á landsvísu. Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2007-2010.


Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins sem mótaði reglur um þjónustu við 16 - 20 ára fötluð ungmenni að loknum skóladegi í framhaldsskóla. Fulltrúi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæði. Starfshópurinn starfaði 2007-2008.


Nefnd á vegum forsætisráðuneytisins sem er að útbúa verklagsreglur vegna tjónamála eftir náttúruhamfarir. 2010-2012


Sat í nemendaráðum bæði í Reykjaskóla í Hrútafirði 1981-1983 og Tækniháskólans 1986-1988. Hef setið í ýmsum foreldrafélögum og starfsmannafélögum.


Skrif og útgáfa:


 


Útgáfa bókarinnar „Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum“, ásamt samnefndum rannsóknarhópi. Sat í ritstjórn Varmár, sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ og setti upp netsíðu félagsins. Gaf út fréttablað svæðisskrifstofu RKÍ á höfuðborgarsvæði og skrifaði fréttir og upplýsingaefni tengt starfinu á netsíðu Rauða kross Íslands. Hef skrifað vísindagreinar er tengjast fisksjúkdómum og viðbrögðum sveitarstjórna eftir náttúruhamfarir og annað tengt neyðarstjórnun. Hef skrifað fjölda greina um sveitarstjórnarmál í dagblöð og bæjarblöð og hefur haldið úti eigin heimasíðum frá árinu 2000.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Herdís Sigurjónsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband