Þegar ME (Síþreyta) var ímyndunarveiki

18118559_103999850167582_6232848939658005661_n(4)Ég verð að trúa ykkur fyrir því að það tekur á að vinna í ME málunum. Ekki bara af því að ég er ekki eins kraftmikil og ég var heldur fyrir þær sakir að maður heyrir sögur af lífi fólks sem hefur verið veikt árum og áratugum saman. Það sem er sorglegast í öllu þessu er að mjög lengi og kannski enn eru til staðar gömul míta um að þessi alvarlegi sjúkdómur sé hugarburður. 


Ég varð óskaplega reið þegar ég las frásögn af viðtali sem tekið var breskan vísindamann í sálfræði sem gerði rannsókn á faröldrum í tveimur skólum (Sagan öll: The Two Mass Hysteria School Epidemics bls 12, slóð neðst í grein). 

Þessir faraldrar gengu um 1970 í Bretlandi og komst doktorsefnið á þeim tíma McEvedy að þeirri ótrúlegu niðurstöðu að þetta hafi verið hóphysteria (epidemic hysteria) og það án þess að tala við einn einasta sjúkling eða einu sinni að hafa fyrir því að mæta á staðinn. 

Þegar hann var spurður að því í viðtali sem kanadíski læknirinn Byron Hyde tók árið 1988, hvað honum hafi gengið til sagði hann að þetta hafi verið honum létt doktorsgráða og var ekki einu sinni með móral yfir því að hafa unnið rannsóknina svona! 

Ég reyndar næ því ekki sem vísindamaður sjálf að þetta hafi viðgengist og leiðbeinendur og prófdómarar hafi ekki sett út á slík vinnubrögð. 

Svona var þessi kafli viðtalsins frá 1988 sem ég vísa í:

I asked Dr. McEvedy did he have any records concerning the two schools he had reputedly visited? He said he did not.

"Why had he written up the Free Hospital epidemics as hysteria without any careful exploration of the basis of his thesis? I asked. His reply was devastating. He said, "It was an easy PhD, why not." 

I hoped that he had changed his mind about the hysterical basis of Myalgic Encephalomyelitis and asked him whether he was still of the same impression.

"Of course”, he said, “they were just a group of hysterical people."I asked Dr McEvedy why he did his PhD on the Royal Free, he replied: "It was an easy PhD. Why not?"

Hér er slóð inn á frásögn Barons Hyde, sem hann flutti á ráðstefnu í London árið 2006.

Þegar maður les svona frásagnir þá sér maður hvað aðilar eins og Dr. McEvedy hafa valdið miklum skaða og hvað það hefur haft alvarleg áhrif á framgang mála og rannsóknir á þessu sviði. Það er ekki eins og það sé ekki nóg að fólk sé alvarlega veikt svo ekki bætis við að þeir sem greina trúi þeim.

Í stuttu máli er sem sé enn þann dag í dag árið 2017 verið að greina ME sjúklinga með hysteriu líkt og ME sjúklingurinn Jean Brea sagði frá í frábærum TED fyrirlestri árið 2016 og þið getið séð hér.  


Bloggfærslur 11. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband