Takk fyrir stuđninginn kćru Mosfellingar

Prófkjör Sjálfstćđisflokksins í Mosfellsbć, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 29. maí fór fram laugardaginn 6. febrúar 2010. Á kjörskrá voru 1341 manns og 826 manns kusu sem ţýđir 61% kjörsókn. 15 manns gáfu kost á sér í prófkjörinu. 

Röđ efstu 7 var sem hér segir. 

  1. Haraldur Sverrisson međ 671 atkvćđi í 1. sćti (83,5%)
  2. Herdís Sigurjónsdóttir međ 364 atkvćđi í 1. - 2. sćti  (45,3%)
  3. Bryndís Haraldsdóttir međ 340 atkvćđi í 1.- 3. sćti (42,3%)
  4. Hafsteinn Pálsson međ 324 atkvćđi í 1. - 4. sćti (40,3%)
  5. Kolbrún G. Ţorsteinsdóttir međ 343 atkvćđi í 1.-5. sćti (42,7%)
  6. Rúnar B. Guđlaugsson međ 323 atkvćđi í 1.-6.  sćti (40,2%)
  7. Theodór Kristjánsson međ 370 atkvćđi í 1. - 7. sćti (46,0%)

Haraldur Sverrisson bćjarstjóri gaf einn kost á sér í fyrsta sćti og hlaut hann 83,5% atkvćđa í ţađ sćti sem er glćsileg kosning. Sjálf sóttist ég eftir 2. sćti og náđi ţví takmarki og hlaut 364 atkvćđi í 1. og 2. sćti. Fjórir ađrir sóttust eftir 2. sćtinu og ţví er ég sćl međ ađ ná settu marki. Nćsti mađur inn hlaut 340 atkvćđi í 1-3 sćti. 

Áfram verđa konur í forystusveit í Mosfellsbć

Í Mosfellsbć myndađist náttúrulegur fléttulisti. Í átta efstu sćtunum eru fjórar konur og fjórir karlar. Í fyrstu 5 sćtunum eru ţrjár konur og tveir karlar. Ţađ er ekkert nýtt í Mosfellsbćnum og á ţeim tíma sem ég hef starfađ fyrir Mosfellsbć hafa oftar en ekki veriđ fleiri konur í bćjarstjórn. Áriđ 1954 var Helga Magnúsdóttir á Blikastöđum var fyrst kosin í sveitarstjórn og síđan endurkjörin 1958. Hún var oddviti og framkvćmdastjóri sveitarfélagsins. Ađrar konur hafa einnig veriđ í forystusveit . Má nefna Salóme Ţorkelsdóttur, fyrrverandi forseti alţingis sem var í sveitarstjórn og einnig Helgum Richter sem starfađi í 16 ár fyrir sveitarfélagiđ, ef ég man rétt. Ekki má heldur gleyma henni Ragnheiđi Ríkharđsdóttur fyrrverandi oddvita okkar sjálfstćđismanna sem kjörin var 2002 og var bćjarstjóri til 2007, ţegar hún var kjörin ţingmađur og Haraldur tók viđ. 

Kostnađur viđ prófkjör

Hvađ varđar kostnađ í prófkjörinu ţá reyndi ég ađ halda honum í lágmarki og fékk enga styrki. Ég var međ kosningaskrifstofu viđ stofuborđiđ í Rituhöfđanum. Ég gaf út einn bćkling sem vinir mínir dreifđu í svokallađri vinagöngu Herdísar. Ég gerđi bókamerki og setti eina auglýsingu í Mosfelling. Ég vann allt efniđ sjálf, var minn eigin kosningastjóri, međ góđum stuđningi vina minna. Kostnađur sýnist mér vera rétt rúmar tvö hundruđ ţúsund krónur, en ţađ kemur betur í ljós á nćstu dögum. Ég mun birta uppgjöriđ.

Prófkjörstrix

Kosningabaráttan var snörp og verđ ég ađ viđurkenna ađ ég er fegin ađ hún er yfirstađin. Ţađ á einfaldlega ekki viđ mig ađ slást viđ félaga mína. Ég tel mig hafa háđ heiđarlega kosningabaráttu og hvatti kjósendur til ađ hugsa um hag listans. Í mínum huga er fráleitt ađ hugsa til ţess ađ "trixiđ" til ađ koma sér áfram í prófkjörum almennt sé ađ hvetja stuđningsfólk til ađ merkja ekki viđ ţá einstaklinga sem veriđ er ađ keppa viđ um sćti, hvort sem ţeir eru frambćrilegir eđa ekki. Ég ćtla ekki ađ spá í hvort slíkt hafi veriđ gert hér, en er afar ţakklát ţeim 605 Mosfellingum sem kusu mig. Ég ţakka ţeim fyrir ađ velja mig í forystusveit og treysta mér fyrir stjórn Mosfellsbćjar á nćstu árum. Líkt og ég hef oft sagt ađ undanförnu ţá mun ég áfram leggja áherslu á heiđarleika, góđan rekstur og skilvirka stjórnsýslu. Mér er umhugađ um ađ efla Mosfellsbć og tryggja ađ uppbygging samfélagsins verđi í góđri sátt viđ íbúa og umhverfi. 

Takk enn og aftur kćru Mosfellingar. 


mbl.is Okkur eru allir vegir fćrir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband