íbúafundur um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2011

Hafin er vinna við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011 í Mosfellsbæ og líkt og í flestum sveitarfélögum í landinu verður þetta erfiður róður. 

Í fyrra óskuðum við eftir tillögum frá íbúum á heimasíðu okkar og voru starfsmenn einnig hvattir til að koma með sparnaðartillögur. Á heimasíðu bæjarins mos.is er hægt að senda inn hugmyndir um hagræðingu fyrir fjárhagsárið 2011. Hér er hægt að senda inn tillögu.

í ár ætlum við einnig að boða til íbúafundar um fjárhagsáætlunina. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði þriðjudagskvöldið 26. október kl. 20-21.30 og vona ég að sem flestir mæti. Markmið fundarins er að fá umræðu meðal íbúa um leiðir til hagræðingar í rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári og hugmyndir sem nýst geta við fjárhagsáætlunargerðina.

Framundan er krefjandi verkefni sem bæjaryfirvöld óska eftir samvinnu við bæjarbúa um. Ljóst er að í því umhverfi sem við búum nú í þarf að hagræða enn frekar í rekstri sveitarfélagsins. Við óskum eftir að heyra raddir íbúa um hvar þeim finnist að megi hagræða og hvar ekki.
Að fundinum loknum verða niðurstöður umræðuhópanna dregnar saman og birtar á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is

Fyrirkomulag fundarins verður með þeim hætti að í upphafi verður hálftíma kynning á starfsemi Mosfellsbæjar, verkefnum sveitarfélagsins og forsendum fjárhagsáætlunarinnar. Þá verða spurningar úr sal og loks verður fundarmönnum skipt í hópa þar sem lagðar verða fram tvær spurningar: Hvar má spara og hvar má ekki spara?

Nánar um íbúafundinn.

Hér má nálgast ársreikninga, fjárhagsáætlanir og þriggja ára áætlanir sem fólk getur kynnt sér fyrir fundinn.

Ég hvet íbúa Mosfellsbæjar til að fjölmenna á íbúafundinn og þá sem ekki komast til að senda inn tillögur og taka þátt í þessu krefjandi verkefni með okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband