Kizuna International Seminar Iwate University Japan

Þegar ég fékk póstinn frá Alþjóðaskrifstofu háskóla Íslands um námskeið um náttúruhamfarirnar í Japan sem urðu 11. mars í fyrra var ég staðráðin í því að sækja um. Námskeiðið var haldið á vegum Iwate háskóla í Japan sem er í samstarfi við HÍ og greitt af japanska ríkinu. Ég var svo lánsöm að vera valin úr hópi umsækenda sem sérlegur doktorsnemi við HÍ og áður en ég vissi var ég komin í flug, fyrst til Kaupmannahafnar, en þaðan í beinu flugi til Tokyo í Japan.

DSC03432

Þetta var mitt fyrsta skipti í Japan og voru allir skynjarar því á fullu að nema menningu og líf frá fyrstu mínútu. Það var búið að grínast með það að ég ætti nú loksins eftir að vera í hærra lagi (sem er ekki daglegt brauð þegar maður er rúmlega 160), ég yrði að syngja Karókí í morgunmatnum og svo væri sushi í öll mál. En það var alls ekki svo. Ég var enginn risi, bara svona meðal og dökka hárið grásprengda varð til að ég féll bara nokkuð vel inn í hópinn. Ég fékk aldrei tækifæri til að syngja í karoke og fékk ekki einn einasta sushi bita eins og við borðum yfirleitt hér, en fullt af hárum fiski, grænmeti og hrísgrjónum og dásamlega góðum mat. Ég fékk meira að segja íslenskan karfa og japanska geit.

Það sem ég tók fyrst eftir var hreinlætið og hvað allir voru kurteisir og tillitssamir, svo ekki sé minnst á hvað maturinn var fallega fram reiddur. Hvar sem ég kem er maturinn eitt af AÐAL og verð ég að segja að óætt er að mæla með japönskum mat. Fannst mér allt gott nema Gjosa, sem eru kæstar baunir sem voru aðeins og slímugar fyrir minn smekk, en stútfullar af próteinum og hollustu og var greinilegt að þeim fannst þetta gott.

IMG_0595

Ég beið á flugvellinum í Tokyo eftir þátttakendum 1 frá Tælandi og 2 Kóreu og ferðuðumst við saman í lest upp til Morioka, sem er höfuðborg Iwate héraðsins. Kínvesku þátttakendurnir 6 voru þegar komin. Þegar til Maroka var komið tók hluti japönsku nemendanna á móti okkur og fórum við út að borða áður en lagst var til hvílu. Voru þá 28 tímar liðnir frá því að ég lagði í hann frá Íslandi.

Þegar ég lagðist á koddann var ekki laust við að erfitt væri að sofna vegna hugsana um námskeiðsdagana sem biðu.

IMG_0845

Næstu daga verða sagðar fréttir frá ferðinni á hamfarasvæðin studdar með myndum.

DSC02772 

Inniskór á flestum stöðum þar sem maður kom og hreinlæti mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband