2014 annáll Rituhöfðafjölskyldunnar á fjögur í Mosfellsbæ

Árið 2014 hefur verið viðburðarríkt og skiptust á skin og skúrir í lífi fjölskyldunnar líkt og undanfarin ár, en flest þó gleðilegt. Þetta árið var annállinn ritaður í Rituhöfðanum, á leiðinni á Siglufjörð þar sem við urðum næstum veðurteppt vegna þess að búið var að loka Siglufjarðarvegi, á Siglufirði þar sem við fjölskyldan nutum jólahátíðarinnar, á Suðurleið í glærahálku og roki sem tók á og var gott að dreifa huganum við annálsritun og aftur í Mosfellsbænum. Líkt og undanfarin ár bjarga myndatökur og póstar á Facebook annálsritaranum því sárafáar færslur voru á Moggablogginu.

fjolskyldumynd_2014_IMG_0403

Þeirra ber að minnast

Ingibjörg ömmusystir lést á nýársnótt og hafa þau systkinin þá öll kvatt þetta jarðlíf. Hennar verður sárt saknað, en góðar minningar um selkjöt, súkkulaði og einstaklega góðan húmor vekja bros. Seinna í sama mánuði lést elsku Lilja okkar, móðursystir Ella og er ekki hægt að segja hvað við söknum hennar og mest þó dillandi hláturs og yndislegu einstöku Liljuknúsanna. Já svona er víst blessað lífið. Við verðum að ylja okkur við minningar um þá sem farnir eru og muna að lifa lífinu lifandi.

Rapport af Rituhöfðafjölskyldunni

Hér verða sagðar örfréttir af því helsta sem á Rituhöfðafjölskylduna dreif á árinu, frá hinum elsta í hina yngstu.

ellispol_sumarsiglo2014Elli og Efla eru enn eitt. Ekkert var um Noregsverkefni, en var hann mest í verkefnum fyrir Reykjavíkurborg, Norðurál og ver nú löngum stundum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann er byggingarstjóri yfir breytingum í brottfararsal.

Karlinn er búinn að vera spólandi á hjólinu á árinu og líkt og Rituhöfðafrúin hefur tjáð sig um opinberlega púllar hann spandexið vel. Fékk hann þennan líka ofurpabba hjólagalla frá krökkunum í jólagjöf sem verður örugglega nýttur í spinning á nýja árinu. Elli og hjólafrúin fóru með UMFUS í hjólaferð á Austfirðina og tók hluti hópsins m.a. þátt í Tour de ormurinn. Elli stóð sig vel, varð fimmti, en nafni hans Elli Níelsar gjörsamlega grillaði keppnina. Algjörlega frábær ferð með góðum UMFUS félögum og frúm. Verst þótti frú Herdísi að missa af tungldansi Ella í kennarabústaðnum á Einarsstöðum. Starfsmenn Eflu fóru líka í fjallahjólaferð, Kjalveg, Kerlingarfjöll og inn í Setur og inn í Búðarhálslón. Ferð sem tókst með eindæmum vel. Merkilegt nokk, karlinn slasaði sig ekkert á hjólinu þetta árið og krossum við fingur til að svo verði einnig á því næsta.

Baggalútur syngur um rjúpur og létum við það duga að spila það lag á aðfangadag þetta árið. Ekki það að Ellinn hafi ekki reynt. Fyrst á Melum og síðar í Svínadalnum fyrir Norðan og uppskar heilar tvær rjúpur. En þær voru samt vel skotnar og verða borðaðar af hjónunum í kyrrþey. Var þetta í fyrsta sinn sem Rituhöfðafrúin borðaði annað en rjúpur á aðfangadegi, en er ekki hægt að segja að krakkarnir hafi verið svekkt yfir nýbreytninni. Nutum við Rituhöfðafjölskyldan (og hefur Hjörtur bæst við) kvöldsins með ömmu á Sigló, Kristínu systur og Nonna Björgvins og Pétri syni hans og Josefine tengdadóttur sem komu hingað frá Svíþjóð til að eiga íslensk jól og hitta fjölskylduna.  

1656024_10204575397958734_6143192969829780059_nÁrið hjá Rituhöfðamömmunni hófst með þriggja vikna kennslu í hamfarastjórnun á strandsvæðum á Ísafirði. Átti veran á Vestfjörðum vel við frúnna sem auk kennslu hélt fyrirlestur í Vísindaportinu, fór í einkaþorraveislu hjá Áslaugu og Magnúsi í Faktorshúsinu, jóga með Diddu vinkonu, skautaði á klakabunkum á götum bæjarins og margt margt fleira. Það munaði bara hálfum að landhelgisgæsluþyrlan yrði tekin Suður á Þorrablót Aftureldingar (sem hefði verið frekar svalt) eftir æfingu með björgunarbátnum, en lét spennufíknin í minni pokann í þetta sinn. Spurning hvort ellikerling er farin að hrjá þá gömlu ...

Spennandi og fjölbreytt verkefni hjá VSÓ Ráðgjöf líkt og fyrri ár á sviði hamfaramála, öryggis- og gæðastjórnunar. Jafnframt mörg spennandi innlend og erlend rannsóknarverkefni. Lauk m.a. Umferð á hættu- og neyðartímum, þriggja ára verkefni sem unnið hefur verið með þeim sem bera ábyrgð á þessum málum á höfuðborgarsvæði og Suðurnesjum. Ráðgjafinn er að vinna að alþjóðlegri hamfarasérfræðivottun. Hófst það ferli með prófi í Malmö í Svíþjóð, þar sem prinsippið var að taka það í Evrópu og mættu því tveir fulltrúar frá Alþjóðasamtökum hamfarasérfræðinga til að kynna samtökin á ráðstefnunni sem prófið var haldið í tengsl við og til að sitja yfir einum Íslendingi í prófi. Spurning hvort þá félaga hafi ekki bara langað til Evrópu ;).

Samningur við Iwate háskóla í Japan var endurnýjaður á árinu og líkt og fyrri ár var haldið námskeið um endurnýjanlega orku og sjálfbærni fyrir japanska háskólanema hér heima. Tókst það einstaklega vel og greinilega komin reynsla eftir þrjú ár og voru kennslustofurnar m.a. Hellisheiðavirkjun, Hveragerði, Búrfellsvirkjun, tómataræktun á Friðheimum, Reykjanesvirkjun, Svartsengi og Bláa lónið svo eitthvað sé nefnt. Tók Gunnuhver á Reykjanesi meira að segja kipp daginn sem við vorum á Suðurnesjum og nýttum við tækifærið og bárum leirgubbarann augum áður en við skelltum okkur í Bláa lónið.

Á árinu voru stigin mörg dýrmæt skref í átt að hamfaradoktorsnafnbótinni (komin með greini). Til að láta komast nær lúkningu var farið til Ameríku þar sem ritgerðin var númer eitt tvö og sjö, sem gerð var krafa um hjá þeim sem best þekkja hvernig það er að vinna að slíkum málum í fullri vinnu. 2 dýrmætir mánuðir í Seattle. Takmarkið er 8. desember 2015 sem gengur vonandi eftir, en enn og aftur, hver er að telja? Rigndi mikið þennan tíma en var sú rigning vel þegin, enda átti neminn að sitja við skriftir. Seattledvölin gaf einnig af sér dýrmætar stundir með Jóhannslegg af fjölskyldunni, endurfundi með Ocean Bounty vinkonum. Einn kaldan vetrarmorgun í Seattle var líka farin myndaganga þar sem teknar voru myndir fyrir ljósmyndasamkeppni VSÓ Ráðgjafar og tók Elli á móti þriðju verðlaunum á jólahlaðborði VSÓ í fjarveru frúarinnar. 

Heilsudvöl í Hveragerði í mars veitti dýrmætt start í heilsubót og loksins fór heilsan að batna og má segja að í lok árs megi segja að eftirhretur heilahimnubólgu séu horfnar að mestu. Voru teknar sérlega góðar hreyfingarlotur í doktorsritgerðarmaraþoninu í Seattle sem Lexus naut góðs af.  Enn er stefnan sett á bezta form um fimmtugt og er ljósara en í fyrra að virkja verður Sigrúnu grönnu í það þrekvirki. Já og svo að hreyfa sig :)

DSC02114Frumburðurinn Ásdís Magnea er nú orðin tuttugu og tveggja ára og er jafn ljúf og falleg og fyrri ár. „Geggjað góð systir“ sagði Sædís Erla úr aftursætinu þegar mamman talaði um lýsingu á stóru systur og kom það algjörlega frá dýpstu hjartans rótum.

Stórfréttir þessa árs eru að stelpan fór að búa. 4. mars var sambandið opinberað á Facebook og um haustið fóru þau að búa. Hjörtur heitir hann Halldórsson nýja frábæra viðbótin í fjölskyldunni okkar, yndislegur algjörlega inn að beini. Búa þau á Bifröst og er þetta fyrsta heila árið sem hún hefur verið að heiman frá fæðingu. Koma þau oft í heimsókn í Rituhöfðann og því lifum við þetta af og hefur Sædís Erla líka ferðast með Strætó í Borgarfjörðinn í heimsókn.

Þau Ásdís og Hjörtur eru bæði í skóla. Ásdís að klára stúdentinn í dreifnámi við Framhaldsskólann á Snæfellsnesi og Hjörtur í viðskiptalögfræði á Bifröst. Ásdís vinnur einnig á leikskólanum Hraunborg og lætur heldur betur gott af sér leiða þar. Heyrðum við eina dásamlega sögu af einum af litlu mönnunum sem var á deildinni hennar. En hann var í heita pottinum með pabba sínum og kallaði á Ásdísi og kynnti pabba sínum hátt og snjallt. Pabbi þetta var Ásdís MÍN!!  Verður hún líka einn sólskynsbros þegar hún ræðir vinnuna svo ég veit að þetta er gagnkvæmt. Frægt varð þegar hún sló í gegn og bakaði Angri bird afmælisköku fyrir einn af litlu gormunum.

Steinunn Halla vinkona Ásdísar Magneu hefur áður komist í annál Rituhöfðaliðsins og gerir svo aftur þegar hún komst í fréttir vegna hróss frá Bretaprinsi, sem er meira en Ásdís sjálf sem hitti prinsinn unga á heimsmóti skáta í London um árið. Við verðum bara að trúa henni þar sem ekki er til nein mynd af því svo vitað sé (já OK ég veit, það voru líka vitni að því ;) ).

Ásdís er alls ekki hætt syngja og vann m.a. Bifróvísjón 2014. Er hún nú búin að eignast upptökugræjur, farin að læra á Ukulela svo það verður klárlega framhald á þessari sögu.

10153952_769432913090266_8832032233116829471_nSturla Sær Erlendsson Fjelsted náði síðasta tjáninu á árinu og getur ekki beðið eftir næsta afmælisdegi sem óðum styttist í, en þá verður hann sjálfbær í fullorðinsbúðinni. Búðinni sem selur nær eingöngu vökva sem mældur er í prósentum.

Þetta skrifaði Ásdís stóra í tilefni afmælisins

"Æjji elsku besti vinur minn og bróðir!!! Til hamingju með daginn þinn litli skítur  Þú ert svo mikið gull af manni og vona ég svo innilega að fólkið heima hafi dekrað rækilega við þig!! þessi mikli maður á 19 ára afmæli í dag og því ber að fagna!!!! LOV JÚ LONG TÆM Sturla Sær Fjeldsted"    

Sturla er á síðasta árinu í MS og tekur hvert stúdentsprófið á fætur öðru og stendur sig með sóma eins og fyrri ár. Hann fór í útskriftarferð til Bene, eins og krakkarnir kalla það og skemmtu allir útskriftarárgangarnir úr þeim fjórum framhaldsskólum sem voru á svæðinu sér fyrir allan peninginn....  Frægt varð þegar þau fluttu meira að segja með sér skemmtikrafta frá Íslandi, sem var svona pínku ponsu back to 2007.

Stulli hefur unnið í Fiskbúðinni Mos allt árið líkt og fyrri ár og er fyrir löngu orðið eitt af andlitum búðarinnar. Sturla Sær ákvað að taka þátt í bæjarmálunum og bauð hann sig fram til bæjarstjórnar. Tók hjarta mömmunnar smá stopp þegar hann sendi mömmu sinni sem var nýhætt í bæjarstjórn sms úr skólanum „Mig langar soldid ad bjoda mig fram“

Fyrst tók hann þátt í prófkjöri þar sem hann fékk 10 sæti sem var heldur betur flott og er nú varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Hann bauð sig líka fram í listafélagi í MS þar sem hann fer með formennsku og nýtur félagsmálanna í botn líkt og fyrri ár.

Saumaskapurinn sem sagt var frá í annálnum í fyrra vatt heldur betur upp á sig og stofnuðu þeir saumafélagar Arnar og Sturla fyrirtækið Reykjavík x Roses með Konna vini sínum. Byrjaði þetta sem þátttaka verkefni nokkurra framhaldsskóla Sparkið – Fyrirtækjasmiðjan 2014 og fengu þessir ungi frumkvöðlar sérstök verðlaun fyrir góðan árangur. Nýttist verkfall framhaldsskólakennara þeim betur en flestum líkt og fram kom í  Deginum. Birtust fjölmörg skemmtileg viðtöl við þá félaga s.s. í Nýju lífi, Monitor og tískuhluta Fréttablaðsins. Verður gaman að fylgjast með þessum ungu og hugmyndaríku strákum næstu áratugina. Ásdís systir hans kann að hrósa. Þetta skrifaði hún 30. mars.

Ég held að það sé ekki hægt að vera stoltari en ég er af honum mjög svo hæfileikaríka bróður mínum. Hann Sturla Sær Fjeldsted og félagar hans eru algjörir snillingar og eiga sko framtíðina fyrir sér í þessum bransa með Reykjavík x Roses !!!!!

Hver veit nema útskriftarupphlutur Rituhöfðamömmunnar verði merkt með Reykjavík Roses...

utskrift5bekkur_Stóra litla stelpan okkar hún Sædís Erla Erlendsdóttir varð ellefu ára í október og náði þeim merka áfanga fyrir þann tíma að verða hærri en mamman. Það er einu ári fyrr en eldri systkini hennar, svo ekki verður hún í stubbadeildinni þessi elska.  Þennan status skrifaði mamman 7. ágúst

Vissi það!!! Hef alltaf sagt að Sædís Erla yrði búin að ná mér í hæð 10 ára og yrði þar að leiðandi á undan þeim Ásdís Magnea Erlendsdóttir Fjeldsted og Sturla Sær Fjeldsted sem náðu mömmu litlu 11 ára. Þetta var staðfest við vegabréfsumsóknina áðan .. og ég sem hélt að ég myndi eignast lítil kríli, svona 12 merkur og 50 cm. Nei nei litla rétt rúmlega 160 cm konan eignaðist fyrst 14 merkur og 54 cm, svo 16 og 57 og svo örverpið sem var 18 merkur og 59 cm, kannski eins gott að við eignuðumst ekki fleiri!

Eins og systkini hennar stendur hún sig vel í skólanum og er alltaf jafn ánægð með hana Leu sína og samnemendur. Hún bauð sig fram í bekkjarráð í vetur og situr þar sem varamaður. Ja það skyldi þá aldrei verða!!

Vinamörg er Sædís Erla og er hún mikill skáti og tók þátt í Landsmóti skáta sem haldið var á Akureyri á árinu. Sædís stundar líka frjálsar og hefur hún keppt og unnið til fjölmargra verðlauna á árinu. Spjótkast er skemmtilegast að hennar mati en hún er líka þindarlaus eins og pabbi hennar og getur heldur betur sprett úr spori.

Líkt og fram kom í ummælum Sædísar Erlu í pistli Stóru systurinnar þá er ljóst að maður uppsker sem maður sáir. Þetta skrifaði Ásdís Magnea á síðu mömmunnar þegar Sædís Erla varð 11 ára, þar sem hún er ekki með aldur í Facebook síðu.

"Þetta ,,litla" ljós er 11 ára í dag!! Það sem ég elska þessa yndislegu systur mína mikið!!! Til hamingju með daginn þinn Sædís Erla mín og ég vona svo innilega að fjölskyldan hafi verið extra góð við þig í dag!!  svo fæ ég að knúsa þig á morgun   
- Looovjúúú, kveðja uppáhalds systir þín  (Mamma Herdís ég vona að þú getir komið þessu til skila fyrir mig  með fyrirfram þökkum  ) —  feeling blessed."

Sædís Erla fór líka í söngskóla Maríu Bjarkar og þótti ekki súrt þegar kennarinn hennar var Stefanía Svavars, gamla bekkjarsystir og vinkona Ásdísar Magneu. Hún Sædís er örugglega ekki búin að syngja sitt síðasta.

Er það að frétta af bræðrunum þrettán að í desember náðust sögulegir samningar um fyrsta og síðasta sveininn. Kom í ljós að ungfrúin góða í R4 hafði vitað af útseldri vinnu bræðranna í það minnsta í tvö ár, en fyrst foreldrarnir sinntu verkefni sínu svo vel var svo sem engin sérstök ástæða til að breyta þessum ágætu næturheimsóknum. 

10841741_10205642566013239_1191951348796618232_oBónusbarnið okkar hún Sirrý býr með Óla sínum á Laugarvegi 18 og eignuðust þau frumburðinn, litla fullkomna hnátu sem hlaut fallega nafnið Hanna Marey. Deilum við bónus amma og afinn titlinum með þeim Steinu og Halldóri og Helgu og Kára. Hanna Marey er dásamlegt skott og sýnist okkur hún ætla að ná að stjórna með stæl lífinu heima og í grennd, sem er algjörlega eins og það á að vera.  Sirrý dreif sig í sálfræði í háskólanum á haustmánuðum og kom sjálfri sér á óvart með góðum árangri og hefur Óli Natan mestar áhyggjur af því að hún muni líta sér næst í heimaverkefnum næstu anna.

Skvísý okkar er alltaf jafn yndisleg og glöð og hagar sér enn eins og hvolpur. Leikur sér daginn út og inn. Hún skvis_paeja2014endar þó árið með lúður til að varna því að hún klóri sig til blóðs á bakinu og krossum við fingur að ekki sé komin af stað ofnæmi hjá Skvísinni eins og gerðist hjá Lucy okkar sálugu.

Örfréttir af stórfjölskyldunni

Amma á Sigló unir sér vel á Laugarveginum ásamt Lady og var gestkvæmt á L15 eins og fyrri ár. Amma á Sigló byrjaði árið í Seattle hjá Jóhanni og fjölskyldu og hélt sambandi við okkur fjölskylduna og umheiminn á Facebook og Skypinu. 

10885029_10204735355957584_4434048223018754318_nÍ lok árs urðu tímamót hjá þeim mömmu, Sissu, Siggu og Lóu í Gallerí Sigló. Þær hættu rekstri gallerísins í Lionshúsinu eftir fjölmörg góð ár við handgerð fallegra postulíns- og glerlistaverka sem prýða mörg heimili og ekki síst jólaborð. Þegar stelpurnar byrjuðu reksturinn fyrir 12 árum síðan gaf ég þeim Sherry flösku að gjöf og glös sem keypt voru á rýmingarsölu hjá Hauki bólstrara. Kom í ljós við lokun Gallerísins að þær drukku aldrei flöskuna og því síður hina sem þær fengu að gjöf við lokun. Notuðum við áfengið óspart í sósur á jólunum og skáluðu við mæðgur svo í glösunum góðu að hádeginu brottfaradags 28. desember. Staðfestist þá að Sherry verður bara betra með árunum.

kristin og Nonni2014Kristín býr í Hafnartúninu á Siglufirði og tekur myndir sem enginn sé morgundagurinn og vinnur á Hótel Siglunesi, sem verður sífellt vinsælla hjá ferðamönnum sem sækja Siglufjörð heim. Það hefur verið meiri Nonna+Kristínartími þetta árið og hafa þau skötuhjú heimsótt Svíþjóð og Siglufjörð á víxl og varði Nonni í fyrsta sinn í áratugi á jólunum heima á Siglufirði. Skrifuðu þau fjölmarga pistla á SKSigló eins og þessa ágætu sunnudagshugvekju um karlmennsku sem vakti þónokkuð umtal. Áttu þau mörg falleg myndaskot á árinu og tóku þau bæði þátt í myndlistasýningu í Bláa húsinu.

Þórður Matthías á og rekur Doddagrill í Garðinum og gerir það gott með Siggu sinni og Halla litla sem byrjaður er í skóla og farinn er að lesa.  

Sigurjón Veigar stundar sjóinn af kappi og búa þau Halla og strákarnir ásamt hundunum í Lautinni í Grindavík. Eru strákarnir Kristján Gabríel, Engill Þór og Toggi hressir og kátir strákar og má segja að litla viðbótin Óskar Máni sem varð eins árs í lok árs búinn að bjarga geðheilsu frænku sinnar og örugglega margra annarra með snapptjöttum frá Höllu. Er Togginn líka að verða liðtækur í símatjöttum þegar hann kemst í símann hennar mömmu sinnar. Sérlega kátínu vöktu myndbrotin þegar Halla söng fyrir Mánann, sem horfði á mömmu sína og grét fögrum tárum.  

Siggi Freyr er enn í flugvirkjanámi í Grikklandi og stefnir að því að klára námið árið 2015 og hefur verið gaman að fylgjast með og spjalla við námsmanninn einbeitta á Skype. Hinn helmingur tvíburanna Raggi Freyr býr í Grindavík ásamt fótboltahetjunni Golíati. Stundaði hann sjóinn, en endaði árið á hækjum þar sem búið er að gera við gömul bílslysameiðsl.

10294486_10203013576914184_4866798473362221263_nAmma Binna heldur áfram að framleiða prjón- og hekl- listaverk og fengu margir að njóta. Amma eldar enn á Hlein og vinnur með í Fiskbúðinni í Mosfellsbæ. Hún sá um heimsins besta kosningakaffið með Svölu á kosningadaginn í vor. Fór hún nokkrar ferðir innanlands þetta árið og varði hún svo hvítasunnunni í Stavanger í Noregi þar sem hún snéri körlunum í ræl á tál og hæl. Þess ber að geta að hún stundar nú jarðaberjarækt á svölunum með góðum árangri og er spurning hvor við förum ekki bara að gefa henni perutrén úr garðinum okkar.

Af Sigga og Ingu Rósu er það að frétta að karlinn vinnur í Nóatúni og Inga Rósa kokkar enn í skólanum. Einar Kristján hefur heldur betur vaxið og er kominn í stærð 140 Birna María fermdist á árinu og býr í sveitinni í vetur.

Afi Sturla og amma Stína eru hætt búðarrekstri á Rifi og hafa fyrir vikið aukinn tíma til að verja í húsinu sínu á Spáni. Nutu þau sólarinnar á Spáni um jólin og grilluðu skötu... nei, en næstum satt því skatan var soðin á grillinu :). Var alltaf jafn gaman þegar afi Sturla kom til okkar, svo maður tali nú ekki um þegar hann gisti.

10429229_10204572837254718_337828155134572764_nJóhann og Shirley hafa það fínt í Seattle og kom Jóhann nokkrum sinnum til landsins á árinu. Fór Rituhöfða mamman til Ameríku og bjó hjá þeim í tvo mánuði í lok árs og sat við doktorsritgerðarskriftir og rannsóknarstörf. Jóhann Pétur er búinn að taka inntökupróf í læknisfræði og getur valið úr skólum og Kristínar er komin inn í tannlæknanám í Detroid. Sarah og Cory una sér vel með Emmu og Finley litlu sem varð eins árs á árinu.

Fyrir ykkur sem eruð að hugsa um að fara til Seattle og vantar gistingu þá leigja Jóhann og Shirley íbúðir. Frábær staðsetning í miðborg Seattle og glæsilegar íbúðir með öllu. Hér er hægt að sjá og leigja íbúð 1 og hér íbúð 2

Hér eru nokkrir annálsmolar til viðbótar.

Fleiri græn skref í R4

nissan_leaf_5.jan2014Rituhöfðafjölskyldan eignaðist Nissan Leaf á árinu. Frábær rafmagnsbíll og varð heldur betur breyting á eldsneytiskaupum í heimilisbókhaldinu þar sem bensínhákurinn stóð annað hvort á bílasölu eða í hlaðinu við R4 mest allt árið. Þó var gott að nýta jeppann í ferðalög þar sem hleðslustöðvar eru ekki enn nægilega dreifðar um landið, en við sjáum hvort eitthvað breytist í bílaflota Rituhöfðaliðsins á árinu 2015.   

Þess ber einnig að geta að flokkunin var áfram tekin föstum tökum á R4!!

Elli nýtti einnig hjólöflin til vinnu megnið af árinu, en varð að slaka á því þegar hann fór að vinna á Keflavíkurflugvelli. Kannski karlinn sé farinn að „gamlast“ nei smá grín. Í byrjun september var mikil umferð á götum borgarinnar og kom það sé vel að vera á reiðhjóli líkt og þessi færsla frúarinnar sýnir.

10603266_10203944976038580_2924029430737800717_n

"Var stopp í morgunumferðinni à leið til vinnu þegar Elli minn tók tvívegis fram úr mér á hjólinu. In the traffic this morning my husband passed me on his bike. ...Twice!"

Sumarið var svo blautt

Sumarið var bæði kalt og rennandi BLAUTT á SV horninu, en gott á Siglufirði og besta sumar í sögunni í Seattle. Það bjargaði árinu að við náðum nokkrum yfir 20 stiga hita dögum á Norðurlandinu. Sorglega lítil jarðaberjauppskera í Rituhöfðanum (2 heil jarðaber komin 31. júlí) og perutré hjónanna blómstruðu ekki einu sinni, eða ef það gerist þá misstum við af því. En það var ekki bara rigning því á árinu gekk yfir heiminn hin svokallaða MND klakavatnsáskorun (icebucket challange) og tók Rituhöfðaliðið þeirri áskorun með stæl. Reið mamman á vaðið eftir áskorun frá Seattle og skellti yfir sig klakafötu á pallinu án þess að blána, enda kerlingin að Norðan ....

Heima er best í hófi

Farnar voru þrjár hamfararáðstefnuferðir á árinu, sú fyrsta til Malmö í Svíþjóð, ein til Brussel og sú þriðja í Salford á Englandi. Elli fór einnig í viðtal út af verkefni til Noregs á árinu og frúin svo í 2 mánuði til Seattle í lok ársins.

Árshátíðir verkfræðistofustarfsmannanna tveggja voru tvær líkt og fyrri ár og báðar haldnar á landinu. Í byrjun maí var lagt í hann í árshátíðarferð til Víkur í Mýrdal með góðum félögum frá VSÓ Ráðgjöf. Ferðaþrautir gerðu leiðina á Vík sérlega skemmtilega og voru m.a. pólitíkusar leitaðir uppi, stunduðu kappsamir VSÓ-ingar túristalyftingar með stæl. Sú ferð var skemmtileg með frábærum félögum, en varð hún styttri en til stóð þar sem andlát varð í makahópnum. Efluárshátíðin var haldin í október. Það besta við hana var að hún var haldin í Hlégarði þetta árið og það versta að hún var einmitt haldin kvöldið sem Rituhöfðafrúin var í háloftunum á leið sinni til Seattle. En allir sem náðu að mæta skemmtu sér hið besta í gamla félagsheimili okkar Mosfellinga og tókst fyrirpartýið í Rituhöfða 4 vel að frúnni fjarstaddri.

vso2014_ber_herdis Myndin sem hlau 3ju verðlaun.

Meira af vinum og vandamönnum

Ætt- og vinarækni fjölskyldunnar var í meðallagi þetta árið, en fundust nokkrar nýjar frænkur og frændur sem alltaf er gaman. Í Siglufjarðarmessu hitti Rituhöfðamamman nokkrar frænkur frá Reykjum í Hrútafirði, sem var sérlega gaman og rákumst við Kristín systir líka á eina frænku í Bakaríinu í Mosfellsbæ.  

Í kennsluúthaldi á Ísafirði var gaman að hitta á þau Diddu og Kalla. Kaffihúsaspjall, yoga og kleinuveisla fyrir brottför og munaði minnstu að við David misstum af vélinni heim fyrir vikið. Líka fjölmargar skemmtilegar stundir með Pálínum, FKA, SMK, Siglufjarðarsystrum, sjálfstæðissystrum, auðlindasystrum og og ...  

22. mars var haldið mini ættarmót Fjeldstedanna, sem var ákveðið þrekvirki og gleðilegt. Bylgja Rós og Ingvar eignuðust litla snúllu sem fékk nafnið Sara Björk. Skírnadagur Söru Bjarkar 7. september var yndislegur í alla staði. Aftur fóru Rituhöfðahjónin í stóðréttarstuð Bjarkar og Rúnars í Þverárrétt og var Þverárhelgin sérlega skemmtileg og ekki síst stuðið á réttaraballinu.

Við fjölskyldan náðum að heimsækja Rifsliðið á árinu þegar við keyrðum Sturlu Sæ í Stykkishólm, í bakskoðun til Siglfirðingsins Jósefs Blöndal.

Þegar farið var í hjólaferðina miklu á Austfirði hittust þeir frændur Elli og Lalli (Lárus Sigurður Aðalsteinsson) og kepptu saman í Tour de Ormurinn.

Þetta skrifaði LSA að því tilefni.

"Frændurnir saman í lok Tour De Ormurinn, held að við höfum ekki verið saman á mynd síðan hjá ömmu í Ferjuvoginum og þá báðir í 50 mílna peysunum."

10574218_715277348507629_7373537605532244200_n

Í þriðja sinn var haldið októberfest í Rituhöfðanum fyrir afmælisbörn októbermánaðar þau Sædís Erlu, Ella og Ásdís Magneu. Var boðið nú haldið í byrjun október þar sem mamman á bænum var að fara í námsferð til Ameríku um miðjan mánuðinn. Missti mamman af afmælum Sturlu, Ásdísar og Ella og fleiri merkisviðburðum á árinu, en passaði sig þó á því að koma aftur til landsins að morgni eigin afmælisdags í desember til að tryggja að enginn missti af því innocent.

Eins og alltaf mættu heimsóknir til vina og ættingja vissulega vera fleiri, en hver veit hvað nýtt ár ber í skauti sér. Í þessu sambandi má vissulega þakka fyrir að fá tækifæri til að fylgjast með fólkinu sínu á Facebook og spjall á Skype.

Brot um pólitík og Mosfellsbæ

Kosið var til sveitarstjórna á árinu sem var sögulegt þar sem einkasonurinn í R4 og mamman voru á framboðslista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Líkt og fram kom í yfirliti Sturlu er hann nú varabæjarfulltrúi og er hann varaformaður þróunar- og ferðamálanefndar. Mamman sem var í heiðurssætinu hefur nú meiri tíma til að sinna öðru en bæjarmálum þar sem hún situr ekki einu sinni í nefnd þetta kjörtímabilið og Elli er hættur skipulagsnefndinni.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar - umsókn Íslands í Evrópusambandið dregin til baka, skuldaniðurfelling í lok árs og sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra af sér eftir. Gerði hún það eftir mikið fjölmiðlafár vegna lekamáls tengt aðstoðarmanni hennar sem var sakfelldur. Klárlega fréttaefni, enda afar sjaldgæft í íslenskri pólitík. Var subbulegt hvernig margir mótmælendur höguðu sér og óttaðst hún á tímum um sig og sína. Eftir afsögnina hófst leit að eftirmanni og stigu flestir þingmenn Sjálfstæðiflokks fram. Áttum við helst von á því að Ragnheiður Ríkharðsdóttir yrði skipuð ráðherra í hennar stað og skoruðum við Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ á Bjarna Benediktosson formann Sjálfstæðisflokksins að svo yrði. Kom nokkuð á óvart þegar niðurstaðan varð að velja utanþingsráðherra, Ólöfu Norðdal fyrrverandi varaformann Sjálfstæðisflokksins og Alþingiskonu. Nýr ráðherra umhverfis- og auðlindamála var skipaður á gamlársdag, Sigrún Magnúsdóttir framsóknarkona, var það sögulegt þar sem hún er fyrrverandi ráðherrafrú Páls Péturssonar.

Verkföll og mótmæli voru áberandi á árinu og eru margir hugsi yfir ástæðu þess að við Íslendingar látum flest yfir okkur ganga. Þó hristi grein Valgeirs Skagfjörð um staðreyndir í lífi nágrannaþjóða upp í landanum, m.a. hvað varðar staðreyndir um óhagstæð vaxtakjör til húsnæðiskaupa. Að í öðrum löndum nái fólk virkilega að eigast húsnæði sitt á meðan við Íslendingar borgum áratugum saman án þess að það sjái högg á vatni. Meira að segja fyrir hrun.

Umdeilt var að um áramótin munu fjölmargir falla út af atvinnuleysisbótum og þurfa að leita til sveitarfélaga um framfærslu. Áfram heldur fólk að flytja til að ná endum saman, ýmist út á land eða af landi brott og munaði bara hálfum að Elli færi að vinna í Noregi á árinu. ...

En það ER gott að búa á Íslandi og náttúrulega best að búa í Mosfellsbæ.

Fjölgað hefur í Mosfellsbæ og er íbúafjöldi kominn í um 9300 manns. Ný slökkvistöð bættist við á árinu sem er mikið framfaraskref og mun bæta útkallstíma á svæðinu til muna. Afrekskonan Telma Rut okkar Frímannsdóttir karatesnillingur er okkar sómi ó ljómi (já OK Siggu og Frímanns líka). Stóð hún sig frábærlega á árinu. Algjörlega ósigrandi hér heima og tók hún líka þátt í fjölmörgum mótum með landsliðinu erlendis þar sem hún m.a. endaði í 10-11 sæti á heimsmeistaramóti, sem er frábær árangur. Af því mosfellska hljómsveitin Kaleo komst í annálinn í fyrra má bæta því við að þeir urðu Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar árið 2014.

rituhofdahjonin2014Rituhöfðinn Rokkar eins og fyrri ár, en þó var eitthvað daufara yfir liðinu en oft áður þetta árið. Gatan er vel jólaskreytt og eins var tekið á því í Túninu heima. Það var höfuðfataþema á götugrillinu í sumar og að vanda var grillað hjá þeim Gilla og Ástu á fimm. ... svo fengum við nýja nágranna á 10 og eru allir sammála um að þau lofi virkilega góðu wink

Árum saman höfum við í R4 fengið góðan bunka af jólakortum sem ætlaður er Ástu og Gilla á 5 (voru þau skráð á R4 í símaskrá að okkur minnir þegar við fyrst fluttum í götuna...)... Í ár, 14 árum eftir að við fluttum í götuna er uppskeran þó orðin hálf léleg, bara eitt aumt jólakort, sem þau fengu þó ekki afhent fyrr en á nýársnótt. Fengum við um leið þær fréttir af hjónunum á 5 að húsbóndinn hefði skellt sér á skeljarnar á miðnætti. Já já já það verður Rituhöfðabrúðkaup á nýjar árinu,  íha!!!

(Hér er ein klassísk) Ekki tókst að næla sér í umhverfisverðlaunin 2014, fallegasta gatan (secretið sko) sem stefnt hefur verið að í mörg ár, en vonandi gengur það betur næst.

DSC02341

Gleðilegt ár kæru vinir

Við Rituhöfðafjölskyldan á fjögur endum árið á því að styrkja Björgunarsveitirnar okkar. Fyrst á Strákaballi á Siglufirði og síðar með flugeldakaupum hjá Kyndli í Mosfellsbæ og vonum að þið gerið það sama því við vitum jú aldrei hvenær við þurfum á hjálp þeirra að halda. Verið líka dugleg að gefa smáfuglunum elskurnar.

Kærar þakkir fyrir einstaklega góðar samverustundir á liðnu ári og takk fyrir heimsóknir í Rituhöfða fjögur. Við þökkum jólakortin og biðjum ykkur sem þau sendu í ár að gefast ekki upp á okkur. Við erum alls ekki hætt að senda jólakort, við bara náðum því ekki í ár. 

Að lokum sendum við óskir um að hitta ykkur sem oftast, bæði hress og kát á hinu frábæra ári 2015.

Hér fyrir neðan eru nokkrar góðar myndir frá árinu 2014 og fyrir þau ykkar sem eruð á Facebook eru hér enn fleiri myndir.

1010207_10203565344080284_4186952771376537587_n

10150755_556779467776014_3873614932086576187_n

 

10329130_706364862817473_8562578889397766031_n (1)

10418986_10202987952353143_4728843038921003561_n

blaalonid2014_grannar

sturlaellisturla_17april2014

10430859_625152810938679_7153647020360959989_n

RR_65ara_juni2014

Seattle 2014 563

26juli_solarselfie_bakkabraedrakaffi_dalvik_n

bustadur_ingarosa2014

toggi_skidi2014

10698714_10203968998319122_1757571728239256713_n

885954_10204572703611377_4754300824235572918_o

10475665_10203769884421399_6238555904588300538_n

skutudalur2014

familyselfie_ferming_n

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband