Ökufanturinn frá Siglufirði

11-11-04

Það er ljóst að ekki er vanþörf á aukinni fræðslu og forvörnum sem fara fram á alþjóðlegu umferðaröryggisviku Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag. Tilgangurinn er að fá leiðtoga stærstu efnahagsvelda heims, G8 hópsins svonefnda, og aðildarlönd Sameinuðu þjóðanna til að marka sérstaka stefnu til að uppræta umferðarslys og ákveða hversu miklu fé skuli veitt í málaflokkinn.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, skilgreinir afleiðingar umferðaslysa sem eitt stærsta heilbrigðisvandamál heimsins. Á hverjum degi látast um 3.000 manns í umferðaslysum í heiminum, u.þ.b. 500 börn á hverjum degi sem þýðir að á 3 mínútna fresti deyr barn í umferðinni í heiminum. Er ætlunin að halda umferðarviku á þriggja ára fresti. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin. Hér á Íslandi var umferðaöryggisvikunni formlega ýtt úr vör í Forvarnarhúsi Sjóvá og var það Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem ræsti átákið.

Í Forvarnarhúsinu eru til sýnis ýmis tæki sem leiða fólk í allan sannleik um afleiðingar ölvunar- og hraðaksturs. Sturla og blaðamenn fengu að kynnast ýmsum þeim hættum sem fylgja ölvunar- og hraðakstri og kom t.d. í ljós á hraðavoginni að lendi samgönguráðherra í árekstri á 90 km hraða vegur hann um 13,6 tonn og farsími hans vegur um 13 kíló.

Einnig er hægt að prófa hermir sem sýnir hvernig fólk missir tökin þegar það drekkur áfengi. Sautján voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu og  um helgina, sem eru sautján of margir og vona ég að fólk fari nú að vitkast í þessum málum og taka leigubíl eða strætó. Það eru nokkuð áhrifaríkar auglýsingarnar þar fólk í opinberum störfum er að drekka léttvínsglas við störf og eru skilaboðin þau að ekki sé heldur í lagi að aka undir áhrifum áfengis.

Það er að verða allt of algengt að maður lesi um fjórtán, fimmtán ára krakka sem eru að keyra próflaus og ég tala nú ekki drukkin líka og ætla ég rétt að vona að ástæðan fyrir þessari aukingum sé öflugra eftirlit lögreglunnar, sem vissulega hefur verið áberandi undanfarið.

Þegar ég las niðurlag fréttarinnar datt mér hins vegar í hug saga af stóra bróður mínum sem gerðist þegar hann var í Vélskólanum fyrir rúmlega 20 árum síðan. Hann fór út að skemmta sér í miðborginni einu sinni sem oftar og skildi bílinn eftir á Skólavörðustígnum og ætlaði að ná í hann daginn eftir. En morguninn eftir þá vaknaði hann við símhringingu. Það var pabbi sem vildi fá að vita hvort hann hefði verið að skemmta sér því á forsíðu ónefnds dagblaðs var frétt um ökufant sem keyrði á fullt af bílum og endaði á grindverki eða inni í garði. Jú viti menn á baksíðunni var frétt og hálfsíðumynd. Þarna var Terselinn sjálfur í öllu sínu veldi, vel klesstur og á miðri myndinni var aðeins eitt upplýst bílnúmer, F-350 og mátti auðveldlega leggja saman 2+2 og fá út 5 og álykta sem svo að það hefði verið ökufanturinn frá Siglufirði sem hefði aðeins misst tök á akstrinum í stórborginni.


mbl.is 15 ára ölvaður ökumaður á stolnum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta

Vilborg Traustadóttir, 23.4.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta hefði varðað við persónuverndarlög í dag.  Að birta númerið.  Eða?

Vilborg Traustadóttir, 23.4.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

 ..er einmitt að fara í próf í stjórnsýslurétti, best að ég fari yfir lögin  m.t.t. F-350 og Jóa Spóa sem átti ekki rólega stund næstu daga

Er hrædd um að í dag hefði a.m.k. komið afsökun í næsta blaði ....

Herdís Sigurjónsdóttir, 23.4.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Andrea

Það þarf að setja upp það eftirlitskerfi sem verið er að setja á í Noregi á næstunni.

Ég hef heyrt að það eigi að fara að setja upp myndavélabox hér og þar á landinu, en þeir Norðmenn eru komnir tveim skrefum á undan. Fólk er fljótt að læra hvar boxin eru staðsett, og kerfið því gallað að því leiti að fólk hægir bara á sér rétt áður en að myndavélinni kemur.

Í Noregi eru þessar myndavélar út um allt, og nú er unnið að því að samtengja þær þannig að þær reikni út hvað þú ert fljótur á milli, og ef bifreið er of fljót á milli, þá er líka tekin mynd. Þannig kemst fólk ekki upp með að hægja bara á sér rétt áður.

Sniðugir frændur okkar.

Andrea, 23.4.2007 kl. 23:55

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ. Ég fékk kveðju á þína síðu, svona erum við samrýmdar sjálfstæðis hálfnöfnur.  Bestu kveðjur

Ásdís Sigurðardóttir, 24.4.2007 kl. 00:24

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Og hvað er svo til ráða í baráttunni við slysin?

Birgir Þór Bragason, 24.4.2007 kl. 06:05

7 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk fyrir allar þessar ábendingar,Birgir Þór ég tók þína og ætla að halda áfram með málið 

Herdís Sigurjónsdóttir, 24.4.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband