Orð dagsins og dagur umhverfisins

1681608828sd21RettaÉg fer daglega rúnt á nokkrar síður og er orð dagsins frá Stefáni frænda mínum, Arnheiði og Ragnhildi á Starðagskrárskrifstofunni í Borgarnesi einn viðkomustaðurinn. Þar koma fram ýmsar góðar tilvitnanir, hugmyndir og vangaveltur um umhverfismál hér heima og erlendis sem gott er að lesa í morgunsárið.  

ORÐ DAGSINS 25. apríl 2007

Ný jarðgasorkuver losa minna af gróðurhúsalofttegundum en kjarnorkuver sem veita sömu þjónustu! Þetta kemur fram í skýrslu Öko-Institut í Þýskalandi, sem þýska umhverfisráðuneytiðbirti í gær. Í skýrslunni er borin saman losun frá mismunandi orkuverum í öllu orkuvinnsluferlinu og litið á venjuleg heimili sem grunneiningu. Heimili sem fá raforku frá kjarnorkuverum nota alla jafna olíu eða gas til upphitunar, þar eð kjarnorkuver tengjast ekki fjarvarmaveitum. Ný gasorkuver framleiða hins vegar gufu til rafmagnsframleiðslu og selja vatnið síðan til hitunar. Þegar á allt er litið, þ.m.t. einnig losun vegna vinnslu hráefnis í úraníumnámum og olíulindum, er koltvísýringslosunin í reynd 772 g/kWst vegna kjarnorku, en 747 g/kWst vegna orku frá gasorkuverum. Sé aðeins litið á losun frá kjarnorkuverinu sjálfu er hún 31-61 g/kWst, mismunandi eftir uppruna úransins. Sambærileg losun frá vindorkuverum er 23 g/kWst, 39 g/kWst frá vatnsorkuverum og 89 g/kWst frá sólarorkuverum.
Lesið fréttatilkynningu þýska umhverfisráðuneytisins í gær

Ég hvet líka alla til að kynna sér góðar greinar í blöðunum sem skrifaðar hafa verið í tilefni dags umhverfisins sem er í dag og umhverfisráðuneytið hefur tileinkað  hreinni orku og loftslagsbreytingum.Ég vil í því sambandi benda sérstaklega benda á opinn umræðufund sem nýstofnað félag umhverfisfræðinga boðar til í dag í Öskju sem opið er öllum.

Félag umhverfisfræðinga boðar til opins umræðufundar á Degi umhverfisins:

Loftslagsbreytingar - tækifæri til aðgerða!

einstaklingar - fyrirtæki - stjórnvöld

25. apríl kl. 16:30-18:30 í Öskju Náttúrufræðahúsi, stofu 132

Markmið fundarins er að skapa frjóa umræðu um hvað einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld geta gert til að draga úr loftslagsbreytingum.

Umhverfisráðuneytið hefur tileinkað dag umhverfisins hreinni orku og loftslagsbreytingum. Í upphafi fundarins verður inngangserindi í samræmi við þema dagsins, en út frá spurningunni: ,,Hvernig hafa einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld áhrif og hvað geta þau gert?" Að því loknu fá fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingis í vor tækifæri á stuttri kynningu á því hvernig þeir hyggjast beita stefnumótun stjórnvalda til að hvetja og auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að takast á við hið gríðarstóra verkefni að draga úr loftslagsbreytingum. Að því loknu verður opnað fyrir spurningar úr sal.

Dagskrá

16:30   Ávarp formanns Félags umhverfisfræðinga (FUM)

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisstjórnunarfræðingur

16:40   Hugmyndir og hugrekki er allt sem þarf!

                        Birna Helgadóttir, umhverfisfræðingur og félagi í FUM

17:10   Framsaga frambjóðenda stjórnmálaflokkanna

17:40   Pallborðsumræður

Guðjón Ólafur Jónsson Framsóknarflokki (B),

Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki (D),

Guðrún Þóra Hjaltadóttir Frjálslyndum (F),

Ósk Vilhjálmsdóttir Íslandshreyfingunni (I),

Dofri Hermannsson Samfylkingu (S),

Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum (V)

Fundarstjóri: Rut Kristinsdóttir, umhverfisfræðingur og félagi í FUM

Allir velkomnir


mbl.is Dagur umhverfisins er í dag - Fimm grunnskólar og Bechtel fengu viðurkenningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt, er þreytt á vaktinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 20:52

2 identicon

Þetta er nú meiri vitleysan, ég er gjörsamlega sokkin í bloggheimana.  Finn endalaust eitthvað áhugavert að lesa og skemmtilegt.  Fyrir utan uppáhaldsbloggarana mína þau Herdísi, Ásdísi, Gumma og Kalla Tomm þá finnst mér Alvilda og Emil vera alveg frábær, segja skemmtilega frá daglegu lífi sínu.  Mæli með að þið kíkið á bloggin þeirra  Er á næturvakt núna og fremur rólegt svo ég get misst mig í þetta.  Þarf að passa að eyða annars ekki of miklum tíma í þetta daglega þvílíkur tímaþjófur.

Elín Karitas (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband