Stuðningur við frambjóðendur í Suðurkjördæmi

hopur_sudurÉg rakst á bloggfærslu í gær hjá einum frambjóðanda Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi þar sem talað var um myndir af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og það talið óeðlilegt að og villandi fyrir kjósendur að taka myndir af frambjóðendum til alþingiskosninga með sveitarstjórnarfólk í bakgrunni.

Ég átta mig ekki hvað hún var að meina varðandi myndirnar. Styðja sveitarstjórnarmenn Framsóknarflokksins virkilega ekki sitt fólk í alþingiskosningum, það nú annað en ég hef kynnst hjá Sjálfstæðisflokknum. Við styðjum okkar fólk alla leið og höfum við sveitarstjórnarmenn verði í fyrirtækjaheimsóknum, á kosningaskrifstofum og ýmsum uppákomum í aðdraganda þingkosninga og alþingismenn með okkur í sveitarstjórnarkosningum. Ég sé bara nákvæmlega ekkert að því að láta mynda sig og sýna þannig stuðning og samstöðu fólks og verð að segja að þetta er bara nokkuð góð hugmynd hjá félögum mínum á Suðurlandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband