Heimsfaraldur inflúensu og fuglaflensa

Ég hef verið svo lánsöm að fá að taka þátt í þessari áætlanavinnu sem almannavarnadeildin leiðir. Það er ekki lítið verk að tengja saman svo marga og ólíka viðbragðsaðila eins og í þessari áætlun sem nær allt frá viðbúnaði við fuglaflensu til heimsfaraldurs inflúensu og munu þúsundir manna hafa hlutverk í heildaráætluninni og er þarft að æfa hlutverk hvers og eins líkt og gera á í haust í skrifborðsæfingunni. 

fuglar

Fólk verður að gera greinarmun á fuglaflensu og heimsfaraldri inflúensu. Fuglaflensa er fuglasjúkdómur sem berst á milli fugla og er möguleiki að fólk sýkist ef það er í náinni snertingu við sýkta fugla eða saur og aðra líkamsvessa (t.d. blóð eða slím). Heimsfaraldur inflúensu getur hins vegar brotist út ef fuglainflúensan stökkbreytist og fer að smitast manna á milli. 

Fyrir áhugasama er hægt að lesa meira um fuglaflensu og heimsfaraldur inflúensu, en þetta efni fékk ég að láni á vef landlæknisembættisins.

Fuglainflúensa

Fuglainflúensa er sjúkdómur í fuglum, orsakaður af inflúensuveirum sem eru náskyldar þeim veirum sem valda inflúensu í mönnum. Afleiðingar fuglainflúensu eru alvarlegar þegar hún greinist í alifuglabúum með gífurlegu fjárhagslegu tjóni. Í stöku tilfellum berst fuglainflúensa úr fuglum í menn og veldur alvarlegum veikindum. Einungis í undartekningartilfellum og við mjög náin samskipti er vitað til að fuglainflúensa hafa smitast manna á milli.
 Lesa nánar

Heimsfaraldur inflúensu

Heimsfaraldur inflúensu verður þegar nýr inflúensuveirustofn sem almenningur hefur enga mótstöðu fyrir breiðist út um heiminn. Nýr stofn getur orðið við stökkbreytingu fuglainflúensuveiru eða við samruna fuglainflúensuveiru og inflúensuveiru A sem veldur sýkingu í mönnum. Á síðustu öld gengu þrír heimsfaraldrar inflúensu yfir; sá fyrsti var nefndur spánska veikin 1918-1919,  næsti heimsfaraldur sem fékk heitið Asíuinflúensan gekk yfir 1957-1958,  sá síðasti árin 1968-1969 var kenndur við Hong Kong. Talið er mögulegt að H5N1 fuglainflúensa geti orsakað næsta heimsfaraldur inflúensu með stökkbreytingu eða samruna.
 Lesa nánar


mbl.is Skrifborðsæfing vegna hugsanlegs inflúensufaraldurs fyrirhuguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband