Lúpína til uppgræðslu

lupina

Ég man þegar mamma var formaður Garðyrkjufélagsins á Siglufirði fyrir hart nær þremur áratugum, þá var farið í átak til að græða hlíðar fjallanna með Alaska lúpínu, sumum lúpínuandstæðingum til mikillar armæðu, en flestum til ánægju og yndisauka. Uppgræðslan tókst vel enda er lúpínan harðger planta sem undirbýr jarðveginn fyrir aðrar plöntur og nýtist mjög vel í uppgræðslu. Það virðist sem hægt sé að loka söndum og örfoka landi með því að nota lúpínuna og eigum við enn eftir nokkrar eyðimerkur til að græða upp hér á landi.

Eitthvað er farið að reyna að halda henni í skefjum, enda veður þessi fallega planta stjórnlaust um allt land. Neikvæðu fréttirnar eru þær, eins og kemur fram í fréttinni að í kjölfar lúpínunnar kemur skógarkerfillinn og fallegu bláu breiðurnar verði hvítar. Ég held að kerfillinn sé einmitt ástæðan fyrir hvítu skellunni sem ég var að undra mig á í Esjunni, sem lítur út eins og kalsár og er ekki fjarska fallegt að mínu mati.


mbl.is Umdeildur dugnaðarforkur breiðir úr sér í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég er afskaplega ósátt við nýja litinn á Húsavíkurfjallinu mínu. Fjöll eiga að vera blá í fjarlægð en ekki fjólublá í nærmynd

Aðalheiður Ámundadóttir, 27.6.2007 kl. 14:10

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Það er líka alveg saman hvar maður lítur í þéttbýlinu, hver einasti blettur er að verða þakinn lúpínunni.

Herdís Sigurjónsdóttir, 27.6.2007 kl. 14:41

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég tel að lúpínan hafi verið algjört kraftaverk í landgræðslu á sínum tíma.   Það á bara að gæta hófs í þessu eins og örðu. 

Marinó Már Marinósson, 27.6.2007 kl. 16:20

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Oh þið fagurkerar ...lúpínan er vissulega falleg og mjög góð til uppgræðslu landsins, tek ég undir það með ykkur að hún hefur gert kraftaverk, en ég held samt að við verðum að gæta að því að landið verði ekki allt fjólublátt og svo hvítt...spáið bara í það ef Esjan yrði alhvít.. um mitt sumar

Herdís Sigurjónsdóttir, 27.6.2007 kl. 16:39

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sammála Aðalheiði, mér finnst of mikil lúpína í Húsavíkurfjalli og reynar víðar ef að er gáð, held það borgi sig að hafa hemil á henni.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.6.2007 kl. 19:22

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gamla grasafræðibókin, sem lesin var um miðja síðustu öld a.m.k. í Ingimarsskóla kenndi manni, að lúpínan viki fyrir sér æðri gróðri, þegar hún hafði undirbúið jarðveginn fyrir hann. Samkvæmt þeim upplýsingum eigum við ekki að þurfa að hafa áhyggjur af, að landið okkar verði of blátt um alla framtíð ?

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.6.2007 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband