Fótboltastrákarnir mínir

IMG_2947

Ég var að koma frá Akureyri þar sem ég náði í restina á N1 mótinu hjá Sturlu og pollamótinu hjá honum Ella mínum. Þetta var rosalega gaman þrátt fyrir að hafa ekki komist til Akureyrar fyrr en aðfaranótt laugardagsins og þá búin að keyra Sædísi Erlu til ömmu og afa á Siglufirði. En sú stutta lét sko ekki bjóða sér það að fara á fótboltamót fyrst í boði var að fara til ömmu og afa á Sigló.

Það var mikill fjöldi fólks og hitti ég ótrúlega marga sem ég þekkti alls staðar að landinu og svo varð maður nú líka að mæta á hliðarlínuna og hvetja sína menn.

Strurla Sær Stulli og félagar stóðu sig heldur betur vel og var minn maður ekki súr yfir því að skora fyrsta markið hjá C-liðinu og líka það síðasta í miklum drama leik. En þeir voru marki yfir þegar einn liðsmaðurinn varð fyrir því óláni að fá boltann í höndina í teignum og víti sem hinir náðu að skora úr. Stulli náði svo að klára leikinn og skoraði við mikinn fögnuð félaganna eins og sjá má á myndinni þegar þeir hrúguðu sér ofan á Sturlu í leikslok. Þeir enduðu svo ánægðir í 15 sæti af 28 liðum sem er flottur árangur hjá þeim.

kremja

Það var heldur fjörugra hjá Ella og UMFUS félögum og vann Hallur fagnið með yfirburðum þetta árið. Ég sá bara leikinn við ÞÓR-A en þann leik unnu mínir menn og voru þá komnir í 8 liða úrslit. Þeir töpuðu svo fyrir KR liðinu í bráðabana og verður Gústi trúlega allt árið að vinna upp traust félaganna, en hann brenndi af í bráðabana ... en þeir áttu sko að vinna leikinn að þeirra sögn. . Þeir UMFUS snákarnir lentu í 5 sæti af 20 liðum sem verður að teljast góður árangur og næst fara þeir sko alla leið. Hér eru þeir að taka fagnið í leikslok með hinu liðinu eins og sjá má, en þeir prófuðu fyrr um daginn að taka fagnið í upphaf leiks, en var það ekki alveg að gera sig og sk...töpuð þeir þeim leik og því var ákveðið að halda sig við fagnið í lokin.

IMG_2959

Þeir eru annars miklar hetjur og þetta árið brotnaði enginn og enginn heldur á hækjum eftir hásinaslit sem er nýtt met. það var veðmál í gangi varðandi rifbeinsbrot Ella, en nei Ó nei, ekki í ár...en hann karlinn var samt að koma frá lækni með ónýta öxl...en það var ekki eftir þetta mót Whistling. En við erum búin að leysa út sterana sem þarf að sprauta í öxlina á morgun svo karlinn geti haldið áfram í boltanum .... þessi elska LoL.

Hér eru myndir frá fótboltavikunni miklu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega boltafjör hjá ykkur  æðislegt.  Skemmtið ykkur vel í fríinu. Talaðu við veðurguðinn á Aey fyrir mig og biddu um gott veður 15-19 þá verð ég á Aey.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.7.2007 kl. 18:09

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Frágengið hálfnafna. Annars er gott ráð að taka með sér leikskólafötin...þá er maður undir allt búinn .

Herdís Sigurjónsdóttir, 9.7.2007 kl. 18:14

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

........allir þessir menn að elta einn bolta og þegar þeir loksins ná honum sparka þeir honum frá sér aftur..........

Vilborg Traustadóttir, 9.7.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband