Ógleymanlegur afmælisdagur

Ragnheiður, Salóme og Herdís

Afmælishátíðin í gær í tilefni að 20 ára afmæli Mosfellsbæjar var einu orði sagt frábær. Það var mikil hátíðarstemming þegar fólk streymdi í bókasafnið sem komið var í hátíðarbúninginn. Ánægjulegt var að fjöldi bæjarbúa mætti til að samfagna með okkur og var einnig gaman að hitta fyrrverandi bæjarfulltrúa og embættismenn. Það var áhrifamikil stund þegar bæjarstjórn tók ákvörðun um að útnefna Salóme Þorkelsdóttur heiðursborgara Mosfellsbæjar. Þessi glæsilegu konu sem er búin að vinna af krafti fyrir okkur Mosfellinga, fyrrverandi alþingismaður og forseti alþingis. Það verður sérstök athöfn þar sem Salóme verður útnefnd þann 24. ágúst á hátíðinni " í túninu heima".

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar

Á hátíðarfundi bæjarstjórnar var einnig tekin ákvörðun um að gefa bæjarbúum útilistaverk í tilefni afmælisins, að stofna barna- og ungmennaráð sem mun taka þátt í öllum ákvörðunum er snúa að málefnum þeirra sjálfra í bæjarfélaginu, ég skrifa sérstaklega um það seinna en mér er þetta mál hugleikið. Svo er einnig um það að gera útivistar og ævintýragarð í Mosfellsbæ. Hér er einstaklega falleg náttúra allt um kring, fellin, árnar. Það er landsvæðið milli Varmár og Köldukvíslar sem við ætlum að reisa útivistargarðinn. Við ætlum að vera með samkeppni um hönnun og útfærslu á verkefninu. Þar hefur verið talað um að skátaheimilið muni rísa og einnig tjaldstæði og einnig verðu stór leiktæki þar sem öll fjölskyldan getur notið þess að vera saman og sprellað svolítið, hlaupið, veitt, gengið og hjólað. 

Ljósmyndasýning Mosfellings var skemmtileg og sýnir hún vel Mosfellsbæ í dag og mannlífið. Margar myndir snertu mann djúpt og hvað mig snerti þá var það klárlega myndin af okkur Ragnheiði Ríkharðs bæjarstjóra og Sigurði Helga Guðmundssyni forstjóra Eirar. Hún var tekin þegar ég tók fyrstu skóflustunguna að Eirhömrum, öryggisíbúðunum við Hlaðhamra þar sem hjúkrunarheimilið mun einnig rísa. Margar myndir voru líka bráðskemmtilegar eins og myndin sem tekin við jólakvöldverð bæjarstjórnar 2005. Við erum öll svo glaðleg og sumir skellihlæjandi. Ástæða. Jú Kalli Tomm blaðamaður og þá nýlega orðinn oddviti VG sagði áður en hann tók myndina að hann ætlaði sko að vera í þessum hópi eftir kosningar. Eðlilega stóð Karl Tómasson við sín orð og er nú forseti bæjarstjórnar. Vitanlega var líka ein mynd sem var tekin á túninu heima hjá Ragnheiði í Leirvogstungu, þegar við sjálfstæðismenn og hann mynduðum nýjan meirihluta og fór um mig ánægjuhrollur þegar ég skoðaði þá mynd. En var mikið spennufall á þessari stundu eftir mikla spennuviku. Vikuna eftir að við sjálfstæðismenn misstum meirihlutann og hinir flokkarnir höfðu verið í viðræðum dögum saman, sem ekki báru árangur.

IMG_3874 

Í lok hátíðarinnar var  verkið „...og fjöllin urðu kyr“ flutt í tali og tónum, en var það gert í tilefni afmælisins. Þar fóru glæsilegir listamenn og hreinlega gleymdi maður stund og stað sogaðist inn í verkið, sem er merki um að vel hafi tekist til og var það ánægjulegur endir á þessari hátíðarafmælisdagskrá í Mosfellsbænum.

 

 


mbl.is Salome Þorkelsdóttir heiðursborgari Mosfellsbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega frábær dagur. Enn og aftur innilega til hamingju með afmælið.  Salome er flott kona. Sjáumst  :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 12:09

2 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir frábæran dag í gær Herdís mín.

Þessari stund gleymun við aldrei mín kæra. Bið að heilsa Ella.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 10.8.2007 kl. 15:38

3 Smámynd: Jón Svavarsson

Sæl aftur mín kæra, hef ég ekki tekið rétt eftir er ekki fagnaður í komandi viku í Mosfellsbænum? Eða las ég eitthvað skakt, eða tíminn flýgur svona hratt? kkv Nonni í Kópavoginum

Jón Svavarsson, 10.8.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband