Bíddu, hvaða heimsfaraldri?

Ég átta mig ekki á þessari frétt. Við hvaða heimsfaraldri er verið að vara fólk? Er ekki bara verið að tala um að með ferðamáta nútímans ferðist fólk á "ljóshraða" milli landa og heimsálfa. Vegalengdir sem áður tók fólk vikur ef ekki mánuði að komast og ef fólk var veikt þegar það lagði af stað, var það trúlega komið í vota gröf áður en það komst á leiðarenda.

Ég held að réttara væri að tala um að WHO sé að benda fólki á hættuna og undirstrika. Tæplega er hægt að grípa til aðgerða líkt og hætta að fljúga og taka aftur upp siglingar milli til fólksflutninga. Þetta með hættuna er staðreynd sem mikilvægt er að hafa í huga og gengur áætlanagerð um viðbrögð við heimsfaraldri af völdum inflúensu einmitt út á að hafa viðbúnað þegar til heimsfaraldurs kemur.

 


mbl.is WHO varar við hættunni á heimsfaraldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Er ekki bara best að vera heima?   Kannski áttu þeir von á Haraldi en ekki faraldi.

Marinó Már Marinósson, 23.8.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já góður Marinó.

Sérðu bara félagi hvað bloggið er skemmtilegt... það verður enn gaman saman

Herdís Sigurjónsdóttir, 23.8.2007 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband