Á gæs

gaes

Elli bíður í gæsagallanum eftir því að Jóhann og Sigurjón Veigar komi. Þeir eru að fara í hina árlegu gæsaveiðiferð með pabba, Balda og Jóhanni bróður í Skagafjörðinn og núna Sjonna "litla" líka. Pabbi og Baldi fóru uppeftir í dag og eru búnir að skoða túnin og leggja á minnið hvar þær settust og verður prógramm hjá þeim fram á miðvikudag. Sturla Sær er efnilegur og súr yfir því að fá ekki að fara með en ég veit að hans tími mun koma.

Jóhann var annars að lenda í Keflavík og fór Sigurjón og sótti hann. Þeir verða svo komnir norður þegar pabbi og Baldi vakna í Hjarðarhaganum í nótt, en þá ætla þeir að tryggja mér áramótasteikina.

Það sem Jóhann leggur á sig á sig fyrir eina gæsaveiðiferð. Hann flaug frá Seattle á þriðjudaginn síðasta, með byssuna og ætlaði að koma við hér í Keflavík á leið sinni til Noregs og henda dótinu af sér og fara svo til Noregs á fund. En viti menn hann missti af vélinni úti í Bandaríkjunum vegna veðurs og fyrir vikið varð hann að druslast með vopnið og allt dótið, fyrst til Noregs, Danmerkur og svo hingað og vona ég svona hans vegna að farangurinn hafi skilað sér. Það væri nú rosalegt ef hann yrði að fá rúsann minn lánaðan, algjörlega manual og fullkomlega handsnúinn.

Við krakkarnir ætlum annars að reyna slappa af um helgina, eða þannig. Ásdís nýbakaður formaður nemendafélagsins í Lágafellsskóla og súperskáti verður á Hafravatnsdeginum á morgun og Sturla að jafna sig eftir skólaferðalagið...en það var víst lítið sofið. Mamman þarf að fara á einn fund á morgunog læra og klára svo spurningarnar sem sendar verða til sveitarfélaganna í næstu viku vegna verkefnisins. Ég er búin að ná í flesta sveitarstjóra og er mikil jákvæðni í garð verkefnisins og því er ég nokkuð bjartsýn á framhaldið. Ég hlakka óskaplega til að sjá niðurstöðurnar og fara að skrifa ritgerðina fyrir alvöru, en ég er hrædd um að það verði ekki fyrr en í jólafríinu.

IMG_5383

Jóhann og Sigurjón Veigar komu um eitt og voru þeir félagarnir sælir og ánægðir líkt og sést á myndinni, þegar þeir fóru á vit ævintýranna í Skagafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spennandi dagar fram undan hjá þeim vinum og ég tek undir með þér, hann stóri bróðir þinn leggur mikið á sig fyrir gæsina.

Ég skil hann vel, stór hluti af öllum veiðiferðum er einmitt góður félgasskapur og baslið í kringum þetta allt saman  

Strákar verða alltaf strákar....og það er það skemmtilega við þessar elskur 

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband