Fjórða barnið okkar tvítugt í dag, til hamingju með daginn elsku Sirrý

Sirrý lítil    Sirrý tvítug

Ég var alltaf staðráðin í því að eignast fjögur börn. Ég ætlaði að eignast dóttur sem ég ætlaði að skíra Ásdísi Magneu, pabbanum og hinum börnunum hafði ég ekki velt eins mikið fyrir mér, en þetta tvennt var ráðið. Það var svo sem ekki miklir möguleikar á að þetta með nafnið gengi eftir þar sem ég er yngst þriggja systkina. En þannig fór samt að stóra Kristín systir mín eignaðist fjóra glæsilega stráka, Þórð Matthías, Sigurjón Veigar og svo tvíburana Sigga og Ragga. Hún fékk líka fjögur bónusbörn með Dodda sínum, þau Reyni Davíð sem nú er látinn, Val, Evu og Róbert. Jóhann stóri bróðir minn flutti til Ameríku og giftist Theresu og eignuðust þau tvær dætur Söru og Kristínu sem fæddist á þrítugsafmælisdegi Kristínar systur og svo eignuðust þau Jóhann Pétur. Eftir að þau luku barneignum eignuðumst við Elli frumborðunn 31. október 1992, dóttur sem hlaut nafnið Ásdís Magnea. Sem sé örlögin gerðu það að verkum að ég fékk nafnið.

Sirrý og Ásdís Magnea

En þá að fjölda barna. Við áttum Ásdísi Magneu eins og ég sagði og svo kom Sturla Sær 1995 og svo Sædís Erla árið 2003. En stuttu eftir að Sædís Erla fæddist fengum við bónusdóttur hana Sirrý okkar sem allir eru löngu farnir að líta á sem eina af fjölskyldunni. Hún kom fyrst mikið í heimsókn um helgar, en hún var í skóla á Akranesi, en svo kom hún og bjó hjá okkur og fór í Borgarholtsskólann og er hún eins og stóra dóttir okkar og stóra systir krakkanna. Nú er hún að læra og vinnur á hárgreiðslustofu og í banka og kemur mat til okkar þegar hún kemst vegna vinnu og er það yndislegt.

Ég hef þekkt Sirrý frá því að hún fæddist því hún er dóttir bestu vinkonu minnar á Siglufirði, hennar Helgu Sverris. Ég hef fylgst með henni og séð hana vaxa og dafna og breytast úr yndislegri lítilli dúllu með ljóst hörund og falleg stór augu í gullfallega unga konu. Svo vel gerð að utan sem innan og erum við lánsöm að "eiga" hana, en við grínumst oft með það að hún sé dóttir okkar. Tengdó var spurð að því í 60 afmælinu hennar un daginn, hver þessi unga stúlka væri. Hún var fljót að svar því til að hún Sirrý væri eiginlega fósturdóttir okkar Ella, dóttir bestu vinkonu minnar á Siglufirð, enda allir fyrir löngu farnir að líta á Sirrý okkar sem fjórða barnið.

Ég verð að láta það fylgja með hér að ég á dásamlega minningu frá einni heimsókn til Helgu vinkonu. Þá var ég í skóla fyrir sunnan og hafði ekki hitt Sirrý um tíma. Við Helga sátum saman frammi í stofu ásamt nokkrum öðrum og Sirrý var sofnuð, en vaknaði upp. Í svefnrofanum gekk hún fram og hélt að ég væri mamma hennar og er mér minnisstætt hvað hún stökk á mig og hélt dauðahaldi um hálsinn á mér og kreisti. Þetta hef ég svo oft upplifað eftir að ég eignaðist sjálf börn, en þetta var í fyrsta skipti sem ég upplifði þetta, enda hélt hún að ég væri Helga. Við Helga náðum að skipta um faðm án þess að hún tæki eftir, en er þetta greipt í huga mér enda var þetta sterk upplifun fyrir mig.

Elsku Sirrý okkar, hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn. Við hlökkum til að hitta þig og gefa þér afmælisgjöfina Wink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með "dótturina" eigið sem ljúfastan dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk skvís

Herdís Sigurjónsdóttir, 7.10.2007 kl. 19:36

3 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Já, sömuleiðis til hamingju. Mikið kann ég betur við nýju myndina af þér hérna á blogginu. Hin kom frekar illa út í smámyndunum.

Jón Brynjar Birgisson, 8.10.2007 kl. 00:23

4 identicon

Takk æðislega Herdís "mamma" mín.. 

Ég á bara ekki til orð ;)

 Sjáumst á miðvikudaginn ;) 

Sirrý (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 20:11

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Takk elskurnar og Sirrý mín við sjáumst hressar á miðvikudaginn

kveðja, Herdís og Sædís Erla sem skrifar bbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbhhbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbhhhhhhhhhhhhhhhhgggggggpoooooooþþþþþþþþþþ

Herdís Sigurjónsdóttir, 8.10.2007 kl. 21:00

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Nonni ég gleymdi því að ég var búin að fá ótúrlega mörg Oj yfir hinni myndinni

Herdís Sigurjónsdóttir, 8.10.2007 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband