Vöknuð af martröðinni

Jæja þvílík sjálfsstjórn og agi, ég hef ekki skrifað eina einustu færslu hér á moggabloggið frá 11. október. Meginástæðan er próflestur, vettvangsferð og svo andstæðan við verkefnaskort.

Nú er ég sprenglærð í siðfræði náttúrunnar og á örugglega eftir að skrifa ýmislegt um strauma og stefnur í þeim fræðum. Ég var á áhugaverðum fyrirlestri áðan um sjónmengun orkumannvirkja. Það er eitthvað sem maður er ekki mikið að velta fyrir sér svona dags daglega, en þegar búið er að benda á það á þetta örugglega eftir að öskra á mig. Hvít hús og gráir staurar og byggingar á yfirborði jarðar sem væri hægt að setja niður í jörðina. Ef fólk hugsaði út í þetta er ég viss um að þetta væri ekki svona og hef ég fulla trú á því að þetta eigi eftir að breytast. Ég spurði hvort þetta væri sér íslenskt, en sagði fyrirlesarinn að svo væri ekki, það væri einfaldlega ekki lögð mikil áhersla á að gera sjónræna mengun sem minnsta, ennþá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sjónræn mengun er ofmetin

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sem nemanda í siðfræði náttúrunnar þætti mér gaman að fá rök fyrir þessu ofmati Gunnar sem þú talar um Gunnar.

Herdís Sigurjónsdóttir, 18.10.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband