Helgi selaskarfur og heimsóknarvinur fyrir Ella minn

Ég er rík kona því ég á marga góða vini. Ég er að fara hitta nokkra þeirra þann 1. desember. Hluta af gamla hópnum frá Rauða krossinum, yndislegt fólk og buðu þau Linda Ósk og hann Helgi (minn) hennar okkur Ella í Kosovóhæðar, eins og ég hef kallað hverfið frá því að ég vann við að taka á móti flóttamönnum sem fluttu ofar í hverfið um árið. En hvað um það. Ég sé ekki betur en kvöldið verði bæði þjóðlegt og Strandalegt og síðast en ekki síst verður það skemmtilegt. Ég bara get ekki beðið W00t

Svo fattaði ég ekki að ég hefði náttúrulega átt að fá heimsóknavin hjá henni Lindu Ósk til að heimsækja hann Ella minn á á St. Jósefs í dag . En við lasarusarnir í Rituhöfðanum komumst ekki. Svo hringdi ég í hann áðan á spítalann og þá leið honum bara ágætlega og hvað var hann að horfa á... nema spítalaþátt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka mikið til að hitta ykkur  vona að Elli sé allur að hressast.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já hann er nokkuð sprækur. hann var skorinn í síðustu viku og er svo hræðilega ómissandi (að eigin sögn ) að hann er mættur í vinnuna

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.11.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband