Persónuleg ábyrgð hvers og eins

Já það er gott að vera loksins að eignast líf og hafa aftur tækifæri til að fylgjast með málum eins og loftslagsráðstefnunni á Balí. Það er greinilegt að enn greinir menn á um áherslur og leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ég var annars að leita að frétt sem ég fann ekki þar sem fjallað var um byggingarframkvæmdir og losun gróðurhúsalofttegunda og Mosfellsbær sérstaklega tilgreindur í því sambandi vegna nýframkvæmda í bænum. Á hvaða leið erum við í þessum málum?

Ég fór annars sjálf í smá naflaskoðun í siðfræðiverkefni í haust og velti fyrir mér bíladellu fjölskylldunnar. Við Rituhöfðafjölskyldan tókum þátt í Vistvernd í verki fyrir mörgum árum síðan og lærðum ýmislegt nýtilegt sem við höfum lifað eftir varðandi orkunýtingu og umhverfisvernd. Þá kom þetta með ofnotkun bílsins í ljós, en höfum samt ekki unnið markvisst að því að bæta okkur fyrr en nú. Með því að keyra hægar og jafnara, leggja fyrr af stað í skólann, að nýta ferðirnar betur og ýmislegt annað og hefur tekist að draga úr notkun einkabílsins um 19% á síðustu tveimur mánuðum. Við erum ekkert hætt og hver veit nema maður fari bara að nýta almenningsvagnana eftir áramótin og ganga meira.

Að mínu mati getum við ekki sleppt því að líta okkur nær. Velta fyrir okkur hvað við getum gert hvert og eitt til að draga úr notkun náttúruauðlinda og mengun umhverfisins. Tökum ábyrgð á gjörðum okkar því staðreyndin er sú að áhrifa gæti ekki bara staðbundið í kring um okkur heldur um allan heim.


mbl.is Bandaríkin skrifa undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Nákvæmlega það sem ég var að tala um í gær við manninn minn. Það mun ekkert gerast í þessum málum nema að við öll gerum eitthvað til að breyta hegðun okkar gagnvart umhverfi og neylsu.

Birgitta Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 09:42

2 identicon

Akkúrat!!!

Við berum öll ábyrgð en því miður hugsa bara alltof margir......ja, hinir sjá um þetta.........held hreinlega að oft á tíðum skilji fólk ekki alvöruna á bak við þetta.

Góða fer.....góða ferð.....góða ferð........og hafið það

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 12:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rétt og satt hjá þér mín kæra. Við hjónin eigum einn bíl sem er mest megnis notaður til borgarferða.  Ekkert minna þriggja barna á bíl eða annað ökutæki og 4 dætur Bjarna hafa 2 bíla til umráða. Þetta hefst aldrei nema maður geri eitthvað sjálfur í málunum það er alveg deginum ljósara.  Ég var að keyra upp Ártúnsbrekkuna á miðvd. síðasta rúml. 17.00 þvílík umferð, ég var farþegi svo ég gat leyft mér að horfa inn í hina bílana 85 % ca. voru bara með bílstjóra, enginn farþegi og svo voru ca. 50% að tala í símann, aksturlag margra var í stíl við það, mikið var ég fegin þegar ég var komin upp að Rauðavatni. Borgin er ekki skemmtilegur staður til að þurfa að keyra í. kær kveðja til þín og ég vona að þú njótir jólahátíðarinnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 15:41

4 identicon

Hughreystandi að sjá að einhver sé manni sammála um persónulegu ábyrgðina.

Fólki hættir til að gera lítið úr sínum áhrifum eða jafnvel áhrifum Íslendinga og bendir á aðra, eins og barn sem reynir að komast undan sök með því að kenna öðrum um.

Gunnar Geir Pétursson (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband