Verkfræði á jólunum

geitungabu

Við mamma vorum að rannsaka geitungabú áðan... já við eigum nefnilega sameiginlegt áhugamál, sem er allt lifandi og reyndar líka dautt í þessu tilfelli.

Síðasta sumar var nefnilega mikið fjör í gróðurhúsinu hjá mömmu, en kominn var lítill pappabolti með geitungum sem brunuðu út og inn. Við vorum að fara saman í ferðalag á Strandirnar og ég hvatti mömmu til að láta þetta vera á meðan og svo myndum við skoða þetta betur saman þegar ég kæmi á Siglufjörð. Nema það að búið var látið stækka og svo gasaði hún fjölbýlið þegar hún kom heim og frysti þar sem það hefur beðið komu minnar þangað til nú. Svo notuðum við tímann áðan til að skoða þetta undur. Þvílík verkfræði sem þeir nýta sér við fjölbýlishúsið. Þetta var á mörgum hæðum og drottningin í miðjunni... og föst við pappann og sá ég að hún hafði verið dugleg að fjölga sér...litlir geitungar hreinlega út um allt bú í fallega gerðum sexhyrningum... alveg fullkomin hönnun.

Hér eru fleiri myndir af þessu undri .... en þetta er samt líklega ekki fyrir viðkvæma Wink.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég var svo heppin að fá að skoða eitt svona bú í fyrra, algjört æði. Þetta eru þvílíkir snillingar. Tak fyrir myndir.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 16:54

2 identicon

Flottar myndrr en úff....ég fékk nú smá hroll....

Ég spyr, hvað yndislega ljósa bangsahundadýradúlla er þetta með henni Ásdísi ? Má ég kannski eiga hann? Ég hélt í fyrstu að þetta væri Build a bear dýr

Knús og hafið það áfram dekur gott.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 17:24

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Ásdís æðislegt fjölbýlishús...

Say no more Linda ... þetta er nýji fjölskyldumeðlimurinn hjá mömmu og pabba hún Lady litla... ég var að hugsa um að stela henni.. ótrúlegt hvað hún þolir ómjúka meðhöndlum frá Sædísi Erlu sem druslast með hana um allt dag og nótt

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.12.2007 kl. 20:05

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já þetta er undur.  Gaman að sjá myndirnar.  Svo eru þeir með einskonar radar í hausnum þegar þeir miða út stefnuna að búinu og inn í það aftur.

Vilborg Traustadóttir, 27.12.2007 kl. 13:25

5 identicon

Sæl Herdís!

Ekkert smá flott, hefði alveg verið til í að vera með og skoða. Takk fyrir kveðjuna, við verðum að fara að ná því að hittast. Kannski þegar göngin verða komin og þú ert norðan heiða þá er ekki svo langt á milli. Ég nefnilega stoppa yfirleitt mjög, mjög stutt þegar ég kem til Reykjavíkur.

Kveðja frá Dalvík.  Valgerður

Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 23:09

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Vilborg mín þetta eru ótrúlega merkilegar skepnur.

En Valgerður María Jóhannsdóttir frá Dalvík... hó hó hó

Já ég trúi því vel að þú hafir viljað vera með í þessari krufningu, ekki erum við búnar að taka þær ófáar saman ... á fiskum að vísu en .  Já við eigum eftir að hittast mín kæra og hugsa ég oft til ykkar á Dalvík. Ég ætla t.d. að fara nú í fyrsta skipti ever á Fiskidaginn mikla á Dalvík og hver veit nema ég munu þá eftir því að ég eigi vinkonu í þeim fallega bæ,,, nema þú verðir eins og Eyjamenn og þjótir úr bænum fyrir innrásina.

Sjáumst á næsta ári.

Herdís Sigurjónsdóttir, 30.12.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband