Vatnstjón í New Orleans

Hálf ömurlegt með Egilshöllina, þetta á eftir að taka einhvern tíma og margar æfingar sem ekki verða teknar í höllinni.

Ég fór með Shirley hans Jóhanns og ráðstefnugestum um New Orleans og er ég enn að melta það sem ég sá. Þetta er náttúrulega yfirþyrmandi og þótti mér sláandi að sjá X-in á húsunum. Einn hlutinn fyrir dagsetningu, einn fyrir hópinn sem leitaði húsinu, einn hægra megin fyrir dauð heimilisdýr og neðst fjöldi látinna sem fundust.

Það sem mér þótti magnaðast var hvað fólk er samt tilbúið að halda áfram og byggja upp. Það var búið að gera mikið í því að laga torg og garða og sáum við líka nokkur Grand-opening skilti í búðargluggum, sem skiptir fólkið öllu máli. Það er nefnilega þannig að í sumum hverfum er engin búð og því mikið gleðiefni þegar slíkt gerist.

Ég tók ekki nema 500 myndir og ætla að setja þær inn seinna því við Jóhann og Shirley erum að fara út að borða.

 

 

 


mbl.is Mikið tjón vegna vatns í Egilshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jebb, I saw it all too.. Var þarna vorið 2006 og það var yfirgefin bensínstöð þar sem var búið að ræna öllu, bíll á hvolf og peningakassi út á plani sem var búið að spenna upp og símatólin á tíkallasímunum héngu öll niður í röðum.

Síðan þegar myrkrið skall á fórum við inn í eitt úthverfi og þá var heilt hverfi bara eins og í Grafarvogi, ný hús og allt bara yfirgefið og eina ljósið var geislinn frá bílnum og þar var allt draslið út á götu og far eftir vatnsyfirborðið á húsunum og einn bíll hálfur inn í bílskúrshurð og splúnkuný VW bjalla út á miðri götu og búið að brjótast 10 sinnum inn í hann.

Þetta var svo sjokkerandi og þegar við komum í svartast hverfið þar sem maður var farinn að óttast um líf sitt þar sem var komin þoka og einn og einn skuggalegur svertingi á stangli og hundagelt í fjarska, þá kláraðist batteríð í myndavélinni minni.

Síðan fórum við í miðbæinn en þar var allt í gúddi, ekkert tjón og iðaði allt af lífi og ferðamenn og restaurantar í gangi eins og ekkert hefði komið yfir, hehe

Já... bara smá svona mín reynsla af New Orleans

I I (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Vonandi fæ ég að sjá hjá þér myndirnar, þegar þú kemur heim! 

Marinó Már Marinósson, 10.2.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband