Komin að landi

Jæja þá er umhverfis og auðlindamaraþonsundinu að verða lokið og ég er að komast að landi. Ég ætla ekki að segja að ég sé ekki móð og með sára vöðva, en adrenalínkikkið þegar ég labbaði út úr prófinu í dag var alvöru. Það var ekki verra að fyrsta manneskjan sem ég hitti þegar ég kom út var Hólmfríður Gísla fyrrverandi samstarfskona mín hjá Rauða krossinum, en hún var sérleg yfirsetukona í HÍ. Hún var hress eins og fyrri daginn, allaf yndislegt að hitta Hólmfríði.

Nú á ég aðeins eftir eina litla ritgerð eftir í Seminar II hjá Binnu, en ég ætla að klára hana fyrir miðvikudaginn 7. maí. En þá ætlum við bekkurinn minn að halda smá "komin að landi" partý og njóta þess að vera til. Á fimmtudagskvöldið förum við svo í kosningapartý hjá Elísabetu og Hreiðari á Hæðinni.....  sem verður haldið á hæðinni í sveitinni og vona ég svo sannarlega að þau vinni keppnina.

En nú ætla ég að klára að undirbúa mig fyrir 200. fund fræðslunefndar sem haldinn verður á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með hvert skref sem þú stígur í náminu.  Þú ert dugnaðarforkur stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú stendur þig vel eins og ávallt.  Ekkert sem stöðvar þig.  

Marinó Már Marinósson, 6.5.2008 kl. 11:01

3 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Duglega Dísa!!  Svo sá ég flott störf auglýst - fyrir flotta konu!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 7.5.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

æi takk fyrir þið eruð öll yndisleg ......

flott störf Ingibjörg  ég ætla annars að vera í fullu starfi við sólböð í sumar, en ég veit svo sem að trúlega verð ég komin í vinnu áður en árið verður liðið...

Herdís Sigurjónsdóttir, 7.5.2008 kl. 14:57

5 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

kaffibollin bíður á borðinu eftir þér en er ekki búin að setja kaffið í hann er ekki viss um nema það verði orðið kalt þegar þú mætir

sjáumst flótlega, það er ekkert orðið að gera hjá eða er það ekki rauninn, held það sé svolítið kallt í sólbaði núna

Guðrún Indriðadóttir, 7.5.2008 kl. 23:02

6 Smámynd: Karl Tómasson

Til hamingju með allt elsku Herdís. Þú ert sannkallaður dugnaðarforkur.

Bestu kveðjur úr Tungunni.

Karl Tómasson, 7.5.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband