Súperkokkurinn minn hann Þórður að útskrifast

Súperkokkarnir Alfreð og Þórður

Ég fékk þessar flottu myndir af honum Þórði mínum frá Stóru systur minni sem mætti á sýninguna hjá frumbruðinum sínum í gær. Hann er að útskrifast þessi elska úr kokkaskólanum og er ég að springa úr stolti yfir velgengni hans. Hann er búinn að vera að læra á Sögu og hefur staðið sig vel. Á námstímanum er hann svo líka búinn að fara til Frakklands að vinna og á hóteli fyrir Austan, til útlanda að keppa með kokkalandsliðinu og súperveislur út um allt. Hann er náttúrutalent hann Þórður og lítur hann á kokkamennskuna sem meira en bara vinnu, þetta er list í hans augum. Ég man líka þegar hinir kokkarnir í fjölskyldunni Siggi og Inga Rósa og Þórður voru að græja matinn í 80 ára afmælið okkar Ella. Þau sögðu hann Þórð algjöran klísturheila, allt sem þau sögðu honum til stimplaðist inn í fyrsta, sem segir nú sitt um áhugann.

En nú er að koma að útskrift hjá stráknum og veit ég að hann á eftir að gera stóra hluti í framtíðinni  hann Þórður. Það var frábært að fá myndina af þeim Þórði Jr og Alfreð Jr, en Alfreð átti stóran þátt í því að aðstoða Þórð þegar hann var að byrja. Ótrúlegt eins og ég er enn ung og spræk að ég hafi passað báða þessa rígfullorðnu glæstu súperkokka Whistling.

En hér eru fleiri myndir frá sýningunni.

DSC02663

DSC02659

 

DSC02666

DSC02671

DSC02660

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband