Föstudagurinn þrettándi og mannlegur stuðningur

Þetta kemur mér ekki á óvart og hefði ég jafnvel haldið að hlutfall þeirra sem enn þjást af streitueinkennum yrði hærra þarna í NY. Ég hef ekki enn lesið þessa grein sem vitnað er í, en það er ljóst að það eru oft margt sem veldur streitu, en ekki bara eitthvað eitt. Enda kemur fram að það eru ýmsir hópar líkt og fráskildir sem finna fyrir meiri einkennum, en við vitum að skilnaður einn og sér veldur mikilli streitu, hvað þá þegar 911 bætist við, eða öfugt.

Áfallastreita er dauðans alvara og líðan sem dregur vissulega úr lífsgæðum fólks. Enda eru dæmigerð einkenni ofsahræðsluköst, viðvarandi ótti og vonleysi. Þá sýna þeir sem þjást af áfallastreitu oft óvenjumikil reiðiviðbrögð, auk þess sem þeir eiga við svefnerfiðleika, martraðir og einbeitingarvanda að stríða.

Þó verðum við að hafa í huga að áfall þarf þó ekki endilega að vera á sömu stærðargráðu og 911 og er mjög misjafnt hvernig fólk bregst við áföllum. Um gæti verið að ræða ástarsorg, einelti, ofbeldi, dauðsfall náins ættingja eða vinar, fötlun eða sjúkdóm. það er mikilvægt að fólk vinni úr áföllum og tek ég undir með rannsóknaraðilum að mikilvægt sé að heilbrigðisyfirvöld veiti þeim sem verst eru haldnir aukna fyrirgreiðslu varðandi geðheilbrigðisþjónustu og úrvinnslu.

Ég hef ekki skoðað það sérstaklega en sýnist í fljótu bragði að sú áfallahjálp sem verið er að veita á Suðurlandi eftir skjálftana sé í góðum farvegi. Nú sem fyrr hafa heyrst raddir (eins og alltaf gerist) um að þetta sé nú algjör óþarfi og fjölmiðlafár úr af nákvæmlega ENGU. En þeir sömu taka ekki með í reikninginn að kannski er þetta fólk sem upplifir áfallið mjög sterkt og líður verulega illa að glíma við gömul áföll samhliða. Enda er maðurinn svo flókið fyrirbrigði og getum við ekki leyft okkur að líta bara á einn afmarkaðan þátt, við verðum að líta á heildarmyndina. Ef fólki líður illa þá á það að leita sér aðstoðar og sem betur fer eigum við fjöldann allan af mjög færum sérfræðingum sem aðstoða fólk við að vinna úr áföllum.

Hér er að finna gott efni frá Rauða krossinum sem heitir ef bara ég hefði vitað. Þar kemur einmitt eitt atriði fram í kaflanum um áfall sem oft gleymist, en það er mikilvægi mannlegs stuðnings. 

Áfall

Áfall
 

„Að sýna öðrum umhyggju getur gert kraftaverk"

Það er ekki auðvelt að komast yfir áfall. Þess vegna getur umhyggja fyrir öðrum gert kraftaverk. Sjálft vandamálið hverfur ekki, en það getur hjálpað manneskjunni að gleyma erfiðleikunum að hafa það notalegt með vinum sínum. Það getur jafnvel líka gefið tækifæri til að fitja upp á vandanum og ræða hann við aðra.


mbl.is 11. september veldur enn streitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætis blogg!

Tók þátt í umræddri 911 könnun og myndi telja að tölurnar séu of lágar fremur en hitt. Til að mynda er aðal streituhópurinn í sjálfu hverfinu þar sem turnarnir stóðu. Ofar á Manhattan eða í úthverfi New York getum við verið að tala um tugi kílómetra í burtu. Eins og þú segir eru margir þættir sem spila inn í og það er lítið rætt hvernig íbúar hverfisins fundu fyrir þessu. Kannski af því að braskarar hafa síðan 911 farið inn og rifið ógrynni af húsnæði til að þéna á nýbyggingum. Staðreyndin er að stór hluti íbúanna flutti í burtu eftir ósköpin, sem gerir kannanir hálf erfiðar. Í krafti leiguhækkana var mér loksins ýtt úr hverfinu nú í Desember, ekki af hellisbúum í Afganistan, heldur lóða- og byggingarbröskurum.

Kveðja. 

Ólafur Þórðarson, 13.6.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er góður pistill.

Sporðdrekinn, 13.6.2008 kl. 12:00

3 identicon

Hvernig er þá streitan hjá fólki sem hefur lifað við óslitið stríðsástand til dæmis í Írak í 5 ár? Væri áhugavert að sjá þær tölur. Ef menn eru um 7 árum eftir 11.9 enn að finna fyrir þessu, hvað verður íraska þjóðin lengi að ná sér af þessum einkennum? Er ekki líka óhætt að ætla að einkennin sem þú efnir, t.d. reiðiköst, vonleysi o.s.frv. eigi einhvern hlut að máli í átökunum þar? Bara svona pæling.

Helgi Þór Harðarson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:03

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Góðir punktar, Helgi. Utanvið herinn er PTSD mikið athugað og fv. hermenn sem koma heim fá töluverðann skilning vegna stressins. En lítið sem ekkert heyrist um hvað Írakar sjálfir eru að fara í gegnum, sennilega erum við að tala um áhrif sem endast í nokkrar kynslóðir.

Ólafur Þórðarson, 13.6.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband