Er á skjálftavaktinni á Sigló

Við Elli, Sædís Erla og Skvísý erum komin á Sigló. Við komum á miðnætti eftir að hafa komið við hjá Ólöfu og Bigga í Reykjaskóla. Elli var aftur í með litlu "stelpunum" á leiðinni með lappirnar í framsætinu sem var lagt alveg niður þannig að það fór ágætlega um karlinn.

Skvísý varð viti fjær þegar hún hitti þær Lady og Lucy í gær. En þær stóru geltu svo óskaplega, að henni varð um og ó og vældi svo undirtók í firðinum og nágrannarnir komu út í glugga. Þeir hafa sjálfsagt haldið að við værum að drepa hana. En í morgun var þetta svo allt í lagi og léku þær sér saman í morgun, eins og þær hafi alist upp saman. Við töluðum svo mikið um ísbjörninn þegar við fórum Þverárfjallið í gær að Elli barðist við ísbjörn með hækjunum í alla nótt LoL

Hér eru nokkrar myndir úr sólinni á Sigló.

Skvísý á Sigló

Systurnar Skvísý og Lucy

mamma

Lucy gamla í garðinum

Pabbi

Elli og Skvísý útkeyrð Þvílíkt hundalíf :)

 


mbl.is Dregið hefur úr skjálftavirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Góðar kveðjur úr Mosó elskulega Herdís, Elli og fjölsylda.

Hafið það sem allra best.

Kalli Tomm og fjölskylda.

Karl Tómasson, 24.7.2008 kl. 23:18

2 identicon

Bið að heilsa stóra bróður, kirkjuverðinum, ef þú rekst á hann.

Elli á alla mína samúð, ég var í nákvæmlega hans stöðu ( með brotinn sperrilegg og allt slitið ) fyrir 2 árum síðan, mjög leiðinlegt. Ljósi punkurinn er samt að maður fær massa handleggi

Kær kveðja, Imba

Imba (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það skalf gólfið á Ketilási um síðustu helgi!!! Og þú varst EKKI þar en þín hefði verið saknað af samflokksmönnum ef þeir hefðu vitað að þú varst á svæðinu!!!! ;-)

Vilborg Traustadóttir, 1.8.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband