Hvað eru klækjastjórnmál?

Mér datt í hug þegar ég las Staksteina morgunblaðsins í gær hvort klækjastjórnmál snérust um það að stuðla að skilnaði á borði og sæng, án ráðgjafar.

Það sem af er þessu kjörtímabili hafa átta sveitarstjórnameirihlutar slitið samstarfi, ef ég man rétt. Slíkt er mjög sérstakt í íslenskri stjórnmálasögu og gæti verið áhugavert rannsóknarverkefni fyrir háskólastúdent að skoða það. Er það kannski orðið úrelt og gamaldags að vinna úr ágreiningsmálum í pólitísku samstarfi "innan veggja heimilisins", en inn að hlaupa út "í beinni"? Að skilja umsvifalaust á borði og sæng og taka upp samstarf við aðra og takast svo á um málin eftir á í fjölmiðlum og oftar en ekki með yfirlýsingum í beinni útsendingu, sem svo er fylgt er eftir með fréttatilkynningu.    

Hvað varðar borgarmálin þar sem nú er búið að mynda fjórða meirihlutann á kjörtímabilinu er það mín skoðun að það hafi verið fljótfærni af Birni Inga að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og mynda Tjarnarkvartettinn. Hvað með þetta gamla góða að leita sér "hjónabandsráðgjafar" og reyna að vinna úr málunum, í stað þess að skilja án umræðu og hlaupa beint í aðra sæng. Frá þessum tíma hefur mikið verið tekist á "í beinni" og hefur gula pressan átt verulega góða spretti í því máli. Mikil æsifréttamennska og allt of mikið af "heyrst hefur" og "óstaðfestar fregnir herma" og sitjum við áhorfendur eftir með ónot yfir því sem við urðum vitni að og hafa flestir fengið nóg af slíku fyrir löngu. 

Ég er kannski bara svona gamaldags að telja að það borgi sig að vinna úr ágreiningsmálum án þess að byrja á að bera þau á torg og gildir einu hvort um er að ræða stjórnarsamstarf eða hjónaband. Samstarf er nú þannig að það geta ekki allir fengið allt sem þeir vilja og þannig verður það alltaf. Það verður því að teljast jákvætt að meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borgarstjórn hafi tekist að vinna úr sínum málum og ætli að halda áfram að vinna að þeim málum sem voru komin á gott skrið þegar Björn Ingi fór. Þetta verður ekki auðvelt en ég hef fulla trú á oddvitum flokkanna, þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur verðandi borgarstjóra og Óskari Bergssyni og óska þeim og öðrum Reykvíkingum innilega til hamingju með afmæli Reykjavíkurborgar á morgun, 18. ágúst.

18. ágúst er okkur hjónum kær því fyrir átján árum síðan giftum við okkur í Háteigskirkju og höfum við því verið gift í hvorki meira né minna en fjögur og hálft kjörtímabil.


mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er nú pínu gamaldags og er sammála því að aldrei átti að slíta fyrsta meirihlutann, það var algjörlega óábyrgt af Birni Inga og reyndar voru sjallar ekki að standa sig alveg nogu vel í samstarfinu þá. VOna nú bara að fólk vinni vinnuna sína út tímabilið. Ég persónulega tek ekkert mark á þessari skoðanakönnun, hún segir bara hvað er að gerast akkúrat í dag en eftir mánuð verður þetta allt öðruvísi. Innilega til hamingju með morgundaginn og njótið vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er algjörlega sammála með það að þol fólks fyrir erfiðleikum fer snarminnkandi, um leið og eitthvað kemur uppá þá er rokið upp til handa og fóta, ef þetta er svona inná heimilum þá er ekki nema von að fólk sýni af sér þessa hegðun annarstaðar.

En innilega til hamingju með árin 18

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.8.2008 kl. 00:12

3 identicon

Elli "minn" og Dísa skvísa við álfarnir í dalnum óskum ykkur innilega til hamingju með daginn.  Njótið næsta kjörtímabils

Anna Bee (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:42

4 identicon

Til hamingju með kjörtímabilin ,( er þetta nokkuð líkt þér að miða við kjörtímabil en ekki ár eins og ,,allir" aðrir). 

Hvernig er það átti ekki að koma til Dalvíkur í sumar??????????

Kveðja Valgerður

Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 20:59

5 Smámynd: Ingibjörg R Helgadóttir

Til hamingju með 18 árin

Kær kveðja frá Tanganum.

Imba

Ingibjörg R Helgadóttir, 20.8.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband