Rituhöfðaliðið á öllum skólastigum

Nú er skólinn hafinn og var óvenju mikill spenningur Rituhöfðaliðinu þetta árið. Ástæðan er einföld. Ásdís var að fara í framhaldsskóla og Sturla í gaggann eða 8 bekk. Sædís Erla var svo að byrja í elsta árgangi leikskólans, elstubekkjardeildinni og var það engin smá upphefð. Sem sé þá er Elli minn með skólafólk á öllum skólastigum á framfæri. Sædís í leikskóla, Sturla í grunnskóla, Ásdís í framhaldsskóla, mamman í háskóla og meira að segja hundurinn fer á hvolpanámskeið í vetur.

Ég er búin að fresta útskrift fram í febrúar 2009, sem er nákvæmlega sú tímasetning sem ég setti á umsóknina mína. Tilviljun? Kannski og kannski ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ætti ég að sækja um styrk hjá Ella fyrir listnámi? Hann er eins og lánasjóður námsmanna! ;-) Gangi ykkur allt í haginn og frábært hjá þér að útskrifast í febrúar.

Vilborg Traustadóttir, 28.8.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lif og fjör á Rituhöfðaheimilinu, gangi ykkur allt í haginn og góða skemmtun um helgina.  Kærleikskveja

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband