Frábær söngleikur fyrir alla fjölskylduna sýndur í Mosfellsbæ

Í dag verður bæjarhátíðin okkar, Í túninu heima sett. Við (allur Rituhöfðinn) ætlum að fjölmenna á setninguna og þramma svo í skrúðgöngu í Unnarnesbrekkurnar og taka þátt í brekkusönginn með Hljómi, sem er algjörlega ómissandi á Mosfellsbæjarhátíðum. 

Rituhöfðinn er farinn að skreyta að vanda, enda eigum við titil að verja frá síðasta ári W00t. En við slepptum að setja upp bannerinn og fleira því spáin var ekki skreytingarvæn. En það verður örugglega klárað með stæl í dag.

Annað kvöld verða svo haldnir stórtónleikar á torginu í miðbænum.  Hljómsveitin Buff mun spila, Raggi Bjarna, Sigga Beinteins og Bryndís Ásmunds með Tina Turner Show, Gunni og Felix og Simmi og Auddi ásamt Mosfellingunum Hreindísi og Þórunni. Sædís Erlan hlakkar ekkert smá til því þar verða Ingó og syngur sumarsmellinn Bahama.

En í gær frumsýndi Leikfélag Mosfellssveitar söngleikinn "Ýkt kominn yfir þig". Við fjölmenntum, enda frumburðurinn Ásdís Magnea einn af leikurum sýningarinnar. Hún var búin að halda hlutverki sínu leyndu fyrir okkur og því kom það skemmtilega á óvart að hún var með tvö frábær hlutverk og söng líka eins og engill þessi elska. Það var meiriháttar að sjá þessa krakka sem eru búin að vera í sýningum í leikhúsinu frá því að þau voru sex ára. Ég get heldur betur mælt með þessari sýningu og vona að sem flestir nýti sér tækifærið og mæti með alla fjölskylduna í bæjarleikhúsið.

Hér er video frá sýningunni fyrir ömmu og afa á Sigló og Jóa frænda í Ameríku sem ekki geta mætt, en hitt liðið ætlar allt að mæta.

Næstu sýningar eru

- laugardaginn 30. ágúst kl.16.00

- miðvikudaginn 3. september kl.20.00

- fimmtudaginn 4. september kl.20.00

Miðapantanir í síma 566 7788.... nánar á heimasíðu Leikfélags Mosfellssveitar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg R Helgadóttir

Vá flottir krakkar ! Kæar kveðja, Imba

Ingibjörg R Helgadóttir, 29.8.2008 kl. 17:20

2 identicon

Frábært, til hamingju með þetta og hver veit nema Hafnarfjörður heimsæki Mosfellsbæ á morgun? Við Rúna ætlum allavega að skreppa þangað á miðvikudaginn og kaupa okkur grænmeti. Kíkjum kannski bara í kaffi?

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG held að veðurspáin sé ágæt þannig að ég óskar ykkur góðrar skemmtunar, hlakka til að´sjá myndir.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband