Hann pabbi minn á afmæli í dag

Pabbi, mamma, Kristín, Jóhann og Herdís Jóhann bróðir, pabbi, ég, mamma og Kristín systir

Pabbi minn, Sigurjón Jóhannsson er áttræður í dag, 8. september og vil ég fyrir hönd allra afkomenda sem ganga undir nafninu Sigló Group óska afa á Sigló til hamingju með daginn.

Hann pabbi er alveg einstakur maður. Ég er yngst og var hann viðstaddur fæðingu mína, sem var ekki algengt á þeim tíma, en ég fæddist heima á Laugarveginum þegar Kristín systir var sjö og Jóhann bróðir nýorðinn fimm ára. Ég hef nú alltaf verið pabbastelpa og þegar pabbi kom í land þá hékk ég í honum og þvældist með honum niður á bryggju, inn í bústað og út um allt og voru skemmtilegar ferðirnar hjá okkur þegar við fórum með klinkið í sjoppuna til Matta Jóhanns til að spila í Rauða kross kassanum. Pabbi á það til að vera með hvíta lygi, svona rétt til að láta fólki líða betur. Ég man til dæmis eftir því þegar ég kom heim frá Agnesi með appelsínugult, rautt og hvítt hár, eða kannski var það þegar ég kom burstaklippt heim, en það hlógu allir að mér og ég varð voða sár og þá kom pabbi og sagði "ef þetta hefði verið í móð í gamla daga hefði ég örugglega líka verið svona" LoL... og ég næstum trúði því, en a.m.k. þá leið mér betur á þeirri stundu.

Það er ótrúlegt hvað pabbi hefur upplifað miklar samfélagsbreytingar og er gaman að hlusta á sögurnar hans. Sögur frá því að hann var barn og unglingur í Fljótunum, frá sjómennsku, skotveiði, mannbjörg og lífsháska. Hann bjó í Vestmannaeyjum til 5 ára aldurs, en fæddist samt á Siglufirði þegar amma var á ferðalagi. Svo flutti fjölskyldan í Vík þar sem þeir Steini ólust upp í Haganesvíkinni og sprelluðu ýmislegt saman bræðurnir og fóru svo báðir í stýrimannaskólann. Svo flutti pabbi á Siglufjörð og þar kynntist hann mömmu og hafa þau búið þar alla tíð, utan við veturinn á Raufarhöfn. Þá var ég fjögurra ára og pabbi var skipstjóri á togara þar. Það var viðburðarríkur vetur, við sigldum Austur í haugasjó og ég sat í brúnni hjá pabba og horfði á fuglana með gula nefið, alsæl á meðan allir aðrir fjölskyldumeðlimir lágu í koju hund sjóveikir. En ég var ekki eins hress í annað sinn sem hann fór með mig á sjóinn. Ég varð svo veik að hann hélt að ég væri með botlangakast og fór hann með mig í land, mér til mikillar hrellingar og skammaðist ég mín ekkert lítið, en trúlega var þetta gubbupest, því ég hef ekki orðið sjóveik, hvorki fyrr né síðar.

Pabbi var stýrimaður og skipstjóri í hálfa öld og var m.a. á Margréti, Hafliða, Elliða og Sigluvík frá Siglufirði, Ólaf bekk frá Ólafsfirði og fleiri togara og skip. Hann var fiskinn karlinn og svo finnst mér alltaf mikið til um björgunarsögurnar og sé ég þetta alveg fyrir mér, enda las ég ævintýrabækurnar sem krakki og elska spennusögur og ekki er verra þegar þær enda vel. ÉG var að telja það saman að pabbi hefur tekið þátt í björgun á 47 mönnum. Hann stakk sér til sunds úti á rúmsjó og bjargaði einum manni sem fór fyrir borð. Hann bjargaði tveimur í höfninni á Keflavík ásamt félaga sínum. Tók þátt í björgun á Havfrúnni færeysku ásamt fleirum, skútu sem fórst við Almenningana heima og náðu þeir 11 manns í land við erfiðar aðstæður. Svo bjargaði hann einum manni í höfninni á Ísafirði, en sá lamdi í skipshliðina þar sem pabbi var í koju og náði pabbi honum upp. Pabbi var fyrsti stýrimaður á Hafliða þegar þeir voru höfðu legið í vari í brælu. Þeir fóru svo út og köstuðu á svipuðum tíma og Fylkir, en þegar pabbi ætlaði að fara að hífa sá hann fallhlíf í fyrsta sinn, neyðarskeyti og fóru þeir og björguðu áhöfninni. Þar björguðu þeir 32 manns og af þeim voru 26 af félögum pabba, en hann hafði sjálfur verið á Fylki tveimur árum áður.

Hann pabbi elskar að veiða, fiskur, selur og skotveiðar á haustin. Gæsir og rjúpur og segi ég stolt að ég sé af mikilli rambófjölskyldu og skal, skal, skal, bráðum ná því að fara sjálf á gæs, enda búin að vera með byssuleyfi í rúm tíu ár og á alveg sjálf tvær haglabyssur. Pabbi hefur verkað hákarl og heima var soðin hin heimsfræga hákarlastappa ... og var húsið algjörlega dauðhreinsað á eftir. En í seinni tíð hefur stappan verið gerð "að heiman"  mmmmmmm, ég fæ vatn í munninn bara við það að hugsa um stöppuna.

Mamm og pabbi

Afi og amma á Sigló hafa verið gift i rúm fimmtíu ár, hálfa öld InLove, og eiga þau nú þrjú börn, tíu barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Svo ekki sé nú talað um öll skábörnin og barnabörnin þeirra Kristínar og Dodda, strákana í Hjarðarhaga og strákana Balda og Gróu, sem allir hafa fyrir löngu fengið barnabarnastatus.... þvílíkt ríkidæmi. Hann pabbi líka hvert bein í mörgum af þeim strákum sem voru með honum til sjós og koma enn margir í heimsókn á Laugarveginn þegar þeir eiga leið um og heilsa upp á Budda skipstjóra.

Baldi og pabbi Baldi og pabbi á gæs

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega til hamingju með afmælið elsku afi minn. Ég elska þig allan hringinn og miklu lengra en það og eigðu góðan afmælisdag :*

Ásdís Magnea Erlendsdóttir :D

Ásdís Magnea Erlendsdóttir (barnabarn) (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 16:11

2 identicon

Hjartanlega til hamingju með afmæli föður þíns. Fór ekkert á Sigló í sumar, en það kemur sumar eftir þetta.

Bestu kveðjur.

Halli frændi.

Halli frændi (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Innilega til hamingju með afmæli föður þíns.   Mikill veiðimaður sýnist mér:):)

Marinó Már Marinósson, 8.9.2008 kl. 18:18

4 Smámynd: Ingibjörg R Helgadóttir

Til hamingju með pabbann, greinilega kaldur karl

Imba

Ingibjörg R Helgadóttir, 8.9.2008 kl. 19:04

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með pabba..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Karl Tómasson

Innilegar hamingjuóskir með hann pabba þinn Herdís mín.

Greinilega mikið hörkutól, fjallmyndarlegur og án vafa skemmtilegur.

Þú átt ekki langt að sækja þetta góða mín, það er nokkuð ljóst.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 8.9.2008 kl. 20:50

7 identicon

Kæra vinkona

Innilega til hamingju með pabba þinn, já við kunnum sko sögurnar ...  Þú manst nú eftir þegar við fórum með Drang...... ha ha. Skilaður kærri kveðju frá mér til Budda og Ásdísar. 

Kv.

Jónína Hafdís 

Jónína Hafdís (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:53

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til hamingju með kallinn og klukk!

Vilborg Traustadóttir, 9.9.2008 kl. 13:09

9 identicon

Kallinn er flottur

Hæ Herdís, Til hamingju með pabba þinn - hann er virkilega flottur kall. Skilaðu kveðju til hans og mömmu þinnar frá okkur þegar þú heryir í þeim. Kv. Challi og Vildís

Charles Óttar Magnússon (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 19:12

10 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Ynnilega til hamingju með  hann pabba þinn þetta var flott upptalning hjá þér enda merkismaður  hann pabbi þinn skilaðu til hans kveðju  kannski man hann eftir mér 

Gylfi Björgvinsson, 9.9.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband