Nútímalist

482642

Þessi frétta er í meira lagi skondin. Það er náttúrulega grafalvarlegt að falsa peningaseðla, en ég heyrði áðan að þetta hefði verið lokaverkefni í listaskóla, svona nokkurs konar kreppuverk. Tvær fullar töskur af Davíðsseðlum. Svo hafði einhver listaunnandinn nappað seðlum úr listaverkinu og verslað fyrir.... en er það nokkuð lögbrot, er það ekki bara gjörningur?


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir með þér, þetta er sko bara gjörningur og ber ekki að refsa fyrir, frekar kenna kassa starfsmanni á peningana

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 17:18

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Einar minn sagði að hann hefði farið í vettvangsferð á vegum skólans í fyrra   og endað  inn á Kjarvalsstöðum og þar hefði verið maður með tösku og gefið öllum krökkunum svona seðla og það er enn seðill hér á heimilinu í miklu uppáhaldi hjá stráksa.   

Marinó Már Marinósson, 5.11.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband