Handstýrt persónukjör

Mikið óskaplega er ég sammála Staksteinum í mogganum í dag varðandi stjórnlagaþingið og val fulltrúa.

Hvaða rugl er þetta? Lýðnum er treyst til að kjósa sér fulltrúa, en svo verður að hagræða niðurstöðunni, handstýra henni bara svona "nett".

Meirihlutinnn segir: .... að tryggt verði að fulltrúar landsbyggðar og landshluta fái sæti, hvort sem það verður gert með ríkari reglum um kjör eða reglum um einhvers konar jöfnunarsæti....

.... svo verður að tryggja að reglur um kjörið verði með þeim hætti að tryggt verði eins og hægt er jafnt kynjahlutfall á þinginu.....

Meirihlutinn áréttar í áliti sínu um málið að þátt fyrir persónukjör verði viðhaft sé þó mikilvægi þess að á stjórnlagaþingi sitji fulltrúar þjóðarinnar.

Það yrði því væntanlega að tryggja:

-fulltrúar af höfuðborgarsvæðinu (en samt ekki of marga)

-fulltrúar af landsbyggðinni

-jöfn kynjahlutföll

-fulltrúar af erlendu bergi brotnu

-fulltrúar unga fólksins

-fulltrúar út atvinnulífinu

-fulltrúa eldri borgara

og ef ekki fer eitthvað að gerast til að koma atvinnulífinu í gang og fjölga atvinnutækifærum á borði, verður kláralega að tryggja að stór hluti þingfulltrúa verði úr hópi atvinnulausra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ef þetta er svona eins og þú setur þetta upp, þá er þetta frekar ógnvekjandi.    Eiginlega hálf fyndið.   

Marinó Már Marinósson, 10.4.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég held, að þeir viti ekki, hvað þeir gjöra. Viti þeir hvað þeir geri, þá er verið að plata fólk. Það er of mikið allrahanda í pottinum, og það er greinileg fýla af súpunni.

Framsóknarmenn fara of geyst í þessi mál, og nýi formaðurinn hefur í reynsluleysi eða af óvitaskap leitt sitt fólk í gildru. Framsóknar flokkurinn er sem slitinn gólfklútur, sem hent verður efitr næstu kosningar, ef VG og Samfó fá nógan styrk til þess.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.4.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Svona breytingar eru ekki hristar fram úr erminni, breytingar sem þessar verður að gera vel svo framkvæmdin verði boðleg. Allt of oft hefur verið farið með ílla unnin mál í gegnum þingið sem hafa svo verið verri heldur en ekkert hefði verið gert.

Gylfi Björgvinsson, 17.4.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband