Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Tímaskekkja

Árlega leggja skattstjórar álagningar- og skattskrár fram til birtingar lögum samkvæmt. Í fréttum í dag var upplýst hverjir eru skattkóngar og drottningar landsins. Ég hef áður sagt frá því að ég man eftir einu atviki á Siglufirði tengt þessum tíma. Hengd var upp auglýsing um söfnun. Íbúar voru hvattir til að skjóta saman fé til styrktar ákveðnum mönnum í bænum, svona til að þeir ættu fyrir mjólk og salti í grautinn. Þetta var náttúrulega sett fram í kaldhæðni, af fólki sem fannst þessir menn vera fullneðarlega á skattskrárlistanum. Ég efast um að svona lagað gerist nú til dags. Ég held að fólk treysti því að skattayfirvöld sjái til þess að fólk telji fram, auk þess sem nú er meiri sjálfvirkni í kerfinu en áður var.

Alveg er mér sama hvað Jóna á móti þénar, en greinilega hafa einhverjir áhuga á því að skoða þessar upplýsingar. Það er gott hjá SUS að mæta með gestabókina, það verður gaman að sjá hvort fólk er tilbúið að gefa upp tilgang "rannsóknarinnar".

Eins og ég hef oft sagt er þetta tímaskekkja og kominn tími til að afleggja eins og margoft hefur verið lagt til á alþingi. Ég spái því að þess verði ekki langt að bíða að lögum um tekjuskatt og eignarskatt verði breytt og þetta aflagt. Þegar það gerist þá á ég ekki eftir að sakna þess að sjá í blöðunum fréttir um skattkónga. Ekki man ég hverjir fengu þá nafnbót í fyrra.


mbl.is Er álagning einkamál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuhundar leita uppi sölumenn dauðans

Eiturlyf

Skiptar skoðanir eru um það hvort auglýsa eigi eins og í dag að til standi að vera með aukinn viðbúnað og virkara eftirlit en vanalega. Ég persónulega er mjög hlynnt því að ræða málin opinskátt og er ég sannfærð um að það fælir sölumenn eiturlyfja frá því að selja á útihátíðum, ef þeir vita að þeir geti átt von á að hitta fíkniefnahund í vinnunni. Staðreyndin er sú að sölumenn gera út á útihátiðir og ætla ég að vona að lögreglan nái sem flestum um helgina.

Að nota hunda við leit er leið sem ber árangur og man ég að það voru einmitt hundar sem unnu vinnuna sína á írsku dögunum og kom upp eitthvað á þriðja tug mála ef ég man rétt. Það er ljóst að hægt er að bæta eftirlitið með þessum hætti og hefur það svo sannarlega markvisst verið aukið og árangurinn eftir því.


mbl.is Öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla vinnan mín

Ég verð að viðurkenna að þessi frétt vakti áhuga minn og þá ekki vegna spurninga um það hvort fiskarnir væru með kynsjúkdóm eins og sumir, heldur fyrir þær sakir að ég vann við það að rannsaka tilfelli sem þetta í níu ár.  Ég veit af reynslu að það er ýmislegt sem gæti valdið, en nú læt ég mér það nægja að bíða eftir næstu frétt um niðurstöðu rannsókna Sigga og hinna á Keldum um það hvað veldur sárunum.

Ég velti því svo fyrir mér í framhaldinu hvað maður er í raun langt því frá að vera ómissandi. Þegar maður er á kafi í einhverju starfi þá dettur maður stundum ofan í þá gryfju að halda að maður sé ómissandi. Að ekkert gerist nema maður sé sá sem framkvæmir og enginn geti gert hlutina betur en maður sjálfur. Svo hættir maður í þessu starfi sem var LÍFIÐ og nokkrum árum seinna þá er starfið sem skipti mann öllu orðið að frétt sem vekur áhuga manns, en ekki mikið meira.


mbl.is Laxar með sjúkdómseinkenni á gotrauf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skátinn minn og prinsinn

Vilhjálmur prins á alheimsskátamótinu

Hún var heldur sæl dóttir mín skátinn þegar hún hringdi heim í dag frá alheimsskátamótinu í Englandi. Skátamótið var sett í gær að viðstöddum rúmlega 42000 skátum frá 159 þjóðlöndum og var upplifunin meiriháttar að hennar sögn. Hún var heldur stolt yfir því að hafa fengið að taka þátt í því að taka á móti Vilhjálmi Bretaprinsi og gaf honum meira að segja skátaklútinn sinn og sá ekki mikið eftir klútnum. Hún hafði líka fengið að flagga fyrsta daginn með 158 öðrum skátum frá hinum ýmsu þjóðlöndum og verður það sjálfsagt stund sem hún mun geyma í minni sér um ókomna tíð.

Ásdís Magnea og Mosverjar á Jamboree


mbl.is Yfir 40 þúsund skátar samankomnir í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskar mílur

Bláu ljósin

Já maður hefur nú bara aldrei heyrt um svona lagað. Eru 90 km klst eru kannski 125 franskar mílur Whistling? Eða kannski hann hafi heyrt af því að það gangi að hugsa nógu mikið um að hlutir gerist til að þeir hlutgerist, eins og Ingibjörg Gunnars bloggvinkona mín og samstarfskona minnir á. En ég held samt að það dugi tæplega í þessu tilfelli.


Súperskátinn minn floginn

Ásdis Magnea

Það var heldur glatt yfir skátanum mínum í nótt þegar haldið var til Keflavíkur, enda stefnan sett á Jamboree í Englandi. Þetta verður mikil upplifun fyrir alla sem verða á staðnum og er ég að vonum glöð með að í þessum 40.000 skáta hópi í Englandi, eigi Rituhöfðafjölskyldan sinn fulltrúa.

Undirbúningur hefur staðið lengi og eru Mosverjar eitt öflugasta skátafélagið á landinu og er því stór hópur sem fer frá þeim og mikill hugur í skátum. Búið að fjárfesta í ýmsum viðlegubúnaði sem nýtist stóra skátanum okkar vonandi alla ævi. Ég er ánægð með að fyrir undirbúning var hún að missa áhugann, en nú virðist vera búið að blása lífi í glæðurnar og ætla ég að gera mitt til að halda eldinum lifandi, enda skátahreyfingin frábær félagsskapur. Það var gaman að sjá í fréttinni sem ég las í mogganum í morgun, um að margir forstjórar stórfyrirtækja ætluðu að taka fullan þátt í mótinu, enda "einu sinni skáti, ávallt skáti".

Ég vona svo sannarlega að allt gangi að óskum hjá þeim. Ég heyrði í gær að mótssvæðið væri þurrt og það væri ágætis hiti. Aðeins hefðu farið yfir stuttir skúrir og vona ég bara að það verði ekki verra en það á mótinu sjálfu. En komi til flóðs, er stóri skátinn minn þá a.m.k. í rétta félagsskapnum og ef hún er eitthvað lík móður sinni yrði smá björgunarfjör bara til að gera hlutina enn eftirminnilegri.

 

 


mbl.is Skátarnir fljúga til Englands í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki þessa indverska

Ég hélt kannski að þarna hefði verið að verki sú gamla indverska sem endaði á ruslahaugunum um daginn. Það var heldur óhugarleg saga og vona ég að sú gamla hafi fengið inni einhversstaðar. En samt þrátt fyrir að hafa verið flutt á haugana af dóttursonum sínum að beiðni dóttur hennar sjálfrar, þá vildi hún bara komast heim til þeirra aftur.

En ekki er þessi frásögn síður hræðileg. Enn eitt sæmdarmorðið og áttar maður sig ekki á slíku. Enda ekki beint reisn yfir því að enda í fangelsi fyrir að drepa einhvern sem maður elskar? Hér á Íslandi veit ég ekki til þess að slík sæmdarmorð hafi verið framin, en þetta þekkist í nágrannalöndunum.


mbl.is Sjötug amma myrti tengdadóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tivolí og Vogar

Sædís Erla að taka sig á loft

Við Rituhöfðafjölskyldan komum við í Tívolíinu við Smáralindina á leiðinni í Vogana á sunnudaginn. Við vorum að fara til að skoða flotta nýja húsið þeirra Höllu og Sigurjóns og kreista pínulítið Þórð lillamann Davíð Sjonnason.

Þeytivindan

Það var mjög gaman framan af í Tívolíinu, en þeytivindan varð síðasta tækið. Við þurftum að gera tvö stopp úti í vegakanti á leið okkar í Vogana og trúið mér að við vorum ekki þau einu sem þurftum að stoppa. En á leiðinni sá maður fleiri bíla snarhemla og bruna út í kant og smáfólkið hlaupandi út til að gubba. En mín tvö hresstust fljótt og voru alveg til í kleinur og kanelsnúða í Vogunum.

Þórður Davíð

Það var meiriháttar að hitta Sigurjón Veigar "litla" frænda og fjölskyldu og voru þau heldur betur heppin að fá þetta glæsilega hús. Engill var ekki heima, hann hafði farið með ömmu og afa í heimsókn og því hittum við hann bara næst. Sigurjón og Sturla fóru aðeins að leika sér með flugvélina sem varð svo bensínlaus og alt-bú. Við fengum kaffihúsakaffi a.la Halla og kræsingar og naut ég þess að horfa á svipinn Þórði Davíð litla, hann er eins og gamall lífsreyndur maður. Horfir á mann með þessum fallegu lífsreyndu augum og hugsar sjálfsagt sitt. 

Mamman á bænum var með myndavélina með sér eins og alltaf og er hægt að fleiri myndir hér.


Alheims skátamót í rigningu?

431569A

Jæja ég vona að það rigni ekki mikið á skátana áJamboree-inu í Bretlandi sem byrjar um næstu helgi. Þetta er alheimsmót og 100 ára afmælis skátahreyfingarinnar og því mjög sérstakt og mikið um dýrðir. Hún Ásdís Magnea er að vonum spennt og eru þau krakkarnir búin að safna í langan tíma og nú er loksins komið að þessu.

Ég veit að þetta verður gaman hvernig sem veðrið verður, enda er þetta skátamót og eru skátar "ávalt viðbúnir"


mbl.is Áfram skúraveður og flóðahætta í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir myndir og aftur myndir

Ég hef einfaldlega mjög gaman að því að taka myndir og er venjulega alltaf með myndavél við höndina. Strandamyndirnar mínar eru loksins komnar í albúm inn á 123.is síðuna og skar ég þær verulega niður, en samt endaði ég með að setja inn 188 myndir Crying og þarf því góðan tíma og vilja til að skoða þær allar.

Ég á mörg þúsund myndir í tölvunni minni og á diskum. Það slæma við stafrænu myndirnar er það að maður framkallar ekki myndirnar og þarf alltaf tölvu til að skoða. En það er svo sem ekki alslæmt því ég á nokkra kassa af myndum sem ég tók fyrir digitaltímann og á eftir að setja í albúm og var alltaf að bíða eftir því að ég hefði tíma til að setja þær inn í myndaalbúm, sem enn hefur ekki gefist Crying, þannig að tölvualbúmin eru líklega bara ágæt. Það er líka plús að ef meður notar netalbúmin, geta vinir og vandamenn, sem og aðrir sem hafa áhuga á skoðað myndirnar.

Ég hef líka gaman að því að skoða myndir sem aðrir taka og damlega sé ég ýmsar myndir hjá bloggvinum og eins fer ég oft inn á myndaalbúmin hjá Gumma félaga mínum Fylkis sem er í friðargæslu í Bosníu og eins skoða ég albúmin hjá Jóni Svavars ljósmyndara. Ég var einmitt að skoða myndaalbúm hjá Gumma í morgun sem sitja verulega í mér, en hann tók þær í minningar og grafreit í Srebrenica. Hann skrifaði við myndirnar að þetta árið hafi tæplega 500 líkamsleifar verið jarðsettar og að það væri Íslendingur sem ynni við að bera kennsl á þær, hún Eva Kowalski.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband