Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Engir langferðabílar á Ströndunum

Ég var í Djúpuvík í síðustu viku og kom til okkar ungt erlent par sem var á ferðalagi um Ísland. Þau voru að óska eftir fari til Hólmavíkur, en höfðu þau verið á ferðalagi um strandirnar í nokkra daga og ferðast með bátum milli staða. Þau voru alveg hissa á því að enn væru til svæði sem ekki væri hægt að hoppa upp í rútu til að koma sér milli staða og sögðust í raun ekki hafa áttað sig á þessu. Þau voru jafnframt hamingjusöm yfir því að hafa upplifað slíka náttúrufegurð sem þarna var og töldu sig trúlega aldrei upplifa neitt þessu líkt.

Ég er algjörlega sammála því að hægt er að fjölga gullnum hringjum á Íslandi, enda fullt af fallegum stöðum sem hægt er að skoða. Í hvert sinn sem maður fer um landið eins og við fjölskyldan höfum verið að gera þetta sumarið þá sér maður eitthvað nýtt og enn eru fjölmargir staðir við eigum eftir að skoða. Grátlegt er að ég Siglfirðingurinn á t.d. enn eftir að fara út í Málmey og Drangey og eins að ganga yfir í Héðinsfjörð frá Siglufirði, sem ég skal ná að gera áður en göngin koma.


mbl.is Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir reka ferðaþjónustuna Viking Tours
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að Elli minn komst heim

Þetta eru rosaleg flóð sem hafa verið í Bretlandi í sumar og á meðan er hitabylgja í sumum löndum í Evrópu og við hér á Íslandi alsæl með sumarveðrið okkar. 

Hann Elli minn var að koma heim í dag úr vinnuferð þar sem hann var að skoða golfvelli í vikunni og skoðaði hann víst flottustu vellina í Skotlandi, Englandi og Írlandi. Hann missti svo af kvöldvélinni í gær í London, því seinkun var á fluginu frá Írlandi. Því þeir vildu ekki fara þaðan fyrr en ljóst væri að þeir gætu lent í London. Svo þegar hann komst loksins til London komst hann ekki í vélina þó vélin væri ekki farin, enda enn varúðarástand á vellinum vegna hættu við hryðjuverk og því er engum hleypt inn á 11 stundu. Það var víst algjör kös á Heathrow í gær og eins í dag þegar hann var að fara í gegn. Það var óveður um allt og mikið um seinkanir og flugum aflýst hægri og vinstri. Því máttu þeir félagar teljast heppnir að fá hótel inni í London í gærkveldi, en öll hótel í nágrenni vallarins voru uppbókuð. En hann komst heim í dag við mikinn fögnuð okkar Rituhöfðafjölskyldunnar og fórum við út að borða í tilefni heimkomu pabbans.

 


mbl.is Flugherinn kallaður út til aðstoðar vegna flóðanna í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offita, taktu hana alvarlega...léttu á hjarta þínu

Ég var á biðstofu í gær og greip bæklingfrá Hjartavernd og las. Þar eru ágætis upplýsingar um ýmislegt um aukna áhættu á hjartasjúkdómum af sökum offitu og hér eru nokkrar staðreyndir. 

Þeir sem fitna borða ekki endilega meira en þeir mjóu, þeir borða bara meira en þeir þurfa.

Íslendingar eru að þyngjast og á tímabilinu 1968 - 2002 og höfum við þyngst að meðaltali um 4 kíló þegar búið er að taka tillit til hækkandi meðalhæðar.

Ný íslensk rannsókn sýnir að 9 ára íslensk börn hafa þyngst verulega umfram það sem þau hafa stækkað á undanförnum áratugum. Samkvæmt rannsókninni eru tæp 20% níu ára skólabarna of þung og 5% of feit.

Helstu fylgikvillar offitu sem eru þekktir: Kransæðasjúkdómar, sykursýki II, háþrýstingur, röskun á blóðfitu, mæði, heilablóðfall, gallsteinar, svefntruflanir, kæfisvefn, krabbamein í ristli, brjóstakrabbamein eftir tíðarhvörf og slitgigt í hnjám og fleira og fleira

Safnast þegar saman kemur. Þrjár til fjórar kexkökur fimm kvöld í viku í sex mánuði gera 16 þúsund kaloríur og umbreytast þær skv. lögmálum eðlisfræðinnar í tvö kíló af forðafitu.

Leið að grennast eðlilega í sátt við líkama og sál er að velja EMMin þrjú: Rétta Máltíðarmunstrið, rétta Magnið og rétta Matinn.

  • M1 borða reglulega
  • M2 Skammtalisti í bæklingnum, en mátíð
  • M3 Fjölbreytt fæði án óþarfa fitu og sykurs

Að lokum:

  • Sleppið ekki aðalmáltíðum
  • Njóttu matarins
  • Hollur matur getur verið ljúffengur
  • Kynnið ykkur t.d. matreiðslubækurnar Af bestu lyst I og II
  • Drekkið meira vatn
  • Hreyfið ykkur daglega
  • Forðist skammtímalausnir
  • Reiknið út ykkar eigið BMI (kg/m2)
  • Ef BMI er yfir 30 er mælt með læknisskoðun

mbl.is Þyngsti maður heims léttist um 200 kg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farvel Sílamávur

Mikið ofboðslega er þetta orðið hvimleitt með Sílamávana og fleiri mávategundir reynar. Þeir eru náttúrulega farfuglar og borða síli og annað fiskmeti sem hann skækir úr á sjó og eru líka frægir eggja og ungaþjófar. En Þeir eru líka hræætur og gammast um allt eins og hundar í leit að æti innan um ferðamenn á tjaldsvæðum. Þetta var mjög áberandi á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri þegar við vorum á N1 mótinu og þegar fólk var að fara af svæðinu komu mávarnir í hópum og hreinsuðu til og drituðu um allt. Alveg gæti ég lifað með því að sjá þá ekki sveimandi á tjaldsvæðum og við bæjartjarnir, en ég trúi því nú samt að þetta sé skammgóður vermir og þeir mæti aftur á tjörnina blessaðir.
mbl.is Sílamávurinn lætur sig hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkuð

dart

Ég var klukkuð af Önnu Kristjánsdóttur blogggvinkonu minni, en ég var ekki alveg með á nótunum með þetta klukk. Sá svo áðan hvað það merkti og ákvað að slá til. En svo fann ég það út áðan og þýðir það að ég þarf að setja niður 8 atriði um sjálfa mig, sem eru ekki öllum augljós og klukka síðan 8 aðra bloggvini.

Ég fór að velta því fyrir mér hvað ég gæti sagt um mig, sem ekki væri öllum ljóst, því ég hef verið talin svona frekar opin og blogga oft um mig og mína. En ég ætla að prófa og verðið þið að dæma hvort það hefur tekist hjá mér. 

  1. Veit oft ýmislegt fyrirfram, en átta mig ekki alltaf á því af hverju. En trúlega eru það Strandagenin sem þar kikka inn.
  2. John Lennon var myrtur á afmælisdaginn minn 8. desember, þegar ég var í Reykjaskóla
  3. Ég er gamall togarajaxl, var á frystitogara í Alaska um tvítugt
  4. Er mikil tækjadellukona og er með króníska tölvu- og bíladellu....enda Tetra-tröll
  5. Hef aldrei þurft að skipta um dekk á bíl, en kann það vel ..... í alvöru Smile
  6. Er með fullkomnunaráráttu, sem hefur samt mildast með tímanum.... en fyrir nokkrum árum áttaði ég mig á því að allir gera mistök og það er bara allt í lagi
  7. Ég er svona 9 ára kona...vinn í 9 ár á hverjum vinnustað
  8. Ég elska lífið og er lífsmottóið mitt "að lifa lífinu lifandi"

Nú mun ég klukka átta góða bloggvini og hlakka til að sjá viðbrögðin W00t 

 


Komin heim af Ströndunum, rammgöldrótt og eldspræk

partur af Sigló Group

Ferðin okkar á Strandirnar með gullhjónunum mömmu og pabba var einu orði sagt, fullkomin. 

Ég ætla að dæla inn ferðalýsingum í pörtum og er ég að taka saman myndirnar til að ég geti útbúið myndaalbúm til að sýna, en ég veit að margir bíða spenntir og læt ég nokkrar með í kvöld, en albúm á morgun.

mamma og pabbi í Kjörvogi

Það var ótrúlega gaman að fara um Strandirnar með ættarlauknum honum pabba. Það var þó alveg sérstaklega gaman að koma í fjöruna í Kjörvogi, þar sem langamma Herdís og Þorsteinn langafi bjuggu í tugi ára. Við fréttum þar að frændi okkar (hann Halli frændi Gísla sem býr á Akureyri) hefði verið á þessum slóðum nokkrum dögum fyrr og var súrt að missa af honum.

Ég hélt að vísu að hún stóra systir mín Kristín (sem fékk millinafnið Steinunn í ferðinni) yrði eftir í fjörunni í Kjörvogi, því hún var hún búin að taka saman grjót sem hún ætlaði að flytja með sér í Grindavíkur, svo við fjölskyldan gætum notið þess að ganga um á Kjörvogsgrjóti í skrúðgarði þeirra hjóna. Doddi mágur neitaði að sækja það á bílnum, en hún var grjóthörð á þessu og grjótið er komið til Grindavíkur.

Gullveislan

Það var líka gaman þegar föstudagurinn þrettándi rann loksins upp og meira að segja fullt tungl. Heil 50 ár liðin frá því að mamma og pabbi giftu sig á Siglufirði í sól og blíðu líkt og var hjá okkur á Ströndunum. Við fórum öll út að borða á Hótel Djúpuvík um kvöldið og áttum saman ógleymanlega stund og héldum svo áfram að skemmta okkur í Skjaldarbjarnarvík, húsinu þeirra Vilborgar og Geirs.

En eins og ég sagði þá er þetta bara byrjunin og hér koma tvær myndir til viðbótar úr ferðinni.

Stóra og Litla Systurnar Stóra og Litla frá Kjörvogi

Úti að  Sædís Erla fór oft úr að "ganga með köttinn

Annars þarf ég að fara að skoða betur ættina hennar mömmu. Því þegar ég kom heim þá beið mín bréf frá Birni Péturssyni frænda mínum með disklingi sem hefur að geyma ættartölu þeirra mömmu...spennandi verkefni framundan þar.


Við galdramenn af Ströndum

Loksins, loksins er ég að fara á Strandirnar til fundar við andans áa. Ég er harðákveðin í því að sjá galdrasafnið á Hólmavík aftur og líka þetta í Bjarnafirði og vonandi hitti ég fullt af galdramönnum sem trúlega eru flestir eru skyldir mér.

Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir ferðinni. Mamma og pabbi eiga gullbrúðkaupsafmæli föstudaginn 13. júlí og ætlum við systurnar að fara með þeim í ferðalag í tilefni áranna fimmtíu með hluta afkomenda Sigló Group eins og við köllum stórfjölskylduna. Sá þrettándi er langt frá því að vera óhappatala í okkar fjölskyldu og teljum við það sérstakt happ ef  hann ber upp á föstudag eins og næsta föstudag. 

Önnur góð ástæða er sú að pabbi er ættaður af Ströndunu og höfum við aldrei farið lengra en í Hólmavík. Hann pabbi er þriðji liður frá Þorsteini Þorleifssyni, f. 7. júlí 1824, d. 9. sept. 1882. Bóndi, járnsmiður, hugvits- og yfirsetumaður í Kjörvogi Árneshreppi Strand og konu hans Herdísi Jónsdóttur, f. 22. mars 1830, d. 11. nóv. 1904.       

Börn þeirra voru: a) Herdís, b) Eiríkur Þorsteinn (langafi minn), c) Steindór, d) Jón, e) Helga Björg, f) Jón, g) Ásgeir, h) Þorleifur, i) Helga Björg, j) Guðbjörg, k) Sveinn.

1b Eiríkur Þorsteinn Þorsteinsson, f. 17. júní 1853 á Hjallalandi., d. 17. maí 1924. Bóndi, hreppstjóri og kennari í Vík í Haganesvík Skag. Ólst upp á Barði í Fljótum hjá Katrínu Jónsdóttur og Jóni Norðmann Jónssyni. Oddviti, sýslunefndarmaður. Hreppstjóri 1916-24. Bréfhirðingarmaður og símstöðvarstjóri í Haganesvík 1914-24. Hann var hraðgengur. "Hann var dulur í skapi, eftirtektarsamur með afbrigðum, veðurglöggur og líkt sem fátt kæmi honum á óvart".

Hann kvæntist 30. sept. 1888, Guðlaug Baldvinsdóttir, f. 20. ágúst 1867 á Dalabæ í Siglufirði., d. 15. des. 1924. 

Börn þeirra: a) Sigurlína Guðný, b) Herdís c) Sveinn Norðmann.

2b   Herdís Þorsteinsdóttir (amma mín), f. 30. ágúst 1893. Sýsluskrifari og húsfrú í Siglufirði hún giftist Jóhanni Pétri Jónssyni, f. 1. des. 1882, d. 11. okt. 1971. Kaupmaður í Siglufirði.

Börn þeirra: a) Karl Jóhannsson, b) Þorsteinn c) Sigurjón (pabbi minn)

Hann pabbi minn giftist svo Ásdísi Magneu þann 13. júlí 1957.

Þau skötuhjú stofnuðu fjölskyldufyrirtækið Sigló Group og hafa þau eignast fjögur börn. Kristínu '58,  Jóhann '60, Herdísi '65 og Sigurjón '73 sem lést nokkurra daga gamall.

Nú erum við sem sé að fara í pílagrímaferð á Strandirnar og ætlum að fara í Kjörvog og hafa gaman með þeim Vilborgu og Geir í Djúpuvík. Við ætlum að njóta þess að hafa gaman saman og æfa okkur í göldrunum, en margur verður af aurum api og þess vegna ætla ég að sleppa nábrókunum.


mbl.is Galdramenn á Ströndum láta nútímagaldra lítt til sín taka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætum sektarupplýsingum inn í landkynningarmyndbandið

speeding-ticket-433x185

Enn berast upplýsingar um að fólk láti ekki segjast í hraðakstrinum, þrátt fyrir áróður og hækkun sekta. Ég verð samt að upplifun mín af akstri á þjóðvegi 1 sýnir betra aksturslag og hegðun í umferðinni. Við höfum keyrt á löglegum hraða og hefur verið áberandi minna um framúrakstur og lítið sem ekkert um glannaskap, en einn ökufantur er samt einum fanti of mikið.

Það ætti kannski að bæta fræðslu um hraðakstur og háar sektir inn í landkynninguna fyrir lendingu. Gæti verið eitthvað á þessa leið. "The best way to enjoy the beautiful treeless landscape of Iceland is to drive around the countryThe general speed limit is 50 km/h in urban areas, 80 km/h on gravel roads in rural areas, and 90 km/h on asphalt roads."

"If you speed in Iceland, you must pay, on the spot and smile my friend Smile ".

 


mbl.is Hraðakstur þrátt fyrir helmingi hærri sektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltastrákarnir mínir

IMG_2947

Ég var að koma frá Akureyri þar sem ég náði í restina á N1 mótinu hjá Sturlu og pollamótinu hjá honum Ella mínum. Þetta var rosalega gaman þrátt fyrir að hafa ekki komist til Akureyrar fyrr en aðfaranótt laugardagsins og þá búin að keyra Sædísi Erlu til ömmu og afa á Siglufirði. En sú stutta lét sko ekki bjóða sér það að fara á fótboltamót fyrst í boði var að fara til ömmu og afa á Sigló.

Það var mikill fjöldi fólks og hitti ég ótrúlega marga sem ég þekkti alls staðar að landinu og svo varð maður nú líka að mæta á hliðarlínuna og hvetja sína menn.

Strurla Sær Stulli og félagar stóðu sig heldur betur vel og var minn maður ekki súr yfir því að skora fyrsta markið hjá C-liðinu og líka það síðasta í miklum drama leik. En þeir voru marki yfir þegar einn liðsmaðurinn varð fyrir því óláni að fá boltann í höndina í teignum og víti sem hinir náðu að skora úr. Stulli náði svo að klára leikinn og skoraði við mikinn fögnuð félaganna eins og sjá má á myndinni þegar þeir hrúguðu sér ofan á Sturlu í leikslok. Þeir enduðu svo ánægðir í 15 sæti af 28 liðum sem er flottur árangur hjá þeim.

kremja

Það var heldur fjörugra hjá Ella og UMFUS félögum og vann Hallur fagnið með yfirburðum þetta árið. Ég sá bara leikinn við ÞÓR-A en þann leik unnu mínir menn og voru þá komnir í 8 liða úrslit. Þeir töpuðu svo fyrir KR liðinu í bráðabana og verður Gústi trúlega allt árið að vinna upp traust félaganna, en hann brenndi af í bráðabana ... en þeir áttu sko að vinna leikinn að þeirra sögn. . Þeir UMFUS snákarnir lentu í 5 sæti af 20 liðum sem verður að teljast góður árangur og næst fara þeir sko alla leið. Hér eru þeir að taka fagnið í leikslok með hinu liðinu eins og sjá má, en þeir prófuðu fyrr um daginn að taka fagnið í upphaf leiks, en var það ekki alveg að gera sig og sk...töpuð þeir þeim leik og því var ákveðið að halda sig við fagnið í lokin.

IMG_2959

Þeir eru annars miklar hetjur og þetta árið brotnaði enginn og enginn heldur á hækjum eftir hásinaslit sem er nýtt met. það var veðmál í gangi varðandi rifbeinsbrot Ella, en nei Ó nei, ekki í ár...en hann karlinn var samt að koma frá lækni með ónýta öxl...en það var ekki eftir þetta mót Whistling. En við erum búin að leysa út sterana sem þarf að sprauta í öxlina á morgun svo karlinn geti haldið áfram í boltanum .... þessi elska LoL.

Hér eru myndir frá fótboltavikunni miklu.


Okkar öryggi, þeirra áhætta

nwb00492

Frábært framtak hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnunum SHS sem sýnir vel þá samstöðu og félagstuðning sem ríkir meðal þeirra. Sjóðnum er ætlað að styðja starfsmenn sem verða fyrir áföllum eða slasast, en það er öllum ljóst að starfið er vissulega hættulegt, en okkur borgurunum afar mikilvægt. Ég get vel ímyndað mér að það þurfi ákveðna hugsjón til að velja sér þetta starf og get ég ekki séð annað en að svo sé með þá stráka sem ég þekki og starfa hjá SHS.

Mér þótti ágætt það sem Jón Viðar slökkviliðsstjóri sagði um ferðina og læt ég það fylgja með.

„Markmiðið með öllu okkar starfi er að vernda líf og heilsu almennings en það er ljóst að oft reynir verulega á þrek og öryggi okkar manna við þau störf sem við sinnum. Við gerum ævinlega það sem við getum til að tryggja öryggi starfsfólks en við gerum okkur jafnframt grein fyrir að óvænt áföll geta orðið. Því leitum við nú eftir stuðningi almennings og fyrirtækja til að vera undir slík áföll búnir,"

Öll framlög munu renna óskipt í sjúkra- og líknarsjóðinn. Reikningur sjóðsins er nr. 515-14-106690. Kennitalan er 460279-0469

Hér er hægt að fylgjast með ferðalaginu

Góða ferð og gangi ykkur vel Smile

 


mbl.is Sjúkraflutningamenn safna í sjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband