Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Kraftur í leikskólabörnum í Mosfellsbæ

IMG_7117 Sædís Erla listamaður við verkið sitt

Það var heldur gaman að hlusta á leikskólaárgang 2003 í Kjarna í morgun. Þau mættu í rútum, gangandi og strætó og sungu maístjörnuna og fleiri lög og sýndu svo foreldrum og öðrum gestum listaverkin sem þau hafa verið að vinna í vetur. Þarna voru saman komin börn af öllum leikskólum Mosfellsbæjar og nutu hverrar mínútu. Söngurinn verður alltaf kraftmeiri með hverju árinu sem líður.

Bestu vinkonur "Ég er sko vinur þinn" Sædís Erla og Anna Sigga

Sædís Erla og Anna Sigga skemmtu sér konunglega saman og leiddust um allt. Enda ekki á hverjum degi sem þær hittast á leikskólavettvangnum, þar sem Anna Sigga er á Hlíð og Sædís Erla á Huldubergi.

Hér eru nokkrar myndir af Sædísi Erlu og félögum.

Árgangur 2003

IMG_7126

mæðgurnar í Kjarna

IMG_7130

Strákarnir á Silfurbergi

IMG_7129

Sædís Erla á bókasafninu

IMG_7160

Anna Sigga

Sædís Erla og krakkarnir á Silfurbergi að fara í leikskólann aftur


mbl.is Leikskólabörn aldrei fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NN forsíðustúlkan á Skólavörðunni

Ég fékk póst frá Birni Þráni og spurði hann mig hvort ég væri ekki búin að sjá Skólavörðuna. Nú ég var ekki búin að sjá hana og lofaði hann því þá að ég fengi að sjá forsíðumyndina þegar ég kæmi á fund til hans stuttu seinna. Nú svo fékk ég póst frá vinkonu minni Hafdísi Rut og fór hún að tala um myndina sem var þá af formanni fræðslunefndar Mosfellsbær á kynningarfundi vegna Krikaskóla. Svo fékk ég fleiri pósta frá Elísabetu sem sá myndina og Ástu Steinu  Í dag fékk ég svo póst frá Guðlaugu Bjarna vinkonu minni og kennara sem ég hef ekki séð í langan tíma, en við stefnum nú að hitti.... strax eftir próf. Ég er bara nokkuð sátt með þessa óvæntu "heimsfrægð" því það kom í ljós að ég átti enn nokkra vini, því ég var nefnilega handviss um að þegar ég yrði loksins búin með námið ætti ég enga vini eftir.

En myndina tók hann Jón Svavars ljósmyndari á kynningarfundi vegna Krikaskóla. Það var svo ekkert meira um skólann í blaðinu. Það er kannski verið að bíða eftir því að búið verði að ráða skólastjórann og taka hann þá tali.

Imported Photos 00001

En hér er sem sé NN forsíðustúlkan


Stolt mamma og svarið um vatnsfallsvirkjanir

Ég verð nú bara að segja að ég var ekkert smá ánægð með hana Ásdísi mína þegar hún sýndi uppkastið af því sem hún skrifaði um í ritun, á samræmda íslenskuprófinu.

Hún skrifaði  um fallegu náttúru okkar Íslendinga, vatnsfallsvirkjanir og náttúruauðlindir. Hún skrifaði um mikilvægi þess að endurvinna og að heima hjá henni væri allt sem hægt væri að endurnýta, endurnýtt Smile. Hún skrifaði "því hvert fer allt ruslið? Það endar í einhverjum haugum og fjöllum í náttúrunnu okkar. Ef allir myndu hugsa eins og henda öllu sem hægt er að henda væri örugglega stór partur af landinu undir rusli. Þá væri ekki hægt að drekka vatnið beint úr ánni af því að það væri mengað" Svo endar hún á að skrifa  " .....bara ef allir myndu sýna smá skynsemi og fara með blöðin og fernuranar einu sinni til tvisvar í mánuði, svo að við getum haldið okkar stolti yfir hreinni og fallegri náttúru."

Eftir að ég las þetta þá spurði ég... "Ásdís mín veist þú hvað vatnsfallsvirkjun er?"  "Já auðvita mamma, það eru virkjanir sem framleiða raforku með vatni" Shocking..... og svo hugsaði hún örugglega sitt um efasemdir mömmunnar, sem varð bara enn stoltari yfir svarinu.


Frumburðurinn í fyrsta prófinu

Það er ótrúlegt að frumburðinn sé að taka fyrsta samræmda prófið sitt í dag og næsta törn verður í menntó. Það er samt eins og það hafi verið í gær sem hún fór með Telmu vinkonu sinni í Varmárskóla, í gulu regnkápunni sinni svo glöð og tilbúin að fara að læra.
mbl.is Samræmdu prófin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar

ellisturlablom

Búið er að setja upp sýningu leikskólabarna Mosfellsbæjar í Kjarna, en hafin er hin árlega Menningarvika leikskólanna. Sýningin stendur fram á  föstudaginn 2. maí og eiga öll börn listaverk sem verða til sýnis í Kjarnanum. Þetta er meiriháttar viðburður og mæta börnin í hópum í Kjarna, eftir árgöngum, skoða sýninguna og syngja fyrir gesti og gangandi. Sædís Erla átt listaverk á sýningunni undanfarin ár og er gaman að mæta og hlusta á krakkana syngja, þvílíkir gullmolar.

Í dag mæta árgangar 2004-2005-2006 og syngja klukkan 10.40. Á morgun mætir svo fröken Sædís Erla í Kjarna ásamt árgangi 2003 og syngur kl 10.40 og ætlar mamman að vera á staðnum, nema hvað! Sædísi Erlu fannst mest spennandi að Anna Sigga vinkona hennar sem er á Hlíð kæmi líka. En hún var alveg með það á tæru að þær gætu nú samt ekki farið með sömu rútu. Á föstudaginn 2. maí kemur svo útskriftaárgangurinn, árgangur 2002 og syngur við undirleik nemenda Listaskóla Mosfellsbæjar klukkan 14.00

Þetta er í fimmta sinn sem Menningarvikan er haldin og hefur hún vakið verðskuldaða athygli. Sýningin og leikskólakórinn gefur góða innsýn í það frábæra, fjölbreytta og metnaðarfulla starf sem unnið er á öllum leikskólum Mosfellsbæjar. Það fer að líða að vorhátíð á Huldubergs og sveitaferðin skemmtilega á Grjóteyri um miðjan maí. 

Ég mátti til með að setja inn mynd af Sturlu, Ásdísi og Ella að gróðursetja sumarblóm á vorhátíð á leikskólanum Hlíð um árið, alveg yndisleg mynd.


þegar ég bruddi klaka

Ég man þegar ég var ólétt þá bruddi ég klaka af áfergju og var eins og grjótkvörn... Það var alveg frábært að koma á Vertshúsið til tengdamömmu, en hún átti klakavél. Mikið rosalega var ég fegin eftir á að fékk ekki æði fyrir súkkulaði eða rjómaís. 
mbl.is Skrýtnar kenndir á meðgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimaprófi að ljúka og samræmduprófin að nálgast

Jæja ég verð bara að segja að ég er nokkuð sátt eftir þessa miklu vinnutörn og ákvað að verðlauna mig með smá bloggi. Ég fann það áðan þegar liðið kom heima að ég hefði ekki náð að gera svona mikið með þau öll, en það var samt yndislegt að fá þau heim. Við stelpurnar nutum hverrar mínútu og fórum m.a. í göngutúr upp í besta bakarí í heimi Mosfellsbakarí og fengum okkur hressingu. Gengum svo heim, eftir gott spjall við marga nágranna og sáum flottu Esjumyndina sem Óli Haukur frændi Örnu gerði, en hún svona smellpassaði í eldhúsið. Svo fórum við heim og Ásdís fór að læra en ég hélt áfram úti í garði. En ég varð að komast aðeins í moldina og uppskar sorgarrendur, rispur og sár en rólegri sál.

Elli, Sturla og Kiddi fóru á skíði og sædís fór bæði í fjárhús og hesthús og naut þess að vera með ömmu Binnu hjá Lilju frænku á Hvammstanga. En svo fóru þau öll í ferminguna hans Arnórs Smára og var veisla í Reykjaskóla þar sem þau búa, í gamla matsalnum mínum.

Heimaprófið er að verða búið hjá mér. Ég á bara eftir hálfa spurningu og ef ég hætti þessum skrifum nú get ég örugglega klárað í kvöld, en svo er alltaf gott að áta sig dreyma lausnina, ég hef oft leikið það með góðum árangri. En helgin hefur verið mjög skemmtilegt og gaman að vera með frumburðinn ein heima. Við höfum dúllað okkur farið út að borða, farið í bíó og keypt ís. tekið myndir á skjánum og spjallað úr í eitt. Fullkomin mæðgna lærdómshelgi.


Lengi lifir í gömlum glæðum

hs_flugslys

Ég var að renna yfir fréttir helgarinnar þar sem ég hef verið á kafi í heimaprófi og hef lítið fylgst með. En sá myndina af Vestmannaeyjavelli á forsíðunni í morgun og varð hugsa til félaga minna í ráðgjafahópnum og æfingarinnar í gær. Þegar síðasta æfing var haldin í eyjum var ég með Sædísi nýfædda og nú er Nonni minn með litlu sína nýfædda...hvað er þetta með neyðarvarnafulltrúana og ungabörn

Gott að æfingin gekk hratt og vel, en ég tók eftir því í umfjölluninni í morgun að leikararnir sem spila stóra rullu í æfingunni (vel farðaðir af Vigdísi og Co) sögðu að þetta hefði gengið mun hraðar fyrir sig en síðasta æfing.

Ég mátt til með að skella einni flugslysaæfingamynd af fyrrverandi neyðarvarnafulltrúa Rauða krossins í fullum skrúða.


mbl.is Björgunarviðbrögð æfð í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpurnar einar í kotinu

Við Ásdís Magnea vorum að koma úr bíóferð, eftir maraþon heimaprófsdag hjá mér og náttúrufræðilærdómsdag hjá Ásdísi. Að vísu svaf heimasætan fram að hádegi og lagði sig svo aftur seinnipartinn og er að fara að sofa, en hún verður þá a.m.k. úthvíld og fín  samræmdu prófunum eftir helgina LoL. Þetta var fínn dagur hjá mér hér við stofuborðið og held ég að að baki sé svona 1/3 af prófinu og enn nokkrir dagar til stefnu. Ég er bara svo hræðilega skipulega óskipulögð og þarf að vinna í öllum prófspurningunum í einu, en svona er ég bara og svo allt í einu smellur þetta saman, ég veit það alveg.

Ég missti af þingi umhverfisfræðinga í dag, en bara næst! Mig langaði líka til að fara í Perluna í dag, en bara næst! En ég ætla samt að taka mér smá frí og skella mér í Perluna á morgun og skoða vistvænan lífstíl.


mbl.is Umhverfisviðurkenningar afhentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimapróf og síðasti skóladagurinn

Það er ótrúlegt en satt, en síðasti skóladagurinn minn í meistaranáminu er að baki, en í gær fór ég í síðasta tímann minn. Þegar ég labbaði út úr Öskju var skrítið að hugsa til þess að þetta væri allt að hafast hjá mér og satt best að segja átti ég ekki von á því þegar ég byrjaði fyrir tæpum tveimur árum að ég næði að klára þetta svona fljótt. En maður verður að hafa trú á því sem maður er að gera og ekki verra að hafa mikinn áhuga og þá hefst þetta allt saman með góðri hjálp fjölskyldu og vina.

En í fyrramálið byrjar heimapróf hjá mér. Ég sit hér í startholunum og raða skipulega í kring um mig vísindagreinum og bókum og hlakka til að takast á við þetta verkefni. Við höfum tíma fram á þriðjudag og veit ég alveg að mín á eftir að sitja við og vinna hörðum höndum alla helgina og alveg fram á þriðjudag Wink. Ég hef gaman að því að taka svona tarnir og er þetta bara eins og stór flugslysaæfing, en ég á samt ekki von á því að slúttið á þriðjudaginn verði jafn skemmtilegt og eftir æfingarnar. 

Við Ásdís Magnea erum tvær heima. Hún að lesa fyrir samræmdu prófin og ég í heimaprófinu. Elli er að keyra á Siglufjörð í þessum skrifuðu orðum með Sturlu og Kidda vin hans, en þeir ætla að fara á skíði. Sædís Erla verður með ömmu Binnu í sveitinni alla helgina og höfum við stelpurnar því allan tímann í veröldinni til að læra.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband