Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Reykjaskólamótið framundan

Reykjaskóli

Ég trúi því vart að aðeins sé vika í Reykjaskólamótið okkar Reykskælinga sem vorum í Reykjaskóla í Hrútafirði árin 1980-1982. Næsta föstudag mun ég bruna í Hrútafjörðinn og koma mér vel fyrir í gamla herberginu mínu á Sundlaugarvistinni, herberginu sem ég var í seinna árið mitt í skólanum.

Stemmingin fyrir mótinu hefur verið að stigmagnast og 10 dögum fyrir hátíðina voru  70 fyrrum nemendur búnir að skrá sig og lengist listinn með hverjum deginum.

Ég var að rifja upp tímann frá því í lok febrúar þegar ég fékk bréfið frá hátíðarnefndinni. 

"Komið þið öll sæl og blessuð.

Þá er búið að senda nánast öllum Reykjaskólanemendum "80 til "82 bréf, alls 172 stk, en þó eru nokkrir sem búsettir eru erlendis. Nöfn þeirra verða birt áður en langt um líður þannig ef einhver skyldi vera í sambandi við viðkomandi getur hann látið vita.

Eins munu kennarar fá bréf  en þeir eru auðvitað velkomnir."

Ég er ekki viss en trúlega hef ég gargað þegar ég las bréfið, því fjölskyldan leit undrandi á mig.

Það var aldrei spurning hvort ég færi á mótið,  talandi um forgangsröðum. Ég meldaði mig á heimasíðunni að beiðni hátíðarnefndar og lét þau Bjarka, Daddý, Eika, Ragga Kalla og Siggu vita hvað mér þætti þau frábær að starta þessu. Nú sem fyrrverandi fulltrúa í ritnefnd Reykjaskólablaðsins (hefði verið netsíðustjóri ef internetið hefði verið til) bauðst ég til að senda myndir til að setja inn á síðuna .... það leið ekki nema sólarhringur þangað til ég var búin að bjóða fram aðstoð mína við að safna saman myndum og setja saman Reykjaskólamyndband W00t.

Þessi tími sem liðinn er frá því að ég skrifaði fyrstu færslunaum mótið 28. febrúar sl. hefur verið viðburðarríkur og skemmtilegur. Aðkoma mín að Reykjaskólasíðunni átti eftir að aukast því boð mitt um aðstoð var þegið. Ég hafði smá áhyggjur af því að þau RSK + BED myndu sjá eftir því þegar ég réðst á síðuna, breytti útliti og hóf að setja inn færslur ...... en ég slapp við skammir. 

Þá hófst myndasöfnun og gerði ég tilraunir til að fá minningarbrot frá nemendum...en það voru bara bloggararnir Habba, Gunna Jóns, Imba og svo sendi Didda Jóns vinkona mín Reykjaskólasögu ... jú og svo fengum við líka senda kveðjur frá Jónínu Ben sem var ánægð með framtakið og ætlaði að mæta (en held samt að hún hafi ekki skráð sige ennþá) og Bredda eða Kristni Breiðfjörð kennara og núverandi skólastjóra og Elísabetu konu hans sem kemst ekki. 

Það gekk aðeins betur með myndirnar. Ég fékk myndasendingu frá Ómari Má félaga mínum og sveitarstjóra í Súðavík, Ásgeir JónsGunna Jónsog svo Bjarki setti inn frábærar myndir, svo fékk ég heilt myndaalbúm frá Höbbu og tvö albúm frá Daddý og skannaði ég inn myndir úr þeim og setti inn.  

Ég lagðist í rannsóknir, enda vísindamaður inn að beini og skoðaði reyndi ég að hafa upp á fyrrum nemendum, mér til ánægju og yndisauka. Það var gaman að sjá hvað leyndust margir kennarar í hópnum og pólitíkusar og hvað hefur nú ræst úr liðinu. Ég fann nú bara einn prest og einn lækni, en kannski eru fleiri slíkir í hópnum án þess að ég hafi haft upp á þeim.

En það var heldur gaman þegar ég fékk í hendur upptökurnar frá Ragga Kalla. Frá Hippabandinu og hljómsveitakeppni sem haldin var í Reykjaskóla og hafa lögin algjörlega slegið í gegn. Ég skellti nokkrum myndum með tónlistinn svo fólk gæti nú upplifað gamla fílinginn og held að það hafi einmitt verið það sem fólk vantaði því Hátíðarnefndin hafið ekki við að skrá aðdáendur sem ekki ætla að missa af comebackinu.

Ég mátti til með að kom við í Reykjaskóla á leið minni á Siglufjörð í síðustu viku og renndi á smókinn... en ég held að flestar myndirnar sem teknar voru hafi einmitt verið þaðan ... svo hitti ég Palla Fanndal á Siglufirði og kom í ljós að hann hafði gert nákvæmlega það sama LoL

Þetta heimasíðustúss með Hátíðarnefndinni er búið að gefa meistararitgerðarskrifsumrinu heilmikla tilbreytingu verður ekki lítið gaman að hitta allt liðið í eigin persónu eftir 5 daga.

gamli góði smókurinn í Reykjaskóla

 

 


Rólegheit um verslunarmannahelgina

Við erum heima um verslunarmannahelgina, Elli á hækjum og það allt Wink. Ég er sjálf líka frekar lúin, en ég kláraði í gær kafla í bók sem rannsóknahópurinn sem ég er búin að vera að vinna með hefur verið að vinna að í um tvö og hálft ár. Kaflinn er um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga varðandi verkefni sem þarf að vinna á neyðartímum og við endurreisn sveitarfélaga eftir náttúruhamfarir. Ég er búin að greina lög og reglugerðir, sjóði og hlutverk hvers og eins. Þessi kafli fer í meistararitgerðina mína sem er um hlutverk sveitarfélaga í almannavarnakerfinu.

Í gær fórum við fjölskyldan út að borða. okkur leið  eins og Palla sem var einn í heiminum, það var bara nánast enginn á ferli. En þegar við komum á American style hittum við Kidda, Gullu og Ástrós sem voru að koma úr golfi og því varð þetta að yndislegri fjölskyldumáltíð. Við komum svo við hjá Írisi og Gumma á heimleiðinni og héldum upp á innsetningu ÓLG í forsetaembættið í fjórða og síðasta sinn.

Í dag er bíódagurinn mikli. Fyrst fórum við Sædís Erla og Sturla Sær í Kringlubíóið og sáum Kon Fu Panda og skemmtum okkur hið besta. Sturla fór svo með næsta holli... Ásdísi Magneu og Ella og hækjunum í VIP salinn í Álfabakka til að sjá Batman ......  en Elli getur náttúrulega ekki setið eins og flestir og því græddu krakkarnir Lazyboy bíó. við Sædís Erla eru bara búnar að sofa á meðan, hún er enn sofandi með Skvísý. Hver veit nema við skellum okkur að Hlöðum í kvöld eftir kvöldmatinn, en tengdó, Siggi og Inga Rósa og krakkarnir eru í útilegu og verður rosalegt fjölskylduball í kvöld... en það kemur bara í ljós, kannski verður bara kósý kvöld hjá okkur í Rituhöfðanum Happy.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband