Útlendingastraumur til Íslands

Mikið hefur verið í umræðunni hvort hleypa ætti fólki af erlendu bergi brotið inn í landið og ekki hefur síst verið rætt um viðhorf Frjálslynda flokksins á þessum málum. Mest hefur þó borið á umræðu um straum erlends vinnuafls til landsins, fólk sem kæmi eingöngu til að vinna og hefði ekki nokkurn áhuga á samfélagi okkar því að læra íslensku. En við getum ekki gleymt því í allri þessari umræðu að það er fullt af fólki kemur hingað, af því að það vill búa hér.

Mikilvægt er að við Íslendingar áttum okkur á því að við erum hluti alþjóðasamfélaginu. Okkur þykir sjálfum sjálfsagt að fara að vinna í útlöndum og flytja hvert sem okkur sýnist og höldum held ég svei mér þá að séum að gera öðrum greiða með nærveru okkar. En að hleypa útendingum inn í landið okkar til að búa, ó nei, ekki aldeilis!

Er ekki eitthvað skakkt við þessa mynd?

Að mínu mati þá borgar sig ekki að setja sig á háan hest í þessum málum og loka augunum. Við snúum ekki þróuninni við, landamæri eru ekki eins skýr og áður fyrr og aðeins tekur okkur fáeina klukkutíma að ferðast til annarra heimsálfa. Það má vel vera að ég sé ofurbjartsýn og einhverjir segðu að um sé að ræða afneitun á þau neikvæðu áhrif sem innflytjendur hafa á íslenskt samfélag.  Ég neita því og bendi á að ég sé bara mun fleiri jákvæða þætti og hvað fólk sem ákveður að flytja til Íslands getur auðgað okkar samfélag og hef ég bæði séð það og reynt.

En margt hefur samt breyst í rétta átt í viðhorfum okkar á liðnum áratugum. Fólk er hætt að gera ráð fyrir því að fólk sem hefur annan hörundslit en við Víkingarnir, tali ekki íslensku. Ég man eftir skondnu atviki sem ég varð vitni að, sem átti sér stað fyrir um það bil 20 árum síðan. En þá kom þeldökkur maður inn í sjoppu og beið eftir afgreiðslu eins og gengur og gerist. Þegar kom að manninum þá sagði afgreiðslustúlkan og brosti ..... "What can I do for you?" ...... og þá svaraði maðurinn á þessari líka fínu íslensku....... "Ég ætla að fá pylsu með öllu og kók"... Ég stór efast um að svona atvik ætti sér stað í dag.

Að mínu mati eigum við að bera virðingu fyrir fólki, sama af hvaða kynstofni og kyni það er og gæti verið gagnlegt fyrir suma að líta í spegil sálarinnar. Ég hef því miður ekki upplifað það að vera eina hvíta manneskjan á svæðinu í Afríku eða Asíu, en þeir sem það hafa reynt segja að það sé sérstök upplifun og hollt hverjum manni. Að vera allt í einu orðinn öðruvísi en allir hinir, allir glápa og vilja snerta og taka mynd.

Það er að mínu mati til fyrirmyndar hvernig mörg fyrirtæki og stofnanir hafa staðið að fræðslu fyrir sína starfsmenn í vinnutíma og var frábært á árshátíð sem ég var á hjá einu af hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins þegar ein af þessum aðkomnu starfsmönnum söng gullfallega, á íslensku .... já það sýnir okkur að brandarinn um vistmanninn sem bað þess eins að komast aftur heim til Íslands, er að þynnast út..

Ég held einmitt að við ættum öll að taka ábyrgð og virkja þessa nýju Íslendinga til þátttöku í samfélaginu og auðvelda þeim sem hafa valið Ísland til að búa í að aðlagast. Mikilvægt er að efla stuðning í skólum enn frekar og bjóða upp á íslenskukennslu, sem er að mínu mati lykillinn að okkar samfélagi og því að vera virkur þátttakandi í íslensku samfélagi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sonur minn hefur upplifað það í Thailandi að krakkar hópast að honum til að snerta hann.  Þá er hann langt inni í landi fjarri ferðamannastöðum.  Meðal ættingja konunnar sinnar og þaðan sem hún hans er ættuð.  Honum finnst það alveg stórmerkilegt og gaman.

Vilborg Traustadóttir, 26.3.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já ég er viss um það og vona ég að mér takist að leggja slíka reynslu inn í Reynslubanka minn einhvern daginn.

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.3.2007 kl. 13:07

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Hugsa að 96% landsmanna sé sammála þér, allavega virðast ekki margir ætla að kjósa frjálslynda .

Er ekki aðal málið til að forðast þessi neikvæðu áhrif við að fólk flytji til landsins að passa að það sé ekki brotið á þeim hvað varðar laun og aðbúnað?

Ágúst Dalkvist, 26.3.2007 kl. 14:16

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Mkið rétt Ágúst og því þurfum við að forðast neðanjarðar-vinnuaflskerfi, sem er einn angi málsins. Eins og þú sást á færslunni þá fjallaði ég varla um þau mál, það er klárlega efni í aðra færslu.

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.3.2007 kl. 14:41

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, maður á það til að dæma eftir útliti fólks. Ein yndisleg vinkona mín, fór með kórnum sínum að syngja á jólaskemmtun hér í Árnessýslu. Meðal gesta á samkomunni var maður klæddur í vesti eins og hún hafði séð í Tyrklandi um sumrið svo henni datt í hug að hann væri útlendingur og svo var hann líka með tagl, þegar hún tók svo eftir að hann tók ekki undir í Heims um ból, var hún alveg viss. Á eftir var boðið upp á veitingar og æxlaðist það þannig að hún lenti upp að hlið mannsins og spurði þá elskulega "and where are you from" hann svaraði hikandi "ég er nú úr Grímsnesinu" og það var hlegið dátt.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 14:44

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

he he  .... já ég dreg það þá hér með til baka að þetta gerist ekki árið 2007....

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.3.2007 kl. 14:48

7 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Já held að flestir geti verið sammála þér. Við þurfum hinsvegar að passa að við ráðum við að taka á móti útlendingum. Við þurfum að geta boðið þeim íslenskukennslu, við þurfum að geta tekið á móti þeim á skattstofunni til dæmis, við þurfum að sjá til að þau fái heimilislækni, við þurfum að passa að ekki sé svindlað á þeim launalega. Það þarf að vera eitthvað skipulagt ferli sem hver einstaklingur fer í, hann þarf að fá gátlista til að merkja við að hann viti um allt sem hann þarf að vita um. Mér finnst til dæmis frábært framtak hjá lögfræðinemum í Háskólanum í Reykjavík að bjóða útlendingum upp á ókeypis lögfræðiþjónustu einu sinni í viku. Þangað geta þeir leitað jafnvel bara til að vita hvernig þeir eiga að bera sig að við að kaupa bíl, leigja íbúð og svo framvegis. 

Það er allavega margs að gæta og við þurfum að bæta okkur helling. 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.3.2007 kl. 17:34

8 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já Jóhanna það á eftir að vinna margt í þessum efnum, en það hefur líka margt breyst til batnaðar á liðnum árum.  

Samfélagið allt þarf að vera meðvitað og virkt og er dæmið sem þú tekur um laganemana í HR alveg frábært dæmi um slíkt

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.3.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband