Samhæfing og samvinna

426416A

Þetta eru miklar hörmungar þarna í miðbænum og gott að enginn slastaðist alvarlega. Mér þótti samt skrítiði upphaf einnar fréttarinnar af þessum atburði sem ég las í dag. "Enginn hefur verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans vegna reykeitrunar vegna eldsvoða í húsum í Austurstræti og Lækjargötu", Þetta átti örugglega að vera gleðifrétt, en mér þótti þetta sérkennilega orðað. 

Það er ljóst að tjónið er mikið og verður tíminn að leiða í ljóst hvernig staðið verður að uppbyggingu á þessum glæsilegu gömlu húsum sem þarna eru. Ég var ekki á brunavettvangi, en sem áhorfandi að heiman þá sýnist mér samvinna og samhæfing viðbragðsaðila hafa verið til fyrirmyndar og eru þetta sannkallaðar hetjur sem stafa við að bjarga mannslífum og eignum alla daga. Mér þótti fagmannlega að staðið hjá slökkviliðinu að boða til blaðamannafundar síðdegis, þar sem slökkviliðsstjóri Jón Viðar Matthíasson fór yfir atburðarrásins og svaraði spurningum fjölmiðla.  


mbl.is Slökkvistarfi lokið að mestu og hreinsunarstörf hafin í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Herdís mín,það er mikil mildi að  það urðu ekki slys á fólki sem betur fer.......... en það fyrsta sem ég heyrði í útvarpi var hvað yrði um þessar lóði þegar ætti að endur byggja,enda eru þær margmiljarðakrónavirði.kaldhæðni ekki SATT það má ekki stækka við ,það má ekki breyta nema allt draslið myndi brenna og byggja upp að nýju.

Högni Snær Hauksson

Högni (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband