Nýr vefur Sjálfstæðisflokksins og skattagrein Sigurðar Kára

xd_malefni_haus_eldri2

Sjálfstæðislokkurinn er búinn að opna nýjan glæsilegan vef sem er að mínu mati aðgengilegri en sá gamli. Þar er fólki m.a. boðið upp á að senda forystu flokksins fyrirspurnir, sem leitast verður við að svara í vefvarpi á síðunni undir Tölum saman. Þar má lesa nú þegar svör Geirs H. Haarde varðandi áherslur í málefnum eldri borgara og eins um tekjudreifingu. Á síðunni má einnig finna upplýsingar um stefnumál, nýliðinn landsfund, frambjóðendur og ýmis kosningamál. 

Á nýja vefnum er líka hægt að lesa ýmislegt áhugavert efni og greinar eins og t.d. greinina sem Sigurður Kári Kristjánsson skrifaði um skattamál og birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar fór hann yfir nýlega könnun Capacent Gallup þar sem fram kom að 74,1% þjóðarinnar telji núverandi skatthlutfall vera of hátt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á kjörtímabilinu sem nú er að líða undir lok staðið fyrir umsvifamestu skattalækkunum sögunnar gegn kröftugum mótmælum stjórnarandstöðuflokkanna. „Niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup er rothögg fyrir skattastefnu vinstriflokkanna," skrifar Sigurður Kári í greinni sem má lesa í heild sinni hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með nýju síðuna okkar, hún er frábær. Ég er byrjuð í kaffinu á kosningaksrifstofunni, maður hleður batterýin að vera innan um gott fólk og hressist allur.  kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband