Rigning rigning rigning

 

 

Í dag

 

Á morgun

 

Mánud.

K.höfn

17°/11° 16°/11° 18°/12°
Akureyri / / 10°/
Reykjavík / / /
New York 28°/23° 26°/23° 27°/23°
Egilsst. / / /
London 15°/12° 12°/ /

Ég hef oft sagt frá því að veðrið er sérstakt áhugamál hjá mér. Við hjónin ákváðum að skella okkur til kóngsins könben í frí og ákvað ég að skoða ekki veðurspá áður en við færum. En það rigndi í gær þegar við komum og líka í dag og því ákvað ég að skoða framtíðarspána á mbl. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu, rigningu og svo rigningu. En karlinn fer svo heim á þriðjudaginn, en ég verð á neyðarvarnafundi fram að helgi og er ég full bjartsýni um að sólin muni eitthvað sýna sig. 

Þetta breytir í sjálfu sér ekki miklu fyrir okkur, nema kannski því að maður nennir ekki að fara í Tívolíið í rigningu. Við fórum til að mynda út að borða í dag, sannir Íslendingar og sátum undir regnhlíf með teppi eins og reykingarfólkið. Við fórum líka á Strikið og sáum Kaupmannahafnar karnivalið. Það var gaman að sjá en samt ekki eins mikið í þessi atriði lagt og áGay pride í Reykjavík, en þarna var mikið af dansatriðum. Það voru greinilega margir dansskólar sem tóku þátt og fullt af glöðum dönsurum sem sýndu margir hverjir góða takta. Þarna sáust fjölmargar konur í efnislitlum búningum í kuldanum og liggja þær líklega núna undir sæng með rautt nef, í ullarsokkum með fjallakakó.

Dansarar í karnivali í Köben      IMG_2129    IMG_2115

IMG_2137    IMG_2132    IMG_2150 

IMG_2157     IMG_2094    IMG_2154

Elli minn í Köben


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ú la la, stuð í köben. Ég á einn son sem býr þar.  Skemmtið ykkur vel. Kær kveðja pá Strikið

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Hafið það sem allra best í Köben og til hamingju með Tengibrautina og endalok þeirrar bullumræðu

Guðmundur H. Bragason, 26.5.2007 kl. 23:44

3 identicon

Elsku Herdís og Elli minn, að vera saman og það í Köben er það sem skiptir máli ....puff, puff á veðrið !!! Muna svo að kíkja í búðina við hliðna á Tívólí, það má alltaf fá sér einn bangsa eða tvö....eða þrjá......

kveðja og knús

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband