Æi hvað ég varð glöð

Magni

Mikið varð ég glöð í morgun þegar ég las viðtalið við foreldra Magna litla sem var bjargað úr sundlauginni á Akureyri í fyrradag. Hann er eldhress og þakkar Jóni Knutsen sjúkraflutningamanni og Jónu Birnu konu hans sem er hjúkrunarfræðingur lífsbjörgina. Ég bloggaði einmitt um slysið og hvatti fólk til að fara á skyndihjálparnámskeið.

Mér þótti óborganleg frásögnin frá því þegar hann bað mömmu sína um að hringja í kennarana sína og láta vita að hann hafi dottið í vatnið og ekki komist upp úr. Þegar manna hans hváði, þá sagði sá stutti "nú þarft þú ekki að láta vita þegar þú kemst ekki í vinnuna".


mbl.is „Þetta er kraftaverk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Já, Herdís, þetta var sannarlega góð frétt. Ég á von á þrem barnabörnum hingað á næstunni.Þau vilja fara daglega í sund, er þau koma til Íslands, svo að maður verður bara að standa sig og gæta þeirra vel. Ég hlakka til þess.

Kveðja frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.6.2007 kl. 06:14

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já, það er alltaf yndislegt að lesa um svona giftusamlega björgun.  Magni er frábær í viðtalinu.  

Ætli maður hafi ekki oft gleymt sér á laugarbakkanum á meðan börnin leika sér glöð í vatninu?   Hafa ekki flest allir næstum því ofurtrú á sínum börnum og halda að þau séu fær í flestan sjó?  En svo er nú því miður ekki. Það má aldrei víkja frá þessum gullmolum.   Jón Knutsen og kona hans eru hetjur.

Marinó Már Marinósson, 28.6.2007 kl. 10:49

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Kristján ég sé þig kannski á Sigló í sumar.

Já Marinó við þekkjum það nú að þau eru sannkallaðir súpersjálfboðaliðar

Herdís Sigurjónsdóttir, 28.6.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband