Kæru vinkonur

sol med gleraugu

Erfiður dagur í dag! Var að kveðja kæra samstarfskonu og vinkonu í dag, hana Önnu Ingadóttur sem er að hætta og flytja til Danmerkur. Við vorum ágætar vinkonurnar í dag, sniffandi í eldhúsinu hjá Gullu, vissum ekki hvort við áttum að hlæja eða gráta, enda erfitt að kveðja góða vini. Það verður líka erfitt að kveðja hana Lindu mína Ósk sem byrjaði um leið og ég fyrir tæpum níu árum síðan og höfum við fylgst að síðan þá, en hún hættir í næstu viku. Síðan fékk ég þetta sent frá Jóhönnu, enn einni kærri sem mun kveðja okkur í haust og setti ég þetta inn fyrir ykkur stelpur og náttúrulega allar aðrar vinkonur, stóru systur mína og bloggvinkonur. 


Ég er bara eins sterk og kaffið sem ég drekk, hárspreyið sem ég nota Og vinirnir sem ég á.


Til allra kvenna sem snert hafa líf mitt. Þú ert ein af þeim!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð setning. Skemmtu þér ROSA vel um helgina og farið varlega. Sólarkveðja að austan

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2007 kl. 20:40

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk og sömuleiðis Herdís.

Vilborg Traustadóttir, 29.6.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já Herdís mín.  Svona er þetta og verður enn erfiðara í haust.

Marinó Már Marinósson, 30.6.2007 kl. 16:57

4 identicon

Já, það eru ekki alltaf jól. Það er ósköp eðlilegt að fólk breyti til, hvort sem það er í vinnu eða búsetu en það er bara svo oboðslega erfitt að kveðja og knúsa góða vini bless, sérstaklega fyrir okkur blúndurnar. Við höldum nú áfram að knúsast elsku dísin mín og vitum báðar að vinátta okkar á bara eftir að eflast eftir því sem við eldumst.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband