Hafa dýr einhvern rétt?

hugsun

Ég fór í siðfræði náttúrunnar í morgun og var það gaman eins og alltaf. Pæling dagsins var um rétt dýra. Eru dýr jafn rétthá mönnum? Hvaða rétt hafa menn til að nota dýr í tilraunaskyni? Af hverju notum við ekki menn í tilraunaskyni fyrst tilraunirnar eru í flestum tilfellum til góða fyrir okkur mennina? Af hverju að nota frískan apaunga, en ekki gamlan mann? Höfum við mennirnir bara ekki fullan rétt á því að rækta dýr og veiða okkur til matar?

Ég hef ekki svo mikið velt þessu fyrir mér, en þetta var hressandi og var gaman að heyra um ýmsar kenningar á þessu sviði. Ein var til dæmis á þá leið að það væri í lagi að nýta dýr okkur mönnunum til góða, svo lengi sem við njótum þess ekki að pína þau og drepa. Mér fannst mjög áhugavert hjá einum nemanum sem fór að velta því fyrir sér hvort við værum ekki bara að haga okkur nákvæmlega eins og önnur dýr myndu gera í okkar stöðu, á toppi fæðupýramídans.

Samt þegar ég hugsa um dýr þá detta mér alltaf í hug hundar og kettir til að njóta og lömb, folöld, kjúklingar og naut mér til matar. En hvað með allt  annað líf, hvað með skordýr og frumdýr, hafa þau sama rétt og við mennirnir og æðri dýrategundir. Geta flugur hugsað? 

Já það geta heldur betur verið djúpar pælingar hjá okkur í siðfræðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Já, þetta er álitamál. Mér finnst að svona húsdýr, spendýr og svona eigi að hafa einhvern rétt. En eini rétturinn sem skordýr fá hjá mér er að vera réttdræp! 

Andrea, 20.9.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er dáldið góð pæling.  Mér finnst allavega mjög sárt að horfa á að illa sé farið með dýr.  Tel að þau eigi öll rétt á sér, en við erum örugglega hluti í keðju sem þarf að virka.  Þegar ég eignaðist gæludýr þá jókst þessi samkennd með dýrum hjá mér. Fann hvað þau eru í raun algjörlega upp á góðvild eða illsku mannsins.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 18:56

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Dýrin eiga rétt á góðri meðferð þeirra sem "eiga" þau.  Góð pæling og eins og sagt er við hestamenn"það er bannað að leika með matinn"....

Vilborg Traustadóttir, 20.9.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband