Pollagallar í XXL

Ég kom heim úr skólanum rennandi blaut eftir þetta sk... veður sem er úti. Ég þurfti nefnilega að ganga úr siðfræðinni, frá hinni gömlu virðulegu háskólabyggingu niður í hina nýju innstungulausu Öskju og vorum við ræflarnir rennandi blaut þegar við mættum í umhverfisþættina hjá henni Binnu.

Mér varð hugsað til umræðna um viðhofsbreytingu um til útveru þegar börn hætta á leikskóla. Það er nefnilega þannig að þegar börn eru á leikskóla geta þau verið úti í hvaða veðri sem er. Frk Sædís Erla lætur það ekki stoppa sig ef það rignir úti og lítur hún á það sem plús ef það snjóar. Veður bara skiptir ekki máli, þau fara bara út og það skiptir ekki máli hvort það er sól, rigning eða snjór.

En svo fer barnið í grunnskólann og þá skyndilega hættir pollagallinn að fylgja með í töskunni. Litlu skvísurnar mæta kannski í sparifötunum og útiveran ekki lengur skemmtileg og eðlilegur þáttur í skóladeginum. Ég heyri það líka á stóru börnunum mínum að þau njóta þess ekki að vera í útileikfimi á haustin og kvarta hástöfum yfir því að þurfa að hlaupa úti og verða voða fegin þegar íþróttir eru komnar inn í hús.

Það er samt alveg tilfellið að það er gaman er að leika sér úti og líka í vondu veðri. Þegar búið var að aflýsa skóla vegna veðurs á Siglufirði, þá þustu börnin út að leika sér (ef það var stætt). Gerðu snjóhús inn í skafla og hoppuðu af þökum. Ég hef persónulega gaman að því að ganga ein úti í rigningu og sérstaklega þegar það er logn, láta hugann reika og gleyma mér, en þá er ég líka klædd til útiverunnar....

....af hverju ætli við hættum að kaupa pollagalla þegar við hættum á leikskóla? Væri ekki bara gaman að sjá okkur mæðgur í Sollu Stirðu pollagalla, já og kannski Elli minn með okkur í bláum íþróttaálfs galla í XXL...  

Nei í alvöru, maður ætti svo sem að taka sig á og vera meira úti við, en það er svo sem allt í lagi að hugsa bara um það í vetur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð, ég valdi einmitt rétta daginn til að heimsækja nokkra skóla í Kópavoginum, hljóp inn og úr í þessari bölv....rigningu sem hefði verið í lagi ef ég hefði einmitt verið í pollagalla. Ég var örugglega ekkert voðalega smart þegar ég kom við í síðasta skólanum  

Upp með pollagallana !!!

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband