Heimspekilegt álitaefni, köttur í kvöldmatinn

Ég hélt að þessi frétt væri um bloggið sem ég fór inn á um daginn hjá honum Jóhanni Björnssyni heimspekingi og kennara og bar bloggið yfirskriftina "Að borða kött". Ég vona að hann fyrirgefi mér það að benda á bloggið hans og fá þetta að láni., en mér þótti þetta bara svo viðeigandi vegna fréttarinnar í dag.

Þetta skrifaði Jóhann á bloggið sitt 29. september sl.

Hér kemur smá heimspeki til þess að takast á við um helgina. Nemendur mínir veltu eftirfarandi sögu fyrir sér í gær í umfjöllun okkar um rétt og rangt:

Lítill krúttlegur heimilisköttur varð svo ólánsamur að verða fyrir bíl og deyja. Eigendur kattarins tóku þetta að sjálfsögðu nærri sér en fengu af einhverjum ástæðum þá hugmynd hvort ekki væri í lagi fyrst svona fór fyrir kisa að hafa hann í kvöldmat. Vitandi þess að kisi væri þegar dáinn og enginn yrði fyrir skaða töldu fjölskyldumeðlimir þetta í lagi. Þeir elduðu því kisa og borðuðu.

Og nú felst helgarheimspekin í því að svara eftirfarandi spurningum:

1) Hvort er það rétt eða rangt að borða köttinn? Og hversvegna?

2) Ef þér yrði boðið í kvöldmat til fjölskyldu sem væri að elda umræddan kisa hvernig myndir þú bregðast við?

Það komu mjög sterk viðbrögð og héldu sumir eflaust að hann væri að meina þetta, en hann sem heimspekingur var eðlilega að fá fólk til að hugsa og kanna eigin viðhorf.

Svo skrifaði hann til útskýringar

 

Hafið ekki áhyggjur viðbrögð ykkar eru mjög eðlileg. Dæmið um köttinn er ekki eitthvað sem ég bjó til sjálfur það er fengið úr bók sem heitir "Do you think what you think you think" og er ætlað að sýna fólki sem er að pæla í siðfræði að ekki er alltaf hægt að færa rök fyrir siðferðilegum álitamálum með klassískum siðfræðikenningum sem nota mjög oft eftirfarandi mælikvarða:

Ekki skal gera það sem skaðar mann sjálfan eða aðra.

Ekki skal gera það sem stuðlar að óhamingju eða vanlíðan.

Nú er dæmið um köttinn dæmi sem hvorki veldur skaða né endilega óhamingju. Verkefnið í þessu ógeðfellda dæmi eins og sumir kalla það felst í því að finna þau rök sem nota má til að hafna átinu eða réttlæta það eftir atvikum. Í bókinni kallast kaflinn sem þetta dæmi er í "Testing your taboos". Við höfum fullt af svokölluðum tabúum í samfélaginu sbr át á köttum en höfum við hugrekki til þess að ræða tabúin og takast á við þau á yfirvegaðan hátt? Í því felst einmitt heimspekin.

Dæmið hér á undan um heimalninginn er mjög gott. Heimalningurinn var borðaður en það tíðkast ekki að ræða um heimalninginn sem litla sæta lambið sem var vinur barnanna. En hversvegna ekki að spá í svona hluti? Með heimspekilegri ástundun erum við að reyna að skilja okkur sjálf viðbrögð okkar og hegðun. Það er nú heila málið.

Mín fyrstu viðbrögð voru á þennan veg:

 

Virkilega skemmtileg pæling.

Já þetta er svona rétt eins og að velta því fyrir sér hvort maður ætti að nota gamla veika konu í tilraunaskyni í þágu vísindanna og mannsins eða ungan frískan apa.

En það er eins og með fyrra dæmið þá snýst þetta um viðhorf okkar til hlutanna.

En varðandi köttinn þá er ljóst að ég myndi ekki borða hann á Íslandi og myndi trúlega kæra þetta atvik ef ég yrði uppvísa af svona kattaráti. En ef ég væri í landi þar sem kettir væru étnir og ég væri gestkomandi á heimili þar sem kötturinn hefði verið þess lands heimalningur, gæti viðhorf mitt til þess að éta "heimalninginn" hugsanlega orðið annað.

Svo seinna um daginn skrifaði ég þetta, því einhver kommentaði á fyrra komment um að það að éta kött væri ekki lögbrot.

Mér varð oft hugsað til þessa máls í dag, það hrærði upp í sellunum og mundi svo ekki á hvaða síðu þetta var, en fann aftur þökk sé goggle. Ég var nú búin að gleyma því að ég hefði talað um lögbrot í þessu sambandi og er sannfærð um að það stendur hvergi í lögum að ekki megi leggja sér kattarkjöt til munns, en kettir eru friðaðir og svo eru  örugglega líka heilbrigðisreglugerðir og  sem mætti leita uppi...og svo er heimaslátrun ólögleg...en NB kötturinn var þegar dauður.  En þar sem ég var búin að bjóða mér í mat til þeirra þá mætti segja að siðferðilegu álitaefni eigi vel við...þ.e. að segja  að ekki eigi að gera það sem skaðar mann sjálfan eða aðra..og .ekki skal gera það sem stuðlar að óhamingju eða vanlíðan.... 

En aftur takk fyrir skemmtilegt blogg.

Mér fannst þetta alveg frábær pæling hjá honum Jóhanni, en er þetta með uppskriftina í blaðinu, ekki bara eitthvert grín?


mbl.is Hvernig matreiðir þú kött?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú getur nú rétt ímyndað þér mín fyrstu viðbrögð. En eftir að hafa lesið allan pistilinn þá er ég tilbúin að hugsa þetta öðruvísi. Auðvitað er það vegna þess að hér er ekki til siðst að borða ketti þá finnst manni það ógeð, en heimalningurinn, ef maður vissi ekki að það var hann þá var þetta bara eins og hvert annað lamb.  Eigðu góða helgi með fjölskyldunni kær hálfnafna.  Kær kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÞAÐ ER BARA EKKI HÆGT AÐ SLÍTA SIG FRÁ ÞESSU BLOGGI ÞEGAR MAÐUR LIGGUR Á SÆNG.   Allavegana ætlaði ég bara að segja að þessi mynd af þér er æðisleg.  Farin uppí

   Oscar Red Carpet 1 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 14:39

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Dugleg stelpa.......herdis

sömuleiðis fín af þér hálfnafna, ákvað að láta nú mynd sem líktist mér aðeins meira, en ég var búin að fá svo mörg OJ yfir hinni myndinni   .

Herdís Sigurjónsdóttir, 5.10.2007 kl. 15:00

4 identicon

Herdís, þegar ég kem heim skal ég bjóða þér í kött. Ertu annars viss um að þú hafir ekki þegar borðað slíkt kjöt, ertu alveg viss um innihald þess sem okkur er boðið upp á.  Annars hef ég ekki farð djúpu leiðina, þ.e. ég hef ekki lesið allt um þetta mál.  Hitt er að ég er nokkuð viss um að grillað lamb sem ég taldi mig hafa pantað var í raun hundur því þetta var í engu líkt neinu sem ég hef áður smakkað.  Þó hef ég sem villimaður á Ströndum lagt mér eitt og annað til muns.  Annars er það svo að það er hægt að fá flest fólk til að borða nánast hvað sem er bara með því að þegja um innihaldið.  Kveðja frá Sarajevo

Guðmundur Fylkisson (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Obb o sí Gummi.... ja hver veit ...ég veit a.m.k. að það var oft ótrúlega mikið kjöt á stóru gæsunum sem ég sá í sveitinni um árið.

Ég prófa alltaf allt sem ég sé framandi og boðið er upp á í þeim löndum sem ég hef sótt heim, en veit samt ekki með það sem ég sá í dag í blöðunum og er boðið upp á í Kína ef ég man rétt...tarantúlur í plómusósu og það var sérstaklega tekið fram að það yrði að hafa servéttur við höndina, því það sprautast svartur safi úr þeim í allar áttir.. ...  ekki mjög spennandi, en samt kannski pínu 

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.10.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband