Gleðileg jól

IMG_5235

Gleðileg jól og takk fyrir allt gamalt og gott.

Við Rituhöfðafjölskyldan höfum það dásamlegt hjá ömmu og afa á Siglufirði. Við nutum þess að fara í kirkju í gær og koma svo heim og borða rjúpur og gæs og vera saman. Shirley nýjasti fjölskyldumeðlimurinn í Sigló Group lofar bara góðu í matarsmekk, enda ekki annað í boði í þessari villimannafjölskyldu. Hún byrjaði á að fá sér skötu á Þorláksmessu og varð hún svo sem ekkert rosalega hrifin, en létti henni samt þegar ég sagði henni að eftir þessa prófraun myndi þetta bara batna því hún hefði trúlega nú þegar borðað það sem útlendingum þætti verst. Hún borðaði svo hangikjötið með bestu lyst og líka rjúpur og gæs á aðfangadagskvöld og líkt og við hin ... Ég sá svo í morgun að þegar ég var að græja gæsatartaletturnar sem ég fékk mér í jólamorgunmat að einhverjir höfðu vaknað í nótt og fengið sér snarl.... en trúlega hefur það verið pabbi, en ekki Shirley.

Það er annars búið að vera gaman að vera með Jóhanni bróður hér á Sigló og hefði ekki verið verra að hafa Kristínu systur og Co hér, en það var nú ekki í boði þar sem þau dugnaðarforkarnir eru að fara að opna nýjan matsölustað í Grindavík Salthúsinu á morgun og eru líka með stóra fjölskyldu sem er ekki auðvelt að millifæra eins og okkur Rituhöfðaliðið. Jóhann hefur ekki verið á Íslandi yfir jól frá því að hann flutti til Bandaríkjanna 1984, en hér var samt allt eins og í gömlu daga, maturinn, ora grænu baunirnar, kók-appelsín og malt, smákökurnar hennar mömmu, eina sem hafði bæst var eitt lítið ávaxtasalat...

Hér eru nokkrar myndir frá Þorláksmessu og aðfangadegi.

Í dag ætlum við að vera aðeins lengur á náttfötunum, fá okkur svo göngutúr í kirkjugarðinn með kerti, lesa og njóta þess áfram að vera bara ...

Ég er annars enn að vinna að jólaannálnum sem verður trúlega áramótaannáll þetta árið, en ég er sannfærð um að mér verður fyrirgefið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gleðileg jól norður og takk til mömmu þinnar fyrir yndislegt kisu-englakort sem ég táraðist yfir í gær. (Er að hugsa um að ganga í "Blúnduvinafélagið" ykkar mömmu þinnar!).  Það er greinilega mikið að gera hjá Kristínu því ég hef verið "með hana á heilanum" nokkrar nætur fyrir jól (draumar).  Það er erfitt (örugglega) að hafa Kára Stefánsson á heilanum....en Kristínu!  Díses.............STÓRT KNÚS

Vilborg Traustadóttir, 25.12.2007 kl. 13:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislega jólamyndir, sé að þið hafið haft það gott. Hvaða fallegi hundur er þetta sem Sædís er með?? algjör moli.  Njótið helgidaganna og kær kveðja til ykkar allra.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 21:01

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já myndirnar æði og gamla húsið mitt á jólasveinamyndinni með þessum háu tröppum.

Vilborg Traustadóttir, 25.12.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband