Langir hundrað dagar

Ég ætlaði ekki að trúa því því þegar tengdó hringdi áðan og sagði hvort ég hefði séð fréttirnar .... að meirihlutinn í Reykjavík væri fallinn .... aftur! Alveg lygilegt.  

Sem sagt Hundrað-daga-stjórnin fallin og Ólafur III víst að verða borgarstjóri. Síðan er boðað að Vilhjálmur I og IV muni taka við og ljúka kjörtímabilinu. Ekki græt ég það að sjá félaga mína í sjálfstæðisflokknum aftur í meirihluta í borginni, þetta voru langir hundrað dagar, en það getur varla verið auðvelt fyrir starfsmenn borgarinnar að vinna við þessi tíðu meirihlutaskipti. 


mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Eigum við að gefa þeim svona ......    150 daga?   

Marinó Már Marinósson, 21.1.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Félag Ungra Frjálslyndra

Félag ungra frjálslyndra lýsir yfir algerum stuðning við Ólaf F. Magnússon borgarfulltrúa F-Listans og fagnar því að grundvallarmálefni Frjálslynda flokksins séu nú að fá brautargengi í Reykjavík.

Félag ungra frjálslyndra fagnar því sérstaklega að nýi borgarmeirihlutinn ætli sér að viðhalda eign almennings á Orkuveitu Reykjavíkur og orkuauðlindum hennar.

Félag Ungra Frjálslyndra, 21.1.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl, Herdís.

 Hundrað-daga-stjórnin fallin og Ólafur III,, ekki hundrað-daga-stjórnin,

Hún hét víst   Hundadagastjórnin  Jörundur ríkti í 106 daga ef ég man rétt.

Kv, Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 22.1.2008 kl. 01:03

4 identicon


Nýjan stjóra senn þeir kynna
svaðalegur á þeim hraðinn
þeir lyklaskiptum ættað lynna
og taka bar´úr lás í staðinn

guðbrandur (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 01:16

5 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Já, ætli ég afpanti ekki lóðina í Mosfellsbæ um sinn! Það liggur við að maður fari út á horn og þeyti lúðra og gefi öllum gestum og gangandi bláar gasblöðrur og íspinna!!!

Magnús V. Skúlason, 22.1.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, Herdís mín, ég er svo mikið leið á þessu öllu, finnst að fólk sé haft af fíflum í þessu máli.  Get ekki sætt mig við þessi skipti í borgarstjórn hverjir sem flokkarnir eru.  Kær kveðja í Mosó

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 17:59

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Dagur er bara eins og Jörundur hundadagakonungur...ekki leiðum að líkjast...

Vilborg Traustadóttir, 24.1.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband