Þorrablót á heimsmælikvarða

Ragnheiður, Davíð og Herdís Við Ragnheiður með sætasta stráknum á þorrablótinu

Við hjónakornin fórum ásamt mörgum mætum Mosfellingum og gestum á þorrablót Aftureldingar um síðustu helgi. Það var mikill spenningur yfir þessi blóti og byrjuðum við í glæsegri upphitun hjá Þresti Lýðs og Klöru og var mikið sjálfstæðisfjör að vanda.

Undirbúningsnefndin hafði unnið þrekvirki og var umbúðin öll hin glæsilegasta. Hilmar og Kalli Tomm  tóku á móti gestum með fjörugu gítarspili og söng og tóku svo veislustjórarnir Simmi og Jói við veislunni. Þeir voru með nokkur auglýsingahlé, sem vöktu mikla lukku, en þar voru þeir með alvöru mosfellska brandara (bara nokkuð efnilegir og spurning um æviráðningu) enda Simmi fluttur í bæinn og mamma Jóa líka og sagði Jói sögu af henni. Hún flutti hingað vegna Lágafellslaugarinnar og gekk grínið út á það að hún hefði ekki áttað sig á því að nálægðin við laugina kostaði vatnsleysi í sturtunum hjá henni, en hún býr í næsta húsi við laugina Grin. En þetta vandamál varði bara í nokkra daga eins og allir vita, en brandarinn um vatnsleysið lifir áfram.

Maturinn var glæstur og þótti mér hákarlinn algjört lostæti, en fékk kannski aðeins of lítið af honum. Innyflin og pungarnir voru líka súper og fær Hlégarður 12+ fyrir veitingarnar af 10 mögulegum. Eitthvað var lítið af diskum og svo varð að ná í meiri mat, en það gaf fólki bara tækifæri til að nýta tímann í röðinni og spjalla við náungann.

Kalli Tomm var með minni kvenna og Ragnheiður Ríkharðs með minni karla. Eitthvað var nú um skvaldur þegar Kalli var að hrósa okkur konum í hástert (aldrei of mikið af hrósi, takk Kalli minn), en meira hljóð var þegar Ragnheiður fór með minni karla..sem gekk út á minni, eða öllu heldur minnisleysi karla og síðan minni karla, sem hún hávaxna konan hefur hitt marga yfir ævina.

Eftir kokkinn og nokkra snúninga við Gumma Magg, Halla og Pétur granna og alla hina fórum við heim, enda Elli minn með "slas" á fæti að vanda eftir bumbubolta dagsins.  Það var því eins gott að við vorum á nýja fína bílnum og gátum brunað heim, nokkrum tímum á undan flestum blótsgestum og voru m.a. nokkrir keyrðir heim af björgunarsveitunum.

Þetta var fyrsta flokks skemmtun og hlakka ég til næsta árs. Allir sem ég hef hitt og ekki komust á blótið núna ætla að mæta  á næsta ári. Núna fór fjöldinn yfir þúsundið og 600 í þessum dásamlega þorramat Vignis, þannig að nú getur þetta bara batnað.

Hafsteinn og Gylfi

IMG_6909

RR og Herdís

nyji bíllinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það hefur verið álíka mikið stuð hjá ykkur eins og okkur Selfyssingum, gaman að skemmta sér í góðra vina hóp.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband