Draumasveitarfélagið Mosfellsbær og hugur í sjálfstæðismönnum

Það er búið að vera mikið að gera eftir að ég kom frá New Orleans, svo mikið að ég hef ekki einu sinni náð að blogga.

xd

Síðasta vika var viðburðarík og gerðist margt jákvætt hjá okkur í Mosfellsbænum. Aðalfundur okkar sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ var haldinn. Fengum við nýja formenn, Ofur-Snorri er orðinn formaður sjálfstæðisfélagsins og tók hann við góðu búi af Þresti Lýðssyni og verður gaman að vinna með nýrri stjórn, fullt af nýju fólki og var ekki annað að heyra en mikill hugur væri í sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ. Þorgerður Katrín varaformaður mætti á fundinn og ræddi málin eins og henni einni er lagið og er óhætt að segja að umræðurnar hafi verið í líflegra lagi. Í síðustu viku var einnig undirritaður samningur um nýjan framhaldsskóla Í Mosfellsbæ FM eða MM og er ljúft að þetta stórmál er í höfn. Næst verður ráðinn skólameistara og ákveðnar áherslur í skólastarfinu. Skólinn verður staðsettur við þjóðveg 1 í miðbæ Mosfellsbæjar á milli nýja og gamla Vesturlandsvegarins. 

mosfellsbaer

Það var líka ánægjulegt að sjá að Mosfellsbær lenti í þriðja sæti af 38 sveitarfélögum á draumasveitarfélagalista tímaritsins Vísbendingar. Draumasveitarfélagið er það sveitarfélag sem er best statt samkvæmt nokkrum mælikvörðum sem Vísbending gaf sér s.s. lág skattheimta, hófleg íbúafjölgun, afkoma sem hlutfall af tekjum, hlutfall skulda ef tekjum og veltufjárhlutfall. Í listanum yfir þessi 38 sveitarfélög fengu þrjú efstu fengu einkunn yfir 7. Garðabær efstur með einkunnina 8,4 en þar á eftir koma Seltjarnarnes með 7,3 og Mosfellsbær með 7,0. Mosfellsbær hækkar sig um upp um þrjú sæti frá síðustu úttekt Vísbendingar, enda gott að búa í Mosfellsbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er bara allt að gerast hjá þér mín kæra, hér er lítið líf í pólutíkinni, við verðurm nú að fara að standa okkur betur hér, tímabilið hálfnað og nóg að berjast fyrir.  Hafðu það sem best mín kæra og gangi þér vel í náminu og öllu öðru.  Hvernig líður Ella í tungunni? er hann búinn að ná sér alveg. ? 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.2.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Er að missa strákinn minn uppeftir í Haust, ásamt og með konu hans og afabörnum mínum þremur.

Þau hafa búið í sama húsi og við hjónin en eru nú að byggja uppfrá.

Skil svosem ekkert í því, að þau vilji fara úr 101Sóló   (Sóleyjargata )

ÞAð er að vísu allþröngt um þau EN alla leiðina uppeftir, nánast upp í dal.

Jæja, vona ða það verði til íhald þarna uppfrá sem getur haldið utanum litlu fjölskylduna og verndað gegn Vinstri-villu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.2.2008 kl. 14:51

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já hálfnafna, hér er mikið líf og fjör hjá okkur Sjálfstæðismönnum og liggur við að maður tárist þegar hugsað er um áfangana sem eru að nást núna... menntaskóli og svo hjúkrunarheimili... Ég hef tekið þátt í þessari baráttu núna í áratug og ekki nema von að maður sé sáttur. Hann Elli minn er loksins farinn að tala næstum eðlilega, en er langt því frá búinn að ná sér. Hann er ennþá dofinn, ég vona bara að karl druslan nái sér aftur.

En Bjarni minn ekki hafa áhyggjur af þeim, þau verða í góðum höndum okkar íhaldsmanna í Mosfellsbæ. Í hvaða hverfi eru þau að byggja? Þú kemur bara líka.... það er ekkert að því að vera Mosfellsbæjaríhald .

Annars bjuggum við hjónin með börnin einmitt hjá tengdó í rúmlega hálft ár og var það yndislegt.... þröngt en frábært.

Herdís Sigurjónsdóttir, 26.2.2008 kl. 20:24

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þau eru að byggja í tungunni milli Kölduhvíslar og Leirvogsár.

Þetta er dugnaðarfólk og blessuð barnaláni með þrjú börn, hverju öðru kraftmeira.

Uppeftir flyt ég nú ekki, í það minnsta eru ekki nokkur plön þar um.  Sjáðu nú til, okkar fylgi hefur nokkuð dvínað í 101 síðan það var upp á sitt besta hér á árum áður.   Get ég því ekki verið þekktur fyrir að fara af pósti, ekki einusinni Góði Dátinn Sveik hefði talið það boðlegt.

Miðbæjaríhald verð ég því áfram.

Hinnsvegar þekki ég margt ágætisfólk blatt vel þarna uppfrá.  Bæði frá þeim tíma sem ég var í sveit ungur í Stardal og síðan þegar hann bróðir minn heitinn Magnús G Kjartansson (eitt sinn formaður Sjálfstæðisfélagsins í Mosó, um þann tíma sem félagið eignaðist klúbbaðstöðuna) var að byggja þarna.

Kvðejur ú r101

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.3.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband