Ég var eina konan í bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun

Flott hugmynd hjá þeim í Vestmannaeyjum og skemmtileg. En í morgun var ég eina konan sem sat 886. fund bæjarráðs Mosfellsbæjar, en á bæjarstjórnarfundi í gær var ég aftur kjörin formaður bæjarráðs. Við vorum samt tvær konurnar á fundinum, en við hlið mér sat samt hún Brynhildur, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs.

Nú erum við konur í miklum minnihluta í bæjarstjórn eftir að Ragnheiður Ríkharðsdóttir vinkona mín fór á þing, en við erum aðeins tvær af sjö. Fyrsta kjörtímabilið mitt vorum við konur fjórar af sjö bæjarfulltrúum. Annað kjörtímabilið vorum við þrjár og kvenbæjarstjóri, en í dag erum við tvær. En við síðustu kosningar voru hlutföll kvenna og karla samt 50/50 í nefndum og ráðum bæjarins.

Það er rétt að taka stöðuna þann 19. júní ár hvert. Nú er karlmaður forseti bæjarstjórnar, kona formaður bæjarráðs og  karlmaður bæjarstjóri. Af fastanefndum okkar eru konur formenn fræðslunefndar, fjölskyldunefndar, menningarmálanefndar og umhverfisnefndar. Karlmenn eru formenn skipulags og byggingarnefndar, íþrótta og tómstundanefndar og atvinnu- og ferðamálanefndar.

 sigling xd konur


mbl.is Bæjarstjórnarfundur á kvennadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband