Með tengdó á Úlfarsfelli

Á Úlfarsfelli með sveitina í bakgrunni

Elli fór með krakkana á pollamótið á Akureyri í gær og hef ég setið við og skrifað. En í dag tók ég mér frí eftir hádegið. Skellti mér fyrst í nudd til Kollu, fór og fékk mér að borða á Maður lifandi og brunaði svo heim um fjögur því ég átti stefnumót við tengdó. Við ætluðum nefnilega að ganga á Úlfarsfellið og ætluðum við ekki að láta veðrið trufla okkur (no matter what W00t)... en ekki reyndi á pollagallann því veðrið var yndislegt, 17 stiga hiti og logn.

tengdo a fellinu

Við erum alveg ákveðnar í því að klára fellin í Mosfellsbænum í sumar, eitt í hverri viku.

Lítill vörðulúr á Úlfarsfelli

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugleg stelpa, ég hef ekki komist hærra en á Kögunarhól síðustu 30 árin en það var gaman.  Hafðu það gott elskuleg 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:39

2 identicon

Frábært hjá ykkur! Ég á alveg örugglega eftir að senda þér sms í sumar og draga þig, þína og aðra til í skemmtilega göngu fyrir óvana :)

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég er sko til Óskin mín, ég fer bara í fjallgöngur fyrir óvana  með drekkutíma ..... við tengdó ætlum að missa okkur í fellunum og það væri nú ekki verra að hafa ykkur Blíðfinn með.

Annars tók Ásdís Magnea okkar þessi smáfell á einum sólarhring um árið he he

Herdís Sigurjónsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband